Safn 2 | Safn 3 | Safn 4


Námsvísar

Sæl öllsömul!

Ég fór að velta fyrir mér áðan hvernig við gætum „þjónustað“ einn aðalmarkhóp okkar. Þó svo að við séum ekki í neinum „bisness“, þá finnst mér eðlilegt að við reynum að koma til móts við okkar stærstu lesendahópa, sem eru tvímælalaust nemendur á framhalds- og háskólastigi. Á tilraunasíðunni fyrir stærðfræði hef ég sett inn lítin „portal“ neðan við myndina góðu eftir Raphael, sem vísar annarsvegar neðar í síðuna (í fimm helstu efnisflokkanna), og hinsvegar á „námsvísa“ - þ.e., greinar sem eiga að innihalda upplýsingar um námsefni í mismunandi bekkjum, áföngum og námskeiðum á hverju skólastigi fyrir sig. Til þess að sýna ykkur pælinguna mína þá bjó ég til eina þeirra í tilraunaskyni, framhaldsskólastærðfræði - en mér finnst að þessar greinar eigi að vera í sér nafnrúmi (t.d. "Vísir:"), frekar en aðalnafnrúminu sem flestar greinar eru í. Það af tveimur ástæðum:

  1. Við viljum ekki að þessir vísar séu að blanda of miklu geði við almennar greinar; þetta er alfræðirit, ekki kennslubók.
  2. Þessar greinar gætu úrelst með mjög skömmum fyrirvara, og þá er ágætt að þær séu í sérstöku nafnrúmi sem er aðskilið frá hinu eiginlega alfræðiriti.

Allaveganna þá þykir mér þetta ágætlega spennandi hugmynd sem mætti vissulega gera fyrir fleiri námsgreinar heldur en stærðfræðina sem er mér svo kær... hvað finnst ykkur, og hvernig væri best að útfæra þetta? Er þetta eitthvað sem við viljum gera, eða er þetta eitthvað sem við viljum alfarið forðast?

--Smári McCarthy 20. apríl 2006 kl. 01:16 (UTC)[svara]
Já já, þetta gæti alveg virkað, a.m.k. fyrir sumar greinar. Kannski yrði þetta svolítið lausara í reipunum fyrir aðrar greinar. Sjáum hvernig stærðfræðivísinum reiðir af. --Cessator 20. apríl 2006 kl. 01:34 (UTC)[svara]
Það væri hægt að nota redúseraða útgáfu af en:Portal:Mathematics sem fyrirmynd. Danirnir hafa verið með sérstaka forsíðu fyrir börn og unglinga (da:Wikipedia:For_børn_og_unge) og útfært eins konar strætisvagnakerfi fyrir ólík viðfangsefni. Strætisvagninn "stoppar" þannig á mismunandi greinum (sést sem dálítið snið efst í greininni) og myndar þannig vefleiðangur.--Akigka 20. apríl 2006 kl. 01:56 (UTC)[svara]
Mér finnst enski portalinn mjög fallegur og góður, og hann mætti alveg nota sem fyrirmynd að einhverju leyti. Danska projectið er frekar sniðugt, en ég hugsa að það sé aðeins of mikið fyrir okkur í augnablikinu. Pælipæl... --Smári McCarthy 20. apríl 2006 kl. 10:13 (UTC)[svara]
Jú, það má alveg vera með einhverja tilraunastarfsemi, en satt að segja held ég að við önnum ekki öllu ef við förum að gera fullt af "Vísum" eins og eru t.d. á enskunni, þó svo að þeir séu auðvitað flottir. :) --Jóna Þórunn 20. apríl 2006 kl. 16:41 (UTC)[svara]

Listi yfir tónlistargreinar

Sæl veriði öll sömul. Ég hef af ýmsum ástæðum ekki verið mjög virkur hér undanfarið. Þó hef ég alltaf bak við tjöldin verið að gera nokkuð Wikipediu-tengt. Ég hef semsagt verið að búa til lista yfir greinar um tónlist sem mér finnst að verði að vera til. Listann er að finna á Notandi:Sterio/Tónlistargreinar. Hann er ekki alveg búinn, og þið megið endinlega breyta honum og bæta eftir því sem þið viljið, en aðallega (og nú er ég ekkert sérlega vongóður um að það virki, reyndar), skrifiði greinar upp úr honum! :D Það má, eins og alltaf, jafnvel bara þýða formálana að ensku greinunum eða eitthvað... --Sterio 7. maí 2006 kl. 20:46 (UTC)[svara]


Ein pæling og ein bomba um íslenska Wikipediu

Daginn, ég hef verið að vinna aðeins í íslensku Wikipediu að undanförnu, og hef bætt við einhverjum greinum af listanum yfir "greinar sem ættu að vera í wikipedia". Sú viðbót er mjög þörf, og alveg nauðsynlegt að fólk finni sem flest hugtök ef það leitar að þeim á íslensku Wikipediu. Það er þó auðvitað ansi margt af því sem komið er ansi stutt, enda Íslendingar fáir og heimurinn stór. Til viðbótar slíkri breikkun hlýtur markmiðið að vera að dýpka Wikipediu á þeim sviðum sem mestu máli skipta.

