Wikipedia:Samþykktir og stefnur

Samþykktir og stefnur mynda þann regluramma sem íslenska Wikipedia starfar eftir. Þar er um að ræða misstíf fyrirmæli og viðmið sem sækja flest gildi sitt til fimm máttarstólpa Wikipediu sem eru leiðarljós verkefnisins. Samþykkt er sú hver sú regla sem almenn sátt er um að sé nauðsynleg til þess að reka verkefnið og uppfylla markmið þess. Stefna felur í sér viðmið sem Wikipediu-samfélagið fer eftir í reynd en eru ekki jafn meitlaðar í stein og samþykktir. Hvorki samþykktir né stefnur eru lög og ber ekki að meðhöndla sem slík. Tilvist þeirra er ekki afsökun fyrir því að sýna ekki almenna skynsemi og leysa úr hverju vandamáli með það í huga hvað kemur alfræðiritinu best. Hér á eftir fylgir listi yfir samþykktir og stefnur sem eru í gildi á íslensku Wikipediu.

Samþykktir breyta

Hunsaðu allar reglur
Regluverkið er til þess að greiða fyrir verkefni okkar, ekki þvælast fyrir því.
Það sem Wikipedia er ekki
Wikipedia er alfræðirit, ekki blogg, vefhýsing, samfélagsvefur, orðabók, altækt upplýsingasafn án síu o.s.frv.

Samþykktir um efni breyta

Sannreynanleikareglan
Allt efni sem sett er inn á Wikipediu skal vera sannreynanlegt. Það þýðir að vísa þarf til áreiðanlegra heimilda fyrir fullyrðingum í greinum.
Engar frumrannsóknir
Wikipedia birtir ekki frumrannsóknir. Efni á henni þarf að eiga sér aðra áreiðeinlega og opinbera uppsprettu. Undir frumrannsóknir fellur að draga sjálfstæðar ályktanir af birtum heimildum sem ekki eru augljósar.
Hlutleysisreglan
Greinar á Wikipediu skulu skrifaðar út frá hlutlausu sjónarhorni og ekki draga taum einnar afstöðu umfram aðra. Innbyrðis vægi umfjöllunar í grein skal endurspegla raunverulegt vægi í birtum og áreiðanlegum heimildum.
Æviágrip lifandi fólks
Æviágrip lifandi fólks falla undir undantaldar þrjár reglur eins og allar aðrar greinar Wikipediu. Það er hins vegar sérstök ástæða til þess að vera á varðbergi í æviágripum og framfylgja reglunum af meiri hörku. Órökstuddar fullyrðingar um lifandi einstakling sem ekki eru augljóslega sannar skal fjarlæga ef engin heimild finnst, sérstaklega ef fullyrðing sýnir einstakling í neikvæðu ljósi.
Árásarsíður
Áframhald af síðustu reglu. Árásarsíðu sem beint er gegn einstaklingi, fyrirtæki, stofnun, félagi o.s.frv. skal eytt tafarlaust. Ærumeiðandi texti skal jafnframt fjarlægður úr breytingaskrám greina.
Höfundaréttur
Sá texti sem notendur sjálfir hafa skrifað og vistað á Wikipediu fellur undir frjálst afnotaleyfi (CC-BY-SA 3.0). Það leyfi verður ekki tekið til baka síðar. Óheimilt er að afrita texta sem nýtur verndar höfundaréttar inn á Wikipediu.
Margmiðlunarefni
Margmiðlunarefni sem fellur undir frjáls afnotaleyfi á hlaða inn á Wikimedia Commons. Efni sem ekki fellur undir slíkt leyfi er aðeins leyfilegt að setja inn á íslensku Wikipediu að uppfylltum ströngum skilyrðum. Að öðrum kosti er því eytt.

