Latibær

Sjónvarpsþáttur íslenskra barna
(Endurbeint frá Íþróttaálfurinn)

Latibær er íslenskur barnasjónvarpsþáttur sem var frumsýndur á Nickelodeon. Þátturinn var sýndur á íslensku sjónvarpstöðinni Ríkissjónvarpið. Þátturinn var búinn til af Magnús Scheving, meistara í þolfimi. Þátturinn er mjög vinsæll og hefur verið sýndur í yfir 100 löndum á meira en tylft tungumála.[1]

Latibær
Einkennismerki Latabæjar
TegundBarnaefni
HandritMagnús Scheving
LeikararMagnús Scheving
Julianna Rose Mauriello
Stefán Karl Stefánsson
Chloe Lang
LokastefBing bang (Time to dance)
UpprunalandÍsland
FrummálÍslenska og enska
Fjöldi þáttaraða4
Fjöldi þátta79
Framleiðsla
Lengd þáttar24 mínútur
FramleiðslaNickelodeon
Viacom International
LazyTown Entertainment
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöðNickelodeon
MyndframsetningHDTV
Sýnt16. ágúst 2004 – 13. október 2014
Tenglar
Vefsíða
IMDb tengill

Framleiðsla

breyta

Forsaga

breyta

Árið 1995 hafði Magnús Scheving áhyggjur af því að Íslendingar væru komnar á lista yfir 10 feitustu þjóðir heims.[2] Sama ár gaf hann út fyrstu Latabæjar bókina Áfram Latibær!. Bókin fjallar um bæjarbúa sem eru óskaplega latir, borða óhollustu og eyða tíma sínum fyrir framan sjónvarpið eða í tölvuleikjum. Þetta á allt að breytast þegar forsetinn sendir bæjarstjóranum bréf um að halda eigi íþróttahátíð í öllum bæjum landsins. Bæjarstjórinn hittir síðar íþróttaálfinn sem kennir bæjarbúum breyttan hugsunarhátt og undirbýr þá fyrir mótið.[3] Ári síðar kom út framhald bókarinnar, Latibær á Ólympíuleikunum. 1997 var samið leikrit upp úr fyrstu bókinni og sýnt í Loftkastalanum og Leikfélagi Vestmannaeyja. Á milli fjögur til sex þúsund manns sáu leiksýningarnar í hverri viku.[4]

Á sama tímabili lagði Latibær í rannsóknarvinnu þar sem leitað var til þúsunda foreldra um allan heim um hvaða persónueiginleikum börn ættu að búa yfir. Niðurstaðan varð sú að sjö persónueinkenni einkenna í dag persónur Latarbæjar.[5]

Þættirnir

breyta

Eftir 10 ára rannsóknarvinnu fundaði samstarfsfólk Magnúsar Schevings með sjónvarpsstöðinni Nickelodeon.[4] Forsvarsmenn sjónvarpstöðvarinnar samþykktu að þátturinn yrði framleiddur í Garðabæ. Í desember 2002 höfðu persónurnar í bókunum fengið erlend nöfn þar sem Solla stirða varð Stephanie, Goggi mega varð Pixel, Glanni glæpur varð Robbie Rotten og Íþróttaálfurinn varð Sportacus. Breska fyrirtækið Artem bjó til brúður af Gogga mega og Sigga sæta. Fyrirtækið Latibær bjó til kynningarþátt og sendi til barnasjónvarpstöðva í Bandaríkjunum og Bretlandi.[6]

Á næstu árum hófu barnasjónvarpstöðvar sýningar á þættinum. Þættirnir urðu frumsýndir í Kanada af YTV 6. desember 2004[7], í Bandaríkjunum af Nick Junior 15. ágúst 2005[8] og í Bretlandi af CBeebies og CBBC 3. október 2005[9]. 2006 hlaut Latibær þýsku verðlaunin EMIL fyrir besta barnaefnið[10] og verðlaun Bresku kvikmynda og sjónvarpsakademíunnar BAFTA fyrir besta alþjóðlega barnaefnið[11]. Sama árs komst lokalag þáttarinns Big Bang (Time to dance) í 4. sæti Breska smáskífulistans.[12]

