William Walker (8. maí 182412. september 1860) var bandarískur ævintýramaður og hermaður sem varð forseti Níkaragva frá 1856 til 1857. Hann ætlaði að ná undir sig allri Mið-Ameríku en mistókst. Hann var tekinn af lífi af aftökusveit árið 1860 í Hondúras.

William Walker
Forseti Níkaragva
(óviðurkenndur)
Í embætti
12. júlí 1856 – 1. maí 1857
ForveriPatricio Rivas
EftirmaðurMáximo Jerez og Tomás Martínez
Persónulegar upplýsingar
Fæddur8. maí 1824
Nashville, Tennessee, Bandaríkjunum
Látinn12. september 1860 (36 ára) Trujillo, Hondúras
DánarorsökTekinn af lífi af skotsveit
StjórnmálaflokkurDemókrataflokkurinn
HáskóliHáskólinn í Nashville
Edinborgarháskóli
Pennsylvaníuháskóli
Háskólinn í Heidelberg
StarfHermaður
Undirskrift

Walker fæddist inn í eina af betri fjölskyldum í Nashville, Tennessee, og var undrabarn. Hann útskrifaðist úr Háskólanum í Nashville fjórtán ára gamall með hæstu einkunn. Tuttugu og fimm ára gamall hafði hann lokið meistaragráðu í læknisfræði og lögfræði og var löggildur læknir og lögfræðingur. Hann vann einnig útgefandi og blaðamaður.

Innrás í Baja California

breyta

Walker vildi fylgja fordæmi Narciso López, sem réðst á Kúbu með hóp af bandarískum málaliðum og Texas sem nýlega hafði sagt sig úr lögum við Mexíkó. Hann réðist því inní Sonorahérað í Mexíkó og Baja California-hérað í Kaliforníu, sem á þeim tíma voru mjög strjálbýl landsvæði. Með aðeins fjörtíu og fimm manna hóp, náði Walker undir sig La Paz, höfuðborg Baja California-héraðs. Hann endurnefndi héraðið uppá ensku og kallaði það „The Republic of Lower California“ eða Lýðveldið Neðri-Kalifornía. Hann útnefndi sjálfan sig forseta yfir hinu nýja lýðveldi og setti því sömu lög og í Louisiana-fylki, sem fólu meðal annars í sér að þrælahald var löglegt. Heimafyrir höfðu fregnir af hetjudáðum Walkers breiðst út og þótti fólki mikið til koma um áform hans. Karlmenn stóðu í biðröðum til að taka þátt í herleiðöngrum hans, og fékk hann viðurnefnið „gráeygi örlagavaldurinn“.

Ósigur í Mexíkó

breyta

Snemma árs 1854, hafði Walker safnað í kringum sig 200 Mexíkóum sem höfðu trú á fyrirætlunum hans og 200 Bandaríkjamönnum frá San Francisco sem vildu eiga hlut að nýja lýðveldinu hans. Þeir höfðu litlar birgðir og misklíð gróf um sig meðal þeirra. Stjórn Mexíkó hafði ekki getu til að fara með miklum her gegn Walker en gat þó komið saman nægilegum herafla til þess að eiga í skærum við hann og gera honum og mönnum hanns lífið leitt í La Paz. Það jók á erfiðleika Walkers þegar að skipið sem að hafði flutt hann og menn hans til Kaliforníu sigldi nú burt með megnið af birgðunum sem ætlaðar voru leiðangrinum.

Þegar syrta fór í álinn í La Paz flúði Walker heim til Bandaríkjanna. Hann var þar leiddur fyrir rétt, sakaður um að hafa brotið lög um hlutleysi Bandaríkjanna í málefnum Mið-Ameríku. Það tók kviðdóm hinns vegar aðeins átta mínútur að sýkna hann.

Níkaragva og dauði Walkers

breyta

Innan skamms var Walker kominn af stað af ný og nú var stefnan tekinn á Níkaragva þar sem tvær borgir börðust um völdin í landinu og yfirráð yfir því sem þá var eina siglingarleiðin milli Atlantshafs og Kyrrahafs um Mið-Ameríku. Það ævintýri endaði líka með því að hann sneri heim til fósturjarðarinnar eftir aðeins um það bil eins árs veru í Níkaragva en á þessum tíma hafði Walker þó náð að „afreka“ margt. Hann var meðal annars búinn að útnefna sjálfan sig forseta og gera ensku að móðurmáli svo eitthvað sé nefnt en það síðarnefnda fór mikið fyrir brjóstið á íbúum Níkaragva.

Heima fyrir var honum tekið sem enn meiri hetju en eftir ófarirnar í La Paz. Það var því nánast sjálfgefið að hann færi í sinn þriðja og síðasta leiðangur. Stefnan var aftur tekin á Níkaragva. Leiðin lá í gegnum Hondúras en þar var hann tekinn höndum af Bretum sem þar höfðu bækistöð en þeir höfðu lítinn áhuga á þeim óróa og uppreisn sem Walker myndi valda í Mið-Ameríku. Bretar afhentu hann því stjórnvöldum í Hondúras þar sem hann var skotinn til bana af aftökusveit þann 12. september 1860.

Síðustu orð Walkers voru bónarorð um grið handa félögum sínum.

Tenglar

breyta
  • „Walker“. Morgunblaðið. 26. júní 1987. bls. 62-63.