Wikipedia:Kosningaréttur
Þessi síða
lýsir samþykkt sem gildir á íslensku Wikipediu og allir notendur ættu að virða eins og kostur er. Ekki breyta henni í ósátt við aðra notendur. |
Kosningaréttur á íslensku Wikipedia eru réttindi sem gera einstaklingum kleift að taka þátt í kosningum um stærri mál, svo sem þegar kosið er um hvort gera eigi grein að úrvalsgrein eða hvort gera eigi notanda að möppudýri. Kosningarétt hafa þeir notendur sem hafa að baki 100 eða fleiri breytingar í aðalnafnrými og hafa verið skráðir í að minnsta kosti einn mánuð þegar kosningin fer fram. Þetta gildir nema annað sé sérstaklega tekið fram. Þrátt fyrir kosningarétt mega allir notendur taka þátt í samræðum um öll málefni sem upp koma á íslensku Wikipedia.
Aðeins eru talin atkvæði einstaklinga, svo ekki er hægt að kjósa nema einu sinni þrátt fyrir að viðkomandi hafi yfir að ráða mörgum notendanöfnum. Þetta er álitið kosningarsvindl og getur orðið til þess að notandi verði settur í bann.
Kosið er með því að nota {{Samþykkt}}, {{Á móti}} eða {{Hlutlaus}} og fjórum tildum (~~~~) á eftir því.
Ekki kjósa ef hægt er að komast hjá því
breytaReynt er að taka allar stórar ákvarðanir í sammfélaginu með almennri umræðu. Kosningar ættu ekki að koma í stað umræðu, einkum þegar um stórar ákvarðanir er að ræða. Þá ættu kosningar einungis að hefjast eftir að löng umræða hefur átt sér stað og ekki hefur náðst sátt um ákvörðunina. Hins vegar hefur verið samþykkt á meðal notenda að kjósa alltaf um gæðagreinar, úrvalsgreinar og möppudýr.