2011 tók Latibær þátt í heimsýningunni í Kína og skrifaði í kjölfarið undir samning við Kínversku sjónvarpstöðina CCTV um að sýna þættina á barnastöð sinni CCTV Kids og sem yrðu talsettir á kínversku. Stöðin nær til 360 milljón barna í Kína.[13] Við útgáfu þáttana urðu þeir fyrsta barnaefnið sem hefur verið útgefið á DVD-disk fyrir háskerpusjónvörp.[14]

Markaðsetning

breyta

Í fjögur ár frá 2002 til 2006 stafrækti Latibær í samvinnu við Glitni hagkerfi með Latóseðlum sem voru gjaldgengir í sundlaugar, Fjölskyldu- og Húsdýragarðinn og strætó á höfuðborgarsvæðinu.[15] 2009 fór Latibær í átak í Bretlandi og Íslandi á neyslu grænmetis og ávöxtum. Fyrirtækið gerði samstarsamning við bresku verslunarkeðjuna ASDA um að setja nafn þáttarins við holl matvæli undir vörumerkinu Great Stuff.[16] Á meðan átakinu á Íslandi stóð voru seldar gulrætur í kvikmyndahúsum. Átakið leiddi til 22% aukningu í sölu á grænmeti og ávöxtum.[2] Ári síðar gerðu Latibær, mexíkanska heilbrigðisráðuneytið og bandaríska stofnunin USDA herferð í öllum stórmörkuðum Mexíkó með þeim árangri að neysla á grænmeti og ávöxtum jókst um 29 prósent.[17]

Einnig rekur Latibær fjölskylduvæna útvarpsstöð, Útvarp Latibær, sem áður hét Barnarásin, á tíðnisviðinu 102,2. Stöðin er án auglýsinga en styrkt af ýmsum fyrirtækjum.

Persónur

breyta

Íþróttaálfurinn

breyta
 
Magnús Scheving sem Íþróttaálfurinn á leikjasýningu í Bretlandi 2009.

Íþróttaálfurinn er aðalpersóna þáttarins, leikinn af Magnús Scheving. Hann er hetja þáttanna og kemur frá eyju í norðursjó (tilvísun í Ísland). Hann hvetur börn Latabæjar að borða íþróttanammi (hugtak yfir grænmeti og ávexti) og leika sér úti í stað þess að sitja inni spilandi tölvuleiki eða borðandi skyndibitafæði. Hann vill að íbúar Latabæjar séu ánægðir og veit að þeir þurfa að vera heilbrigðir og í formi til þess. Íþróttaálfurinn er sífellt á ferð og flugi og gerir jafnvel leikfimisæfingar við það eitt að fara á milli staða. Hann er bjargvættur bæjarins og kristall á bringu hans lætur hann vita þegar einhver er í vanda. Persónan er þolinmóð og skilningsrík. Veikleiki hans er sykur og ef hann innbyrðir sykur fær hann sykurfall sem að verður til þess að hann missir alla orku þangað til hann borðar eitthvað hollt.

Solla Stirða

breyta

Solla Stirða er leikin af Julianna Rose Mauriello/ Chloe Lang og talsett á íslensku af Ólöfu Kristínu Þorsteinsdóttur.[18] Hún elskar allt bleikt og að vera virk í leik og starfi. Hún smitar þessari leikgleði út frá sér til bæjarbúa. Solla kom til bæjarins í heimsókn til bæjarstjórans og fékk í lið með sér íþróttaálfinn til þess að gera bæinn að besta staðnum til að búa á. Þar sem hún er aðflutt glímir hún ekki við sömu heilsufarslegu vandamálin eins og önnur börn þáttarins. Í stað þess reynir hún að fylgja eftir eigin innsæi og fara eftir sínum eigin einkunnarorðum, "það er allt hægt".

Glanni Glæpur

breyta

Glanni Glæpur er leikinn af Stefán Karl Stefánsson. Hann er skúrkur þáttarins. Hann reynir alltaf að fá börn bæjarins til að borða ruslfæði, vera löt og hafa hljótt svo hann geti unnið í friði en þannig var bærinn fyrir komu Sollu stirðu og íþróttaálfsins. Glanni býr til ráðagerðir sem færa hann mjög nálægt takmarki sínu en er alltaf sigraður af íþróttaálfinum með hjálp Sollu og vina hennar. Sú fyrirhöfn sem hann leggur í ráðagerðir sínar til að leggjast í leti eru kaldhæðni, því þær gera hann eflaust að virkustu persónu þáttarins. Þrátt fyrir að gjörðir hans eru öll skemmdarverk skilgreinir hann sjálfan sig sem "einfalt letidýr sem er miskilinn". Hann býr í neðanjarðarbyrgi sem hann notar til að njósna um börn Latabæjar í gegnum kíki.