Pælingin mín er því sú að búin verði til síða yfir "greinar sem ættu að vera úrvalsgreinar (en eru það ekki í dag)". Slík síða gæti verið listi yfir 50-100 greinar sem eru fjalla um efni sem er svo mikilvægt og/eða umfangsmikið að því ættu að vera gerð greingargóð skil á íslensku Wikipediu. Þetta er m.ö.o. alls ekki sams konar síða eins og Wikipedia:Tillögur að úrvalsgreinum, þar sem bent er á greinar sem eru orðnar nógu góðar til að vera úrvalsgreinar. Greinar sem mér dettur í hug eru til dæmis Seinni heimsstyrjöldin, Internet, Rafsegulsvið, Maður og Jörðin (þessi skoðun mín er ástæðan fyrir því að ég bætti verulega við greinina um jörðina um daginn, enda var greinin verulega stutt miðað við mikilvægi jarðarinnar), en aðrir geta eflaust bætt við þennan lista. Til dæmis mætti taka inn greinar sem mikið er leitað að, eins og virðist hægt að sjá á einhvern hátt, þótt ég kunni það ekki.

Best væri auðvitað ef þessi listi yrði forgangsflokkaður, svo mikilvægustu 10-20 greinarnar birtust framarlega, og menn gætu haft það í huga sem vildu taka í það eins og einn dag að skrifa ítarlega grein um tiltekið efni. Að gera ítarlega og góða grein er talsvert auðveldara á íslensku Wikipediu en þeirri ensku, því fólk þarf ekki að vera sérfrótt um málefnin til að þýða, staðfæra, og draga saman greinar sem birst hafa á ensku Wikipediu.

Mín tilfinning er að svona listi gæti flýtt fyrir því að úrvalsgreinar verði til, því að hann myndi beina kröftum manna í sameiginlegan farveg. Hægt væri að yfirfara greinarnar öðru hverju og greinar sem lítið vantaði upp á mætti færa ofar, með skýringum um hvað þyrfti að bæta til að greinin yrði úrvalsgrein. Eins gæti hann flýtt fyrir því að úrvalsgreinar verði til um mikilvægustu alfræðihugtökin, frekar en efni sem er kannski minna mikilvægt. Mér finnst mikilvægt að þegar fólk leitar á Wikipediu að mikilvægum hugtökum geti það fundið samfellda og ítarlega umfjöllun um viðfangsefnið, frekar en að þurfa að leita að stubbum hér og þar til að reyna að setja saman hugmynd um efnið sem það er að leita að.

Mér finnst því - og hér kemur bomban - að íslenska Wikipedia ætti að vera mun grimmari í því að setja tilvísun á milli hugtaka sem ekki er almennilega gerð skil. Í stað þess að bæta við einni setningu um tiltekið hugtak er oft betra að setja tilvísun á náskylt hugtak, jafnvel þótt enska Wikipedian sé með tvær mismunandi greinar um efnið.

Ég bætti til dæmis inn tilvísun af Api á Prímati, sem var tekin út, með þeim formerkjum að hægt sé að skrifa sérstaka grein um hugtakið Api. Það er mikið til í því - það hefur bara ekki verið gert. Þess vegna finnst mér að það sé þó skárra að vísa af Api á Prímati, svo að fólk sem leitar að "Api" á Wikipedia finni þó að minnsta kosti þær litlu upplýsingar sem þar eru, frekar en að það finni bara alls ekki neitt. Eins finnst mér að ef einhver ákveður að gefa svolítið af tíma sínum í að skrifa grein um "apaleg" málefni ætti sá hinn sami að eyða tíma sínum í að skrifa sæmilega grein um prímata frekar en í að skrifa þrjá stubba um lemúra, apaketti, og apa.

Ég bætti einnig inn tilvísun af Rafsvið, Segulsvið og Rafsegulbylgjur á Rafsegulsvið, og hef auk þess lagt til að Rafsegulfræði og Rafsegulsvið verði sameinaðar, því að greinin um rafsegulfræði fjallar ekki um fræðigreinina rafsegulfræði, heldur um rafsegulfyrirbrigði eins og rafsegulsvið. Auk þess eru báðar greinarnar of stuttar til að hægt sé að skilja mikið um það hvað rafsegulsvið er eiginlega og hvernig það myndast. Mér fyndist mjög æskilegt að um þetta efni væri til að minnsta kosti ein úrvalsgrein.

Ég veit vel að svona tilvísanir þykja ekki til fyrirmyndar á ensku Wikipediu, og tæknileg mál voru talin upp sem ein af ástæðunum fyrir eyðingu tilvísunarinnar Api->Prímati (m.ö.o. að Api væri tvöföld tilvísun). Það kann að vera að það þurfi að ræða tæknilega nálgun á málinu, en samkvæmt ensku skilgreiningunni get ég ekki séð að um tvöfalda tilvísun hafi verið að ræða þar sem engin af þeim sjö síðum sem vísar á Api virðist vera tilvísun.