Samþykktir um samfélag breyta

Breytingadeilur
Ef einhver rengir breytingar þínar, ræddu það við þau til að reyna að komast að samkomulagi, eða notaðu úrlausn við ágreiningi. Það virkar einfaldlega ekki að slást um sjónarmið eða útgáfur.
Eignun greina
Þú félst á það að leyfa öðrum að breyta því sem þú hefur unnið að. Leyfðu þeim það.
Engar lögsóknir
Notaðu úrlausn við ágreiningi frekar en lögsóknir, allra vegna. Við erum fljót að svara kvörtunum varðandi ærumeiðingar eða höfundarréttarbrot. Ef þú ákveður að fara í mál, vinsamlegast gerðu ekki fleiri breytingar á Wikipediu fyrr en málaferlinum er lokið.
Engar persónulegar árásir
Ekki vera með persónulegar árásir á Wikipediu. Settu fram athugasemdir á efnið, ekki notandann sem skrifaði það. Persónulegar árásir skemma samfélagið og fæla burt notendur. Engin vill illa meðferð.
Grímuleikir
Ekki nota marga aðganga til að blekkja fólk til að halda að þú njótir meirihluta stuðnings í umræðum, afvegaleiða aðra, eða til að fara í kring um bönn; ekki fá vini þína til að búa til aðgang til að styðja þig eða aðra.
Notandanafn
Búðu til hlutlaust notandanafn sem þú ert sátt(ur) við. Þú færð notandanafni þínu yfirleitt breytt ef þú ferð fram á það, en því er ekki hægt að eyða.
Skemmdarverk
Skemmdarverk kallast það þegar efni er sett inn, fjarlægt eða breytt hátt til að gera lítið úr heilindum Wikipediu. Það má ekki og veldur banni við ítrekuð brot.
Vélmenni
Forrit sem uppfæra síður sjálfkrafa á gagnlegan og skaðlausan hátt eru velkomin, ef eigendur þeirra fá þau samþykkt fyrst og séu tilbúnir til að leggja sig fram til að koma í veg fyrir að þau sturlist eða setji álag á kerfið.
Eyðing
Möppudýr hafa valdið til þess að eyða greinum og öðru efni á vefnum ef það uppfyllir viðmið um eyðingu greina. Ef tillaga um eyðingu uppfyllir ekki ótvírætt skilyrði fyrir eyðingu þá skal hvatt til umræðu um tillöguna og möppudýr skal virða niðurstöðu þeirrar umræðu.
Verndun
Möppudýr mega vernda síður ef tilefni er til. Verndun á síðu er frávik frá því meginmarkmiði Wikipediu að hver sem er eigi að geta breytt efni hennar. Þess vegna verður verndun að vera rökstudd og ekki skal beita hærra verndunarstigi en nauðsyn ber eða láta verndun standa lengur en nauðsynlegt er.

Stefnur breyta

Stefnur um efni breyta

Heimildir
Af reglum um sannreynanleika og bann við frumrannsóknum leiðir að hægt þarf að vera að finna opinberar og áreiðanlegar heimildir sem greinin styðst við. Því er mikilvægt að vísa til heimilda.
Almenn stílviðmið (Óvís fæðingar- eða dánardagur, Umritun erlendra nafna)
Almenn stílviðmið skulu gilda um greinar til að samræma útlit þeirra.
Flokkar
Á Wikipediu er notað flokkakerfi sem skal vera rökrétt og fylgja sameiginlegum staðli.
Markvert efni
Sumt efni er einfaldega ekki markvert í þeim skilningi að það eigi erindi í alfræðirit. Það getur verið á reki hvar mörkin liggja en almennt er sátt um að gera einhverjar kröfur til markverðugleika.

Stefnur um samfélag breyta

Framkoma
Notendur skulu vera kurteisir, ganga út frá góðum ásetningi annara og ekki taka ágreiningsmál persónulega. Samfélagið skal grípa inn í ágreiningsmál og miðla málum.
Notendasíður
Notendasíður eru til þess að hjálpa notendum að vinna að framgangi Wikipediu. Þær eru hluti af verkefninu en ekki einkaeign notenda þó að rúmt svigrúm sé gefið til þess að stýra innihaldi þeirra.