Brúður

breyta

Siggi Sæti elskar að éta sælgæti og þá sérstaklega sleikjubrjóstsykur. Hann er yngstur af bæjarbúum latabæjar, saklaus og ævintýragjarn en verður auðveldlega annars hugar, sérstaklega þegar sælgæti er í boði. Takmark hans er að verða hetja og Íþróttaálfurinn er fyrirmynd hans. Hann er talsettur á ensku og íslensku af brúðumeistaranum Guðmundur Þór Kárasson.[18]

Nenni Níski er eigingjarn. Hann leikur með öðrum börnum bæjarins en hugsar mjög vel um allt sem hann á og eignar sér allt í Latibær. Uppáhalds frasinn hans er "ég á þetta" og uppáhalds vinur hans er sparibaukurinn.

Halla Hrekkjusvín er góður stjórnandi með lélega hæfileika í samskiptum. Henni finnst gaman að leika við önnur börn bæjarins, hugsar út fyrir rammann, er hrekkjótt og óþolinmóð.

Goggi Mega er sérfræðingur á tölva. Sá tími sem hann hefur eytt í tölvur nýtist honum illa í heimi órökréttra og óstjórnanlegra atburða sem verða til í samskiptum við aðra. Hann tekur alltaf fjarstýring með sér og verður oft að velja á milli þess að reyna sitt besta í samskiptum við aðra eða hverfa aftur í heim tækninnar. Hann er talsettur á íslensku af Rúnar Freyr Gíslason.[18]

Baldur Bæjarstjóri er fullorðinn einstaklingur. Hann er ein taugahrúga sem er skotinn í Stínu símalínu og elskar frænku sína Sollu stirðu. Ef að Solla er niðurdregin kallar hann á íþróttaálfinn til að hjálpa til. Uppáhalds frasinn hans er "Ó guð", sem hann segir alltaf ef eitthvað fer úrskeiðis. Hann er talsettur á íslensku af Magnús Ólafsson.[18]

Stína Símalína er fullorðinn einstaklingur. Hún reynir sitt besta til að koma í móðurstað barnanna en virkar stundum yfirlætisfull. Hún reynir að fylgjast með slúður bæjarins og nýjustu tíska. Hún sést mjög oft talandi í sími.

Ónotaðar persónur

breyta

Eyrún eyðslukló Persóna úr upprunalegu bókunum og fyrsta leikritinu sem ekki kemur fyrir í sjónvarpsþáttunum.

Kjúklingur Persóna úr upprunalegu bókunum og fyrsta leikritinu sem ekki kemur fyrir í sjónvarpsþáttunum.

Tilvísanir

breyta
  1. „LazyTown on air in 103 countries“. LazyTown Entertainment. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. janúar 2010. Sótt 25. nóvember 2009.
  2. 2,0 2,1 I am sportacus! Guardian
  3. Áfram Latibær Dagblaðið Vísir 11. janúar 1997
  4. 4,0 4,1 Sporting its own special energy Geymt 11 ágúst 2011 í Wayback Machine (enska) Los Angeles Times
  5. Hjördís Ósk Óskarsdóttir, Sigríður Björk Þorláksdóttir Baxter Íþróttaálfurinn í Latabæ: rannsókn á hver hugmyndafræði íþróttaálfsins er hvað varðar hreyfingu leikskólabarna, blaðsíða 14
  6. Latibær á leið út í heim Morgunblaðið
  7. Latibær tekinn til sýninga í Kanada
  8. Latibær sýndur á aðal sýningartíma Vísir
  9. Latibær sýndur á BBC Vísir
  10. Latibær verðlaunaður í Þýskalandi Vísir
  11. Latibær hlaut BAFTA verðlaun Vísir
  12. Latibær beint í 4. sæti á Top40 í Bretlandi Vísir
  13. Latibær nær til 360 milljóna barna í Kína Vísir
  14. Award winning LazyTown first kids series to be realeased on HD-VMD
  15. Starfrækt í fimmta skipti Vísir
  16. Latibær semur við breskar verslanir Morgunblaðið
  17. Vinnur með ríkasta manni heims Vísir
  18. 18,0 18,1 18,2 18,3 Talsetning á Latabæ hafin