Ég veit líka að þessi póstur er orðinn allt of langur, læt því hér staðar numið og vona að ég fái einhver viðbrögð við honum, bæði varðandi pælinguna og bombuna, með áherslu á það hvernig íslenska Wikipedian getur orðið sem best fyrir Íslendinga, hvort sem aðferðirnar eru nákvæmlega þær sömu og á þeirri ensku eða ekki.

Magnús Þór 9. júlí 2006 kl. 17:42 (UTC)[svara]

Ég held að þessi aðferð við að blátenglavæða alfræðiritið verði bara til þess að færri greinar verði skrifaðar. Þannig að ég hef efasemdir um þetta. --Cessator 9. júlí 2006 kl. 18:26 (UTC)[svara]
Þetta var tvöföld tilvísun vegna þess að api vísaði á prímati sem aftur vísaði svo á prímatar (api -> prímati -> prímatar). --Friðrik Bragi Dýrfjörð 9. júlí 2006 kl. 19:09 (UTC)[svara]
Það er lítið mál að skella upp svona síðu með lista yfir nokkrar greinar sem brýnt er að bæta. Mér finnst að eftir að við náðum stórum áfanga í greinafjölda um daginn (10.000) þá sé við hæfi að gera átak í því að fjölga úrvalsgreinum og fækka stubbum, það gæti kannski verið samvinnuverkefni næsta mánaðar. Ég er hinsvegar ekkert ofboðslega spenntur fyrir tilvísannahugmyndinni. Þetta kann að vera réttlætanlegt í sumum tilfellum þegar hugtökin eru alveg náskyld, rafsegulsviðið er kannski eitt slíkt tilfelli, ég þekki það bara ekki nægilega vel. Ég vil frekar halda í rauðu tenglana þegar greinar eru ekki til þar sem ég held að það ýti frekar undir greinaskrif. Þetta verkefni gengur nú út á það að hver og einn skrifar um sitt áhugasvið, auðvitað þýðir það umfjöllunarefni greina er mismerkilegt en ef við reynum að þvinga þessa sköpunargleði inn á einhverjar ákveðnar brautir þá held ég að það sé bara til þess að drepa hana niður. Ef einhver vill skrifa grein um apa þá finnst mér ekki rétt að segja viðkomandi að tíma hans sé betur varið í eitthvað annað. --Bjarki 10. júlí 2006 kl. 12:08 (UTC)[svara]
Ég er sammála Bjarka í þessu. Listi yfir greinar sem ættu í raun að vera miklu betri en þær eru enda um efni sem ætti að vera hægt að gera góð skil er sniðugur (þó ég sé reyndar ekki alveg sannfærður um að hann virki), en það að búa til tilvísanir bara svo fólk fari á einhverja grein, því er ég ekki sammála. --Sterio 10. júlí 2006 kl. 15:04 (UTC)[svara]
Já, ég er sammála Bjarka í þessu.
--Gdh 11. júlí 2006 kl. 01:09 (UTC)[svara]
Ég er sammála því sem Bjarki er að segja en mér finnst ekki að það eigi endilega að skella henni í Wikipedia-nafnrýmið, allavega ekki strax. Best væri að hafa hana sem undirsiðu notanda (eins og t.d. Notandi:Torfason/Wikipedia:Greinar sem ættu að vera úrvalsgreinar (en eru það ekki)‎) þar sem allir gætu krassað og spjallað um hvað eigi og eigi ekki að vera á svona síðu. Í sambandi við tilvísanirnar er ég sammála því sem áður hefur komið fram, nota krafta okkar í að skrifa greinarnar í stað þess að gera tilvísanir frá þeim. Annars er is.wiki ekki bara fyrir Íslendinga heldur einfaldlega þá sem lesa og skrifa íslensku. :) --Jóna Þórunn 10. júlí 2006 kl. 22:46 (UTC)[svara]

Jæja, hugmyndir um aukna notkun tilvísana fá dræmar undirtektir. Maður verður þá bara að kyngja því. Ég er búinn að taka út sameiningarsniðmát fyrir rafsegulfræði/rafsegulsvið, og api er núna stubbur en ekki tilvísun (apalegt hjá mér að fatta ekki tvöföldu tilvísunina, en ætti samt ekki prímatar->prímati frekar en öfugt?). Læt þar við sitja þótt ég vilji sjálfur halda því fram að aðalmarkmið Wikipediu ætti ekki að vera að skrifa sem flestar greinar, heldur að sem flest atriðisorð vísi á greinar sem auka skilning á þeim atriðisorðum. Svo er spurningin hvernig best er að stuðla að því. Varðandi lista yfir mikilvæg atriðisorð vísa ég á nýjan þráð hér að neðan. Magnús Þór 14. júlí 2006 kl. 11:26 (UTC)[svara]

