Wish You Were Here

(Endurbeint frá Wish you were here)

Wish You Were Here er plata eftir Pink Floyd. Hún var tekin upp í Abbey Road hljóðverinu á tímabilinu janúar til júlí árið 1975 og var gefin út þann 15. september 1975.

Wish You Were Here
Breiðskífa
FlytjandiPink Floyd
Gefin út15. september 1975
Tekin uppJanúar - júlí 1975
StefnaFramúrstefnurokk
Lengd44:28
ÚtgefandiHarvest, EMI (UK)
Columbia, Capitol (US)
StjórnPink Floyd
Tímaröð – Pink Floyd
Dark Side of the Moon
(1973)
Wish You Were Here
(1975)
Animals
(1977)

Yfirlit

breyta

Platan er að mestu leyti samin um fyrrverandi meðlim Pink Floyd, Syd Barrett, en hann hrökklaðist frá bandinu eftir ofneyslu ofskynjunarlyfja. Barrett kom fram á tveimur plötum Pink Floyd, The Piper at the Gates of Dawn og A Saucerful of Secrets. Fyrst áttu bara að vera þrjú lög á plötunni, en síðan eftir nokkrar breytingar var tveimur lögum sleppt og sett á plötu sem kom seinna út, Animals. Fjórum lögum var bætt við, en Shine on You Crazy Diamond var fyrsta lagið til að vera samið fyrir plötuna. Wish You Were Here er fyrsta plata Pink Floyd sem var gefin út af Columbia Records.

Heimsókn Syd Barrett í stúdíó

breyta

Þann 5. júní 1975, sama dag og David Gilmour gifti sig, og á meðan tökur á Wish You Were Here stóðu sem hæst, kom Syd Barrett í heimsókn í stúdíóið. Hann var gjörbreyttur, hafði bætt á sig kílóum, rakað af sér allt hár og augabrýr. Gömlu félagar hans spiluðu fyrir hann Shine On You Crazy Diamond og Wish You Were Here til að fá álit hans á lögunum og fannst Barret þau frekar gamaldags.

Lagalisti

breyta
  1. „Shine On You Crazy Diamond, Parts I-V“ (Gilmour/Waters/Wright) – 13:34. Lagið er 9-parta og er textinn saminn af Roger Waters og lagið er samið af Roger Waters, Richard Wright og David Gilmour. Laginu er skipt í tvo hluta á plötunni, fyrsti hlutinn eru partar 1-5 og seinni hlutinn eru partar 6-9. Lagið er virðingarvottur til Syd Barrett.
  2. ‘Welcome to the Machine’ (Waters) – 7:38. Lagið er annað lagið á plötunni. Lagið fjallar um tilfinningar hljómsveitarinnar til tónlistariðnaðarins. Þeim finnst hann vera orðinn sálar- og tilfinningalaus og líkja honum því við vélmenni.
  3. „Have a Cigar“ (Waters) – 5:24. Lagið er þriðja lagið á plötunni og fjallar það, eins og Welcome To The Machine, um hvað tónlistariðnaðurinn er orðinn sálu- og tilfinningalaus.
  4. „Wish You Were Here“ (Gilmour/Waters) – 5:17. Er titilagið á plötunni og jafnframt það fjórða.
  5. „Shine On You Crazy Diamond, Parts VI-IX“ (Gilmour/Waters/Wright) – 12:31.
   Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.