Íslandspóstur
Íslandspóstur ohf eða Pósturinn er íslenskt póstflutningsfyrirtæki og er að öllu leyti í eigu íslenska ríkisins.
Íslandspóstur | |
Slagorð | Við komum því til skila |
---|---|
Hjáheiti | Pósturinn, Iceland Post |
Stofnað | 27. desember 1997 |
Staðsetning | Höfðabakki 9D 110 Reykjavík |
Lykilpersónur | Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri |
Starfsemi | Póstflutningar, vörudreifing, tollmiðlun, vöruflutningar, birtingaþjónusta |
Vefsíða | posturinn.is |
Saga
breytaAðdragandi og upphaf
breyta29. ágúst 1997 var samþykkt á hluthafafundi að skipta Pósti og síma hf í tvö sjálfstæð hlutafélög. 27. desember sama ár var stofnfundur Íslandspósts haldinn og hinn hlutinn nefndur Landssími Íslands. Einar Þorsteinsson sem hafði áður verið yfirmaður póstsviðs Pósts og síma var síðan ráðinn sem forstjóri Íslandspósts.
Fyrstu árin
breytaFyrstu árin fóru í að breyta og einfalda þjónustu fyrirtækisins og snúa áralöngum taprekstri yfir í gróða með það að markmiði að gera fyrirtækið í stakk búið fyrir samkeppnisumhverfi og jafnvel sölu. Átak var gert í húsnæðismálum og sumar íbúðir í eigu fyrirtækisins seldar eða leigðar út.
Íslandspóstur byrjaði stuttu eftir stofnun að sameina rekstur pósthúsa við útibú banka og sparisjóða á landsbyggðinni ásamt því að hagræða í rekstri pósthúsa. Sumum pósthúsum var lokað og rekstur þeirra var sameinaður öðrum en annars staðar var opnunartími takmarkaður. Sem dæmi var samið við nokkra sparisjóði á Norðurlandi um rekstur póstafgreiðslu og póstafgreiðsla á Brú í Hrútafirði var flutt yfir í Staðarskála árið 1999.
Árið 1998 var ný dreifingarmiðstöð byggð á Akreyri og sama ár sömdu Íslandspóstur og TNT við Flugleiðir um að fljúga hlaðsendingum milli Liege í Belgíu og Bandaríkjanna sex sinnum í viku með viðkomu á Íslandi.
Í október 1999 var ný 5.700 m² póstmiðstöð á einni hæð tekin í notkun við Stórhöfða í Reykjavík en hún tók við hlutverki póstmiðstöðvarinnar að Ármúla 25 en það húsnæði var í eigu Landssímans. Heildarkostnaður við nýja húsnæðið var um 480 millj. kr. 11. mars sama ár var opnuð frímerkjasala við Vesturgötu 10a.
21. öldin
breyta19. janúar 2000 var byrjað var að fullu keyra ábyrgðarbréf og böggla heim til einstaklinga á kvöldin. Í september sama ár voru höfuðstöðvar fyrirtækisins fluttar frá Pósthússtræti yfir á Stórhöfða 29. Frímerkjasalan á Vesturgötu var einnig flutt í sama húsnæði.
Árið 2001 byrjaði Íslandspóstur uppá því að bjóða fólki að neita móttöku á dreifiritum. Sama ár var rekstrarvörulager fyrirtækisins fluttur til Blönduóss og flokkunarvél sem flokkar sjálfkrafa bréf eftir póstnúmerum var síðan tekin í notkun í nóvember.
Í september 2002 keypti fyrirtækið bíla sem ganga fyrir metangasi og í október sama ár var sú deild sem sá um s.k. e-póst seld til fyrirtækisins Offset.
14. september 2004 lét Einar Þorsteinsson starfi sínu lausu sem forstjóri og 12. nóvember hóf Ingimundur Sigurpálsson störf.
Árið 2005 ákvað Íslandspóstur að kaupa skeytadeild Símans.
Árið 2006 keypti Íslandspóstur prentþjónustufyrirtækið Samskipti og framkvæmdir hófust við nýtt pósthús á Húsavík sem var fyrst í röð nýrra pósthúsa.
Snemma árs árið 2008 var ákveðið að endurskipuleggja og fækka staðsetningum á póstkössum á höfuðborgarsvæðinu. Sama ár fagnaði fyrirtækið 10 ára afmæli sínu. Í október 2008 komu á markað Frímerkin mín og Skeytin mín sem gera kaupendum á [www.postur.is] mögulegt að setja sínar eigin ljósmyndir á frímerki og skeyti. 2009 fylgdu Kortin mín í kjölfarið og sumarið 2010 Póstkortin mín.
Réttindi og skyldur
breytaÍslandspóstur fer með einkarétt ríkisins á ýmiskonar þjónustu og þarf einnig að sinna svokallaðri alþjónustu.