Íslenska wikipedia 1000 áskrifendur

Las á meta-wiki "The Icelandic Wikipedia has reached 1,000 registered users. " þann 10. júlí. --Salvör Gissurardóttir 11. júlí 2006 kl. 19:21 (UTC)[svara]

Já, ég sé ekki betur, þó að listinn sé gamall. :) --Jóna Þórunn 11. júlí 2006 kl. 20:38 (UTC)[svara]

Ég er búinn að setja upp hugmynd að síðu þar sem teknar eru saman greinar um efni sem er það mikilvægt að úrvalsgreinar um það væru ákjósanlegar. Ég var búinn að setja síðuna upp á aðalnafnarýminu áður en hugmyndir komu upp um annað, undir nafninu Wikipedia:Greinar sem ættu að vera úrvalsgreinar (en eru það ekki). Það má auðvitað færa hana til, en ég veit ekki hvort mitt nafnarými á sérstaklega við í þeim efnum. Ég ætla sjálfur ekki að bæta fleiri greinum við síðuna, þar sem mér finnst að svona síða þurfi að endurspegla framlög frá samfélaginu í heild. Eins veit ekki hvort svona síða verður nokkurn tíma tilbúin, frekar en síðan með tilnefningum til úrvalsgreina, svo mér finnst það þurfi bara að taka umræðu um það hér hvort svona síða eigi rétt á sér, og ef menn eru á því þurfa menn bara að sameinast um að skera hana upp þar til hún tekur á sig mynd sem samstaða næst um. --Magnús Þór 14. júlí 2006 kl. 11:27 (UTC)[svara]

Ég ætla að þýða List of articles all languages should have af meta, nýja útgáfu, en þar er listi yfir 1000 greinar sem öll tungumál ættu að hafa og þeir tenglar sem eru feitletraðir eru mikilvægari, eða svona. Byrja á þessu núna. Gæti verið að þetta sé einmitt það sem þú ert að hugsa um? --Jóna Þórunn 15. júlí 2006 kl. 21:57 (UTC)[svara]
E.t.v. mætti svo bæta við þann lista sérstökum flokki um íslensk efni. --Cessator 15. júlí 2006 kl. 22:41 (UTC)[svara]
Einmitt, þetta eru ekki boðorðin 10. :) --Jóna Þórunn 15. júlí 2006 kl. 22:48 (UTC)[svara]
Jú, ég held að feitletruðu orðin á listanum sem þú vísar til séu ágætisinnlegg, og um að gera að bæði uppfæra íslenska listann og feitletra mikilvæg atriðisorð. Kosturinn við að nota þann lista við að bæta inn greinum er að það sést hvort greinar eru til eða ekki. Því miður mun ekki sjást hvort feitletraðar greinar eru stubbar eða ítarlegar greinar - þess vegna held ég að það myndi gera gagn að hafa síðu þar sem hægt er að fá yfirsýn yfir ástand mikilvægra atriðisorða. --Magnús Þór 19. júlí 2006 kl. 10:37 (UTC)[svara]

Hugleiðing um óþekkta eða umdeilda fæðingar- og dánardaga.

Ég var að hugsa hvort við ættum að búa til einhverskonar staðal um hvernig fæðingardagar og dánardagar birtast innan sviga í inngangsmálsgreinunum. Í stað þess að skrifa „u.þ.b. 469 f.Kr.“ þá myndum við skrifa „469? f.Kr.“ og gerðum spurningamerkið að tengil í neðanmálsgrein sem útskýrði dagsetninguna, hvernig á hana var slumpað eða af hverju dagsetningin er umdeild. Dæmi um greinar það sem þetta yrði lagað eru Ambrose Bierce og Sókrates. Einhverjar frekari hugmyndir? Á ensku Wikipedia er notað c. en ég veit ekki til þess að þar sé sérstaklega beðið um notkun neðanmálsgreina. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 15. júlí 2006 kl. 19:53 (UTC)[svara]

Gömul dagasnið

Áður en við gjörbreyttum útliti forsíðunnar notuðum við snið til þess að hafa lítið almanak ekki svo ólíkt því sem er nú á forsíðunni (sjá Snið:March 30). Ég var að spá í að eyða þeim öllum, þau eru tilgangslaus. Í þeim eru tenglar í aðgreiningasíður og svo fylla þau sniðanafnrýmið og eru þess vegna fyrir þegar maður ætlar að skoða sniðalistan. Einhver andmæli? --Friðrik Bragi Dýrfjörð 17. júlí 2006 kl. 19:16 (UTC)[svara]

Jújú, hentu þessu bara. --Bjarki 17. júlí 2006 kl. 21:46 (UTC)[svara]
Henda. --Jóna Þórunn 17. júlí 2006 kl. 21:57 (UTC)[svara]


