Gylfi Magnússon (f. 1966) er dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og sat sem efnahags- og viðskiptaráðherra utan þings á árunum 2009-2010.

Gylfi Magnússon á fundi fjármálaráðherra í Kaupmannahöfn, 4. desember 2009

Gylfi hefur verið dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands frá árinu 1998. Gylfi útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík, sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og með doktorsgráðu í hagfræði frá Yale-háskóla í Bandaríkjunum.

Eftir að önnur ríkisstjórn Geirs H. Haarde féll í byrjun árs 2009 var Gylfi skipaður viðskiptaráðherra í minnihlutastjórn ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Gylfi var fyrsti efnahags- og viðskiptaráðherra eftir að ný lög um stjórnarráð Íslands tóku gildi 1. október 2009. Verksvið ráðuneytisins stækkaði með því verulega. Undir það heyrði þá Seðlabanki Íslands og flest annað sem viðkemur stjórn efnahagsmála í stjórnsýslu ríkisins.

Gylfi lét af ráðherraembætti 2. september 2010 og hélt aftur til starfa í Háskóla Íslands.

Tenglar breyta


Fyrirrennari:
Björgvin G. Sigurðsson
Viðskiptaráðherra
(1. febrúar 20091. október 2009)
Eftirmaður:
Enginn
Fyrirrennari:
Enginn
Efnahags- og viðskiptaráðherra
(1. október 20092. september 2010)
Eftirmaður:
Árni Páll Árnason


   Þetta æviágrip sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.