Einkaréttur ríkisins
breytaÍslandspóstur fer með einkarétt Íslenska ríkisins dreifingu almennra bréfa undir 50 grömmum ásamt uppsetningu, reksturs póstkassa og útgáfu frímerkja. Íslandspóstur hefur einnig rétt til að nota póstlúður til kynningar á póstþjónustu.
Alþjónusta
breytaÍslandspósti ber skylda til að inna af hendi ákveðna þjónustu um allt land s.s. dreifingu á bréfum með utanáskrift, dreifingu á markpósti, uppsetningu og tæmingu á póstkössum, ábyrgðarsendingar, fjármunasendingar og bögglasendingar. Fyrirtækinu ber einnig skylda til að sýna viðskiptaskilmála sína og gjaldskrá á gagnsæan hátt skv. starfsleyfi.
Þjónusta
breyta- Fyrirtækjaþjónusta. Bílstjóri kemur með og sækir sendingar í fyrirtæki á fyrirfram ákveðnum tímum.
- Happdrættismiðar. Íslandspóstur er með umboð fyrir ýmis happdrætti á nokkrum stöðum á landsbyggðinni.
- Kaupsamningar. Viðtakandi skrifar undir löggildan samning í viðurvist póstmanns. Eftir undirskrift eru kaupsamningar áframsendir til sendanda.
- Prentþjónusta. Eftir að Samskipti ehf varð að dótturfyrirtæki Íslandspósts hefur prentþjónusta verið gerð að hluta af þjónustu fyrirtækisins.
- Birtingaþjónusta. Samkvæmt lögum um einkamál má póstmaður birta stefnur og aðrar birtingar á svipaðan hátt og stefnuvottur.
- Samdægurssendingar.
- Tollmiðlun. Tollmiðlun Íslandspósts sér um að ganga frá tollskýrslugerð og aðra umsýslu fyrir innflutning á vörum.
- Umbúðir. Íslandspóstur útvegar og selur pappakassa og umslög.
- Aðrar vörur. Á pósthúsum er boðið upp á ýmsar aðrar vörur s.s. skrifanlega geisladiska og tækifæriskort.
Heimildir
breyta- „Rekstrarleyfi Íslandspósts hf“ (PDF). Póst og fjarskiptastofnun. desember 2007.
- „Skipting Pósts og síma hf. samþykkt“, Morgunblaðið, 30. ágúst 1997, bls. 4.
- „Íslandspóstur hf. nýtt hlutafélag um póstþjónustu“, Morgunblaðið, 28. desember 1997, bls. baksíða.
- „Skipting Pósts og síma hf. samþykkt“, Morgunblaðið, 30. ágúst 1997, bls. 6B.
- „Tap hjá Íslandspósti“. Gagnasafn Morgunblaðsins.
- „Ný póstmiðstöð Íslandspósts“. Gagnasafn Morgunblaðsins.
- „Ný póstmiðstöð Íslandspósts“. Gagnasafn Morgunblaðsins. júlí 1998.
- „Tilraun með heimakstur ábyrgðarbréfa“. Gagnasafn Morgunblaðsins.
- „Nýr angi af póstversluninni“. Gagnasafn Morgunblaðsins.
- „Nær til 90% þjóðarinnar“. Gagnasafn Morgunblaðsins.
- „Ný póstafgreiðsla í Staðarskála“. Gagnasafn Morgunblaðsins.
- „Teljum Netið gullið tækifæri en ekki nema takmarkaða ógn“. Gagnasafn Morgunblaðsins.
- „Breytingar á pósthúsi og pósti“. Gagnasafn Morgunblaðsins.
- „Aukin þjónusta TNT Hraðflutninga“. Gagnasafn Morgunblaðsins.
- „Offset kaupir e-póstdeild Íslandspósts“. Gagnasafn Morgunblaðsins.
- „Íslandspóstur kaupir tvíorkubíla“. Gagnasafn Morgunblaðsins.
- „Skrifstofur Íslandspósts flytja“. Gagnasafn Morgunblaðsins.
- „Íslandspóstur opnar frímerkjasölu“. Gagnasafn Morgunblaðsins.
- „Beðinn að dreifa ösku látinnar konu“. Gagnasafn Morgunblaðsins.
- „Íslandspóstur kaupir Samskipti ehf“. Gagnasafn Morgunblaðsins.
- „Íslandspóstur kaupir skeytaþjónustu Símans“. Gangasafn Morgunblaðsins.
- „Hyggst stofna nýtt póstdreifingarfyrirtæki með Frétt hf“. Gagnasafn Morgunblaðsins.
- „Póstkassar á brott“. Gagnasafn Morgunblaðsins.
- „Framkvæmdir hefjast við nýtt pósthús á Húsavík“. Gagnasafn Morgunblaðsins.