Felurammi

Sting upp á að felurammanum (sjá Notandi:Akigka/monobook.css og Notandi:Akigka/monobook.js) verði bætt inn sem almennum fídus. Þetta er fídus sem er á mörgum öðrum Wikipedium (t.d. en og it). --Akigka 19. júlí 2006 kl. 12:54 (UTC)[svara]

Þar sem ég er voða lítið klár í hlutum eins og css og javascript, en engu að síður forvitinn, verð ég að spyrja: Hvað gerir þetta eiginlega? :p --Sterio 19. júlí 2006 kl. 16:57 (UTC)[svara]
Í fljótu bragði sýnist mér þetta vera til þess að fela flakkið og það hérna til hliðar. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 19. júlí 2006 kl. 17:24 (UTC)[svara]
Það er hægt að skoða þetta hér t.d. en:Brian_Joubert og hér [1]. --Akigka 19. júlí 2006 kl. 19:12 (UTC)[svara]
Jájá, stingdu þessu bara inn (ef það er ekki hérna fyrir). --Friðrik Bragi Dýrfjörð 19. júlí 2006 kl. 19:55 (UTC)[svara]
Ah, sniðugt. Er samt hissa að þetta sé eitthvað sem er ekki bara standard alltaf hægt. En ég skil svosem ekkert í MediaWiki :p --Sterio 19. júlí 2006 kl. 20:23 (UTC)[svara]

Flókið tölvumál

Vitið þið um eitthvað forit sem auðveldar manni að skylja og skrifa wikipedia kóðann? Helst fyrir makka. Sumar síður finnst mér voða flottar en svo þegar ég skoða uppsetninguna skyl ég ekki upp né niður í því. Ég gæti svosem farið og lært alveg helling í "Nýjir notendur - hjálp" eða hvað það nú heitir, en ég hef ekki þolinmæðina í það. Ef það er ekki til svona forit þá finnst mér alveg grundvöllur til að eitthver helli sér í það, þótt ég viti nú ekki hver það ætti að vera. --Steinninn 19. júlí 2006 kl. 17:11 (UTC)[svara]

Það er búið að vinna sérstaklega að því að gera Wikisyntaxið (merkin sem við notum) eins einföld og auðið er. Til þess að búa til tengla innan síðunar gerðirðu [[Jón Sigurðsson]], til þess að gera fyrirsagnir gerirðu svona ==Titill== og undirfyrirsagnir eru svona ===Undirtitill===. Meira þarftu í raun ekki að læra í bili, hitt síast bara inn smátt og smátt. Vertu bara duglegur að skoða síðurnar eftir að reyndari notendur hafa farið yfir hana og sjá hvað þeir gerðu til lagfæringar. Í framtíðinni er von á svokölluðum WYSIWYG-ritil. Þ.e.a.s. breytingarhamurinn verður eins og venjulegur textaritill í tölvunni (eins og Word). Hann mun hinsvegar líklegast ekki duga fyrir allt (flóknar töflur o.s.frv.). --Friðrik Bragi Dýrfjörð 19. júlí 2006 kl. 17:33 (UTC)[svara]

Gæðagreinar

Ég er að velta fyrir mér hvort það sé eitthvert vit í því að búa til nýjan flokk greina, gæðagreinar, sem myndi samsvara flokknum Good article á ensku Wikipediu. Flokkurinn er hugsaður fyrir greinar sem uppfylla flestar kröfur sem gerðar eru til úrvalsgreina en mega þó vera styttri (t.d. 10-15 kb) og því ekki sama krafa um að þær geri efninu tæmandi skil. Ég reikna með að margar greinar geti verið vandaðar, vel skrifaðar og læsilegar þótt þær geri efninu enn ekki tæmandi skil. En það er mikil vinna að gera úrvalsgrein úr stubbi og kannski væri áfangi sem þessi á leiðinni hvetjandi fyrir greinarhöfunda. Svo getur líka verið að sumar greinar fjalli um efni sem býður ekki beinlínis upp á jafn ítarlega umjöllun og gert er ráð fyrir í úrvalsgreinum (kannski 20-35 kb) en eigi að síður geta þær verið prýðilegar greinar og því ef til vill ekki úr vegi að viðurkenna þær einhvern veginn sem gæðagreinar. --Cessator 20. júlí 2006 kl. 00:35 (UTC)[svara]

