David Gilmour
David Jon Gilmour (f. 6. mars 1946) er fyrrum gítarleikari hljómsveitarinnar Pink Floyd. Hann er af mörgum talinn vera einn af bestu gítarleikurum allra tíma. Gilmour er þekktur fyrir að nota mikið af gítareffektum og er hann frumkvöðull á því sviði.
Gilmour samdi m.a. gítarsólóið í Comfortably Numb, Money, Time og fleiri lögum. Hann spilar yfirleitt á Fender Stratocaster, en gítarsafn hans telur nú yfir 100 gítara.
Gilmour fæddist og ólst upp í Grantchester Meadows í Cambridge. Faðir hans var fyrirlesari í dýrafræði við háskólann í Cambridge og móðir hans var kennari.
Áður en Gilmour byrjaði í Pink Floyd var hann í hljómsveitinni Joker's Wild.
Hann var fenginn til að taka við sem aðalgítarleikari Pink Floyd eftir að Syd Barrett fór yfir um á neyslu LSD ofskynjunarlyfsins. Upphaflega átti Gilmour bara að vera sviðsgítarleikari sem átti að hlaupa í skarðið ef Syd forfallaðist. Hinir meðlimir Pink Floyd vildu halda í Syd sem var aðallagahöfundur sveitarinnar og hafði m.a. samið 10 af 11 lögum á fyrstu plötu Pink Floyd, The Piper at the Gates of Dawn. Fljótlega gerðu meðlimir Pink Floyd sér ljóst að ekki þýddi lengur að halda í Syd því hann var oftast óvinnufær vegna neyslu ofskynjunarlyfja.
David og Roger Waters áttu í talsverðum deilum á áttunda og fyrri hluta níunda áratugarins sem átti vissan þátt í því að Pink Floyd hætti árið 1985. Það var síðan Gilmour sem endurvakti sveitina tveimur árum síðar (1986) og tók við forystuhlutverkinu af Roger Waters sem vildi ekki ganga í sveitina aftur. Með David Gilmour í forystuhlutverki gaf Pink Floyd síðan út 2 plötur ( A Momentary Lapse of Reason og The Division Bell) og tvo tónleika, Pulse og A Delicate Sound of Thunder sem voru gefnir út á spólu.
Sólóskífur
breyta- David Gilmour (1978)
- About Face (1984)
- On an Island (2006)
- Rattle That Lock (2015)
- Luck and Strange (2024)
Tenglar
breyta- Comfortably Numb á Radio.blog
- www.davidgilmour.com Geymt 28 september 2007 í Wayback Machine
- www.gilmourish.com Geymt 10 apríl 2007 í Wayback Machine
- www.pinkfloyd.com Geymt 6 apríl 2007 í Wayback Machine