Wikipedia:Umritun erlendra nafna

(Endurbeint frá Wikipedia:UMRITUN)


Flýtileið:
WP:UMRITUN

Á íslensku Wikipedia er umritun erlendra nafna sem ekki eru jafnan rituð með latnesku stafrófi nauðsynleg, þar sem ekki er hægt að ætlast til að almennir notendur kunni önnur stafróf. Margir kunna aðeins það latneska, og á það almennt að duga þeim til lesturs efnis á íslensku. Þá er bara spurningin: hvernig skal þetta gert svo að samræmis og skýrleika sé gætt eins og kostur er?

Almennar reglur um umritun:

  1. Ef til er íslensk útgáfa nafnsins skal nota hana, nema hún sé óalgeng. Dæmi: „Kaupmannahöfn“ í stað „København“.
  2. Ef ákveðin umritun sérstaks nafns er rótgróin í bókmenntum eða blaðamennsku skal notast við hana. Þó skal í inngangi getið nákvæmari/akademískari umritunar
  3. Ef tungumálið sem um ræðir er stundum skrifað með latnesku stafrófi eða hefur verið það skal notast við þær venjur sem þar hafa skapast. Dæmi: Í Serbíu er notað kýrillískt stafróf til að skrifa serbókróatísku, en í Króatíu og Bosníu og Hersegóvínu er það oftast skrifað með því latneska. Samsvörun er á milli stafrófanna og einfalt að breyta fram og til baka á milli þeirra. Nafnið skal þá einfaldlega skrifað með þeirra latneska stafrófi í titli greina hér.
  4. Ef til er opinber umritun tungumáls (t.d. pinyin fyrir kínversku) skal nota hana, nema til sé annað heildstætt umritunarkerfi sem er mun algengari eða aðgengilegri.
  5. Almennt skal frekar nota akademísk en „alþýðleg“ kerfi.

Nákvæma útlistun á umritun helstu tungumála er að finna að neðan.

Sjá Umritun grískra og latneskra nafna á íslensku

Við umritun rússnesku skal nota eftirfarandi akademískt kerfi:

Kýrillískur stafur Umritun
А а a
Б б b
В в v
Г г g
Д д d
Е е je í byrjun orðs, eða á eftir ь, ъ, eða sérhljóða; annars e
Ё ё jo, stundum e
Ж ж ž
З з z
И и i
Й й j
К к k
Л л l
М м m
Н н n
О о o
П п p
Р р r
С с s
Т т t
У у u
Ф ф f
Х х kh
Ц ц c
Ч ч č
Ш ш š
Щ щ šč
Ъ ъ ekkert
Ы ы y
Ь ь ' (úrfellingarmerki); j á undan ójótiferuðum sérhljóðum, t.d. Ильич > Iljič; sleppt á undan jótiferuðum sérhljóðum
Э э e
Ю ю ju
Я я ja

Við umritun arabísku skal nota eftirfarandi akademískt kerfi:

Stuttir sérhljóðar: a, i, u (hugsanlega o í stað u)

Sjálfstætt Upphafsform Miðjuform Lokaform Umritun
أ ؤ إ ئ ٵ ٶ ٸ, etc. ʼ / ʾ / ’
ā (sem sérhljóði) / ʼ / ʾ / ’ (sem samhljóði)
b
t
ṯ / th / þ
ǧ / j
ḥ / ħ
ḫ / kh / x
d
ḏ / dh / ð
r
z
s
š / sh
ﺿ
ẓ / ḍh
ʻ / ʿ / ‘ / c
ġ / gh
f
q
k
l
m
n
h
w (sem samhljóði), ū (sem sérhljóði)
y (sem samhljóði, stundum i í lok atkvæðis), ī (sem sérhljóði)

Nota skal endurskoðaða Hepburn-rómönskun (enska: Revised Hepburn romanization)