Mér líst vel á það. Við gætum þá notað þær greinar líka sem grein mánaðarins vonandi, og getum haft gallharðan gæðastaðal fyrir úrvalsgreinar. --Akigka 20. júlí 2006 kl. 01:14 (UTC)[svara]
Ég vil taka undir möguleikann á að gæðagreinar verði notaðar sem greinar mánaðarins (þótt það sé ekki tilfellið á ensku). Aðalatriðið, finnst mér, varðandi greinar mánaðarins er ekki lengd þeirra, heldur að það sé samkomulag um að þær greinar séu vandaðar og að þetta samkomulag hafi náðst eftir einhvers konar ferli þar sem umræða hefur farið fram um greinina. Og þessar gæðagreinar myndu að sjálfsögðu uppfylla þau skilyrði. --Cessator 20. júlí 2006 kl. 02:18 (UTC)[svara]
Fín hugmynd finnst mér. Það er mjög sniðugt að hafa svona millistig sem getur verið gulrót fyrir höfunda og sömuleiðis gefur þetta okkur tækifæri á að skilgreina það nákvæmar hvað á að felast í úrvalsgrein. En svo að ég gerist eilítið rótækari þá held ég að jafnframt þessu ættum við að fara aftur yfir úrvalsgreinarnar og skoða hvort að ekki sé þá rétt að færa einhverjar þeirra niður í þennan nýja flokk gæðagreina. Það eru bráðum komin tvö ár síðan fyrsta úrvalsgreinin var útnefnd og kröfurnar hafa aukist verulega á þessum tíma. --Bjarki 20. júlí 2006 kl. 01:35 (UTC)[svara]
Já, mér finnst það alveg koma til greina. Ég ímynda mér að í þessum flokki yrðu annars vegar styttri greinar sem uppfylla þó allar kröfur sem gerðar eru til úrvalsgreina og hins vegar greinar sem uppfylla næstum allar kröfur sem gerðar eru til úrvalsgreina en þó ekki alveg, þ.e. greinar sem eru vandaðar en ekki framúrskarandi. E.t.v. má finna hvort tveggja meðal núverandi úrvalsgreina, þ.e. bæði greinar sem uppfylla kannski ekki alveg núverandi gæðakröfur og svo greinar sem uppfylla gæðakröfurnar en eru samt í styttra lagi miðað við hvað gengur og gerist núna. Eins og Akigka bendir á mætti svo í framhaldinu skerpa á kröfunum sem gerðar eru til úrvalsgreina (e.t.v. skilgreina betur lengd og auka kröfur um heimildir?) --Cessator 20. júlí 2006 kl. 02:14 (UTC)[svara]

Ég gerði smá tilraun með að setja upp kerfi í kringum gæðagreinar (meira og minna afritað frá úrvalsgreinasíðunum og staðfært). Hægt er að skoða síðurnar hér:

Ekki pæla í rauðu tenglunum, þeir verða ekki rauðir þegar síðurnar verða komnar þangað sem þær eiga að vera. En fyrst þarf að ákveða hvernig þetta á allt saman að vera. Ég legg til að kosningar um gæðagreinar verði bara eins og kosningar um úrvalsgreinar (tillögur standi í minnst viku, lágmark 4 atkv. til samþykktar o.s.frv.)

--Cessator 20. júlí 2006 kl. 03:05 (UTC)[svara]
Þetta er gott en ég held að það sé óhætt að hafa ferlið við útnefningu þessara greina töluvert óformlegra en það sem við höfum vegna úrvalsgreina. Á enskunni er það þannig að hver sem er getur sent inn tilnefningu og svo þarf einn annar notandi að samþykkja tillöguna og þá er það komið í gegn. Ef einhver er ósammála tilnefningu greinar þá getur viðkomandi jafn auðveldlega fjarlægt hana af listanum (með rökstuðningi auðvitað). Flestar tilnefningar verða væntanlega nokkuð óumdeildar en ef það kemur upp einhver ágreiningur þá er lítið mál að afgreiða það á spjallsíðu viðkomandi greinar. --Bjarki 20. júlí 2006 kl. 11:30 (UTC)[svara]
Já, það má alveg einfalda þetta þannig. --Cessator 20. júlí 2006 kl. 16:21 (UTC)[svara]
Mér líst líka vel á þessa hugmynd. Ég myndi þá líka leggja til að síðan Wikipedia:Greinar sem ættu að vera úrvalsgreinar (en eru það ekki) færi út og í staðinn kæmi sambærileg síða (hvernig sem formið yrði á því) þar sem mikilvæg atriðisorð, sem ekki eru til gæðagreinar um, yrðu talin upp. Gæðagreinar gætu hugsanlega einnig orðið að greinum mánaðarins, þótt markmiðið hljóti að vera að birta þar aðeins úrvalsgreinar. --Magnús Þór 20. júlí 2006 kl. 11:24 (UTC)[svara]
Ég held að það sé nú óþarfi að henda síðunni. Það er allt í lagi að hafa svona lista. --Cessator 20. júlí 2006 kl. 16:21 (UTC)[svara]

Jæja, fyrst allir taka vel í hugmyndina og það eru meira að segja komnar tvær tilnefningar um gæðagreinar, þá færði ég bara síðurnar af mínu nafnrými og á sinn endanlega stað (ég breyti tenglunum hér að ofan, svo fólk geti fundið þetta ef það vill kynna sér þetta). --Cessator 20. júlí 2006 kl. 16:21 (UTC)[svara]

