Opna aðalvalmynd

Síminn er íslenskt símafyrirtæki í einkaeigu. Fyrirtækið var í ríkiseigu, hét áður Landssími Íslands og var stofnað árið 1906. Landsíminn var í fyrstu í gamla barnaskólanum í Reykjavík á horni Pósthússtrætis og Hafnarstrætis. Fyrsti yfirmaður Landssímans var Norðmaðurinn Olav Forberg en hann hafði stjórnað lagningu símalína um landið. Fyrstu menntuðu íslensku símamennirnir voru símritarar sem höfðu verið í námi hjá Mikla norræna ritsímafélaginu í Kaupmannahöfn.

Síminn hf.
Merki Símans
Rekstrarform Hlutafélag
Slagorð
Hjáheiti
Stofnað Upprunalega 1906 (sameinað úr Landssíma Íslands, Íslenska sjónvarpsfélaginu og Skipti árið 2005)
Stofnandi
Örlög
Staðsetning Ármúli 25
108 Reykjavík
Lykilmenn Brynjólfur Bjarnason,
stjórnarformaður
Sævar Freyr Þráinsson,
forstjóri
Starfsemi Fjarskipti
Heildareignir
Tekjur
Hagnaður f. skatta
Hagnaður e. skatta
Eiginfjárhlutfall
Móðurfyrirtæki
Dótturfyrirtæki
Starfsmenn
Vefsíða siminn.is

Landssími Íslands var stofnaður sama ár og sæsímastrengur fyrir ritsíma var lagður frá Skotlandi um Færeyjar til Íslands og kom hann á land á Seyðisfirði. Skeyta- og talsími var lagður frá Seyðisfirði um Akureyri og til Reykjavíkur.

Árið 1935 var síma- og póstþjónustan sameinuð í eitt fyrirtæki, Póstur & sími, en árið 1998 var Landssími Íslands hf stofnaður. Haustið 2005 seldi Ríkisstjórn Íslands 98,8% eignarhlut sinn í Landssíma Íslands til Skipta ehf.

GagnrýniBreyta

Töluverð gagnrýni hefur beinst að Símanum í gegnum árin. Meðal annars má telja greinar eins og Hörð gagnrýni á stjórnun Landssímans í viðskiptablaði Morgunblaðsins eftir Hrein Loftsson og Hneyksli skekja Símann; grein í Fréttablaðinu 05.06.2003.

Persónuvernd kærði Símann í janúar 2011 vegna alvarlegra brota á lögum um persónuvernd. Síminn hefur viðurkennt brot sín og sagðist harma þau.[1]

TilvísanirBreyta

HeimildirBreyta

TenglarBreyta