Wisława Szymborska

Wisława Szymborska, Maria Wisława Anna Szymborska (f. 2. júlí 1923 í Bnin hjá Poznań, d. 1. febrúar 2012 í Kraków) var pólskt ljóðskáld og þýðandi.

Wisława Szymborska árið 2005.

Eftir bernskuár í Toruń fluttist hún með fjölskyldu sinni til Krakár árið 1931 og hefur búið þar síðan. Hún nam pólsku og félagsfræði við Jagiellonska háskólann þar í borg milli 1945 og 1948.

Fyrsta ljóðið hennar - Szukam słowa (ég leita orðsins) - birtist í dagblaði árið 1945.

1954 hlaut Szymborska bókmenntaverðlaun Krakárborgar, verðlaun pólska menningarmálaráðuneytisins 1963, Siegmund-Kallenbach-verðlaunin 1990, Goethe-verðlaunin 1991, og Herder-verðlaunin 1995. Sama ár var hún gerð að heiðursdoktor við Adam-Mickiewicz-háskólann í Poznań. Bókmenntaverðlaun Nóbels hlaut hún árið 1996.

Helstu verk

breyta
  • Dlatego żyjemy (Þess vegna lifum við) (1952)
  • Pytania zadawane sobie (Spurningar til sjálfrar mín) (1954)
  • Wołanie do Yeti (Kall til snjómannsins) (1957)
  • Sól (Salt) (1962)
  • 101 wierszy (101 kvæði) (1966)
  • Sto pociech (Drepfyndið) (1967)
  • Poezje wybrane (Valin ljóð) (1967)
  • Wszelki wypadek (Gæti gerst) (1972)
  • Wielka liczba (Mikill fjöldi) (1976)
  • Ludzie na moście (Fólkið á brúnni) (1986)
  • Poezje: Poems (Ljóðmæli, pólsk - ensk útgáfa) (1989)
  • Lektury nadobowiązkowe (Ekki skyldulesning, - pistlasafn) (1992)
  • Koniec i początek (Endir og upphaf) (1993)
  • Widok z ziarnkiem piasku (Útsýni með sandkorni) (1996)
  • Sto wierszy - sto pociech (Hundrað kvæði til að hlæja að) (1997)
  • Chwila (Augnablik) (2002)
  • Rymowanki dla dużych dzieci (Rímur fyrir stóru börnin) (2003)