Smápæling: Eftir því sem ég melti málið lengur finnst mér meira og meira að þessi greinaflokkur mætti einfaldlega notast við íslensku þýðinguna á "good article" sem er "góðar greinar", frekar en "gæðagreinar" sem samsvarar "quality article" á ensku. Gæðagrein er tilbúið orð og spurning hvort það sé ekki óþarfi fyrir þennan flokk. Það segir sig algerlega sjálft hvað "góðar greinar" stendur fyrir, en ekki alveg augljóst af hverju gæðagreinar ættu að vera eitthvað síðri en úrvalsgreinar. Mótrökin sem ég sé er að þetta gæti ruglast saman við óformlega notkun, þegar menn tala um góðar greinar, en á móti spyr ég, er einhver ástæða til að á Wikipediunni séu góðar greinar sem ekki eru "góðar greinar" og öfugt. Ef Wikipedia samfélagið nær samstöðu um að grein sé "góð" er það væntanlega af því að hún er góð, en ekki bara allt í lagi, sæmileg eða léleg. Gæðagrein er alls ekki slæmt og ég gæti alveg lifað við það, en vildi bara velta þessu upp, því ef menn vilja breyta þessu er þetta rétti tíminn. --Magnús Þór 22. júlí 2006 kl. 18:57 (UTC)[svara]

Ég vil kalla þetta gæðagreinar enda er það ekkert meira ruglandi en hitt (og ef einhverjum þykir það ruglandi er minnsta mál að fá á því útskýringu). --Friðrik Bragi Dýrfjörð 22. júlí 2006 kl. 19:05 (UTC)[svara]
Ég skil rökin þín, Magnús Þór, en ég efast um að þetta verði nokkuð vandamál. Mér finnst heldur engin ástæða til að þýða nafnið endinlega beint úr ensku - gæðagreinar hljómar betur en góðar greinar að mínu mati. --Sterio 22. júlí 2006 kl. 19:39 (UTC)[svara]
Það er auðvitað rétt sem þú segir að ef fólk vill breyta þessu, þá er betra að gera það fyrr en síðar. Þegar ég stakk upp á þessu og valdi orðið „gæðagrein“ var ég m.a. að hugsa eins og þú að það gæti ruglast saman góð grein og góð_grein. Reyndar datt mér líka í hug að nota orðið „prýðisgrein“ (enda prýða þessar greinar Wikipediu bóksatflega) en mér fannst „gæðagrein“ lýsa hugmyndinni betur en „prýðisgrein“ og hljóma betur en „góð grein“. Ég held samt að það sjái flestir í hendi sér að ef það eru tveir flokkar, gæðagreinar og úrvalsgreinar að þá séu úrvalsgreinar í hærri gæðaflokki (annars vegar eru gæðin staðfest en hins vegar er um algerar fyrirmyndargreinar að ræða - eða það þykir mér alla vega nöfnin gefa til kynna). Þannig að ég sé ekki að þetta eigi eftir að valda miklum ruglingi. Nú og eins og Friðrik bendir á er skammt að leita skýringanna; það þaf ekki nema smella á orðið „gæðagrein“ eða „úrvalsgrein“ þar sem greinarnar eru merktar þannig og þá fæst skýring á því hvað það þýðir. --Cessator 22. júlí 2006 kl. 19:46 (UTC)[svara]
Það er þá búið að taka umræðuna og ákvörðunina meðvitað. Gott mál. Verð líka að segja í framhjáhlaupi að nýja sniðmátið er glæsilegt, sem og önnur snyrting úrvals- og gæðagreinasíðunum. --Magnús Þór 26. júlí 2006 kl. 12:36 (UTC)[svara]

Halló

Hvernig get ég sent skilaboð til notenda :)

Halló. Ef þú vilt senda einhverjum tilteknum notanda skilaboð, þá ferðu á spjallsíðu viðkomandi og skilur eftir skilaboð þar. Þú kemst á spjallsíðu notandans með því að fara á notandasíðu hans (smella á notandanafnið ef það er blátt) og smella svo á „spjall“ flipann. Skrifaðu endilega undir ummæli þín á spjallsíðum (og eins hér í pottinum). Þú gerir það með því að skrifa „--~~~~“ (en án gæsalappa) á eftir textanum eða með því að smella á hnappinn sem er næstlengst til hægri fyrir ofan breytingaboxið :) --Cessator 22. júlí 2006 kl. 04:04 (UTC)[svara]
Og ef þú vilt ná til margra í einu, þá er þetta kjörinn staður :) --Cessator 22. júlí 2006 kl. 04:05 (UTC)[svara]

Spjátrungslegt orðlag?

Ég var að lesa yfir Adam Smith greinina og mundi allt í einu eftir leiðbeiningum á ensku Wikipedia sem ég var að lesa um daginn. Er þetta óþarfa skrúðmælgi: „en um leið sennilega áhrifamesti hagfræðingur allra tíma og einn helsti hugsuður frjálshyggjunnar“? Ég átta mig ekki alveg á þessu. Hugsanlega væri best að segja að hann hafi haft áhrif á hagfræði og frjálshyggju nútímans. Stórfenglegar lýsingar sem þessar ættu að koma fram í beinni tilvitnun af vörum annarra og þá helst með tilvitnun í einhver andstæð tilmæli. Það er fullt af greinum sem eru svona og ég hef líklegast skrifað þær ófáar. En hvað hafið þið um þetta að segja? --Friðrik Bragi Dýrfjörð 22. júlí 2006 kl. 23:23 (UTC)[svara]

Mér finnst þetta nú ekki vera skrúðmælgi en hins vegar er fullyrt ansi mikið hérna. En með fullri virðingu fyrir hlutleysissjónarmiðum þá held ég að þetta sé nú samt bara satt í þessu tilviki. --Cessator 22. júlí 2006 kl. 23:53 (UTC)[svara]
Já, líklegast. Mér finnst inngangurinn á ensku samt betri. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 23. júlí 2006 kl. 00:12 (UTC)[svara]
Ég bætti aðeins við úr enska innganginum en mildaði hitt þó ekkert. En núna er alla vega aðeins meiri útskýring á þessum fullyrðingum í innganginum. --Cessator 23. júlí 2006 kl. 00:46 (UTC)[svara]

Skötuselur

Það vantar tilfinnanlega upplýsingar um skötusel.

Greinin um skötusel er komin. --Salvör Gissurardóttir 25. júlí 2006 kl. 20:06 (UTC)[svara]

Undirflokkun á stubbum

Ég bætti inn lista yfir alla þá undirflokka af stubbum sem ég fann, á síðuna Flokkur:Stubbar. Ef þær voru til annars staðar voru þær ekki á stað þar sem ég gat fundið þær. Ég held líka að þessi listi, sem og leiðbeiningarnar um nánari flokkun á stubbum sé best kominn þarna, því að ef einhver ætlar að leggjast í flokkun á stubbum er eðlilegast að byrja þarna (stubbarnir og undirflokkarnir eru þá á sömu síðu). Ef einhver er ósammála er bara að láta í sér heyra. --Magnús Þór 12:56, 27 júlí 2006 (UTC)

Allir stubbaundirflokkarnir ættu sjálfir að vera í flokknum stubbar. Vandamálið er bara að það er gríðarlega stór flokkur svo það þarf að fletta áfram nokkrum sinnum til að finna undirflokka sem eru síðar í stafrófinu. --Akigka 13:03, 27 júlí 2006 (UTC)
Það ætti samt að vera hægt að fá alla undirflokka á fyrstu síðuna með flokknum... Sé ekki betur en það sé gert t.d. á ítölsku síðunni. --Akigka 27. júlí 2006 kl. 13:08 (UTC)[svara]

Dýnamó Höfn

Getur e-r tekið sig til og skrifað grein um rísandi stórveldi Dýnamó Hafnar í Íslensku knattspyrnunni?

Ég held það stangist á við Markverðugleika Wikipedia. --Jóna Þórunn 27. júlí 2006 kl. 20:57 (UTC)[svara]
Nú? Hvað er að því að skrifa um utandeildarlið? Kannski ætti að vera grein um utandeildina í heild sinni, með lista yfir lið líðandi stundar og stutta umfjöllun hjá hverju liði.Satúrnus 18:43, 14 ágúst 2006 (UTC)
Eru til ritaðar heimildir um liðið eða deildina hjá óháðum aðila? Greinin yrði alla vega að vera sannreynanleg. --Cessator 19:25, 14 ágúst 2006 (UTC)

Infoboxing

Hæhæ. Heyrðu, hvernig notar maður svona infobox list of infoboxes? Hef verið að reyna að setja upp kvikmynda-infobox en það gengur ekki alveg. Er eitthver algeng klaufavilla sem ég gæti verið að gera?--Steinninn 30. júlí 2006 kl. 01:31 (UTC)[svara]

Ertu búinn að vista þetta sem snið? --Cessator 28. júlí 2006 kl. 19:05 (UTC)[svara]
Hvað meinaru? Hvernig vista ég það? Er nóg að það sé inn á en.wikipedia.org? --Steinninn 30. júlí 2006 kl. 01:31 (UTC)[svara]
Nei, til að nota snið á is.wikipedia.org verður sniðið að vera til hér.Það verður að vera vistað í nafnrýminu Snið:Kvikmynd (eða hvað svo sem sniðið á að heita). Skoðaðu t.d. Snið:Heimspekingur; þar er snið (tekið af ensku) vistað og upplýsingar um hvað þarf að skrifa í sjálfri greininni til að sniðið virki. --Cessator 30. júlí 2006 kl. 03:05 (UTC)[svara]
Annars er til kvikmynda upplýsingatafla, sjá Snið:Kvikmynd. --Jóna Þórunn 18:04, 9 ágúst 2006 (UTC)

Hjálp með snið

Ég hef verið að fikta aðeins í sniðinu Snið:Heimspekingur og reynt að gefa því léttara yfirbragð í anda breytinga á ensku wiki. En það er eitthvað sem virkar ekki eins og ég veit ekki hvernig á að laga það. Ég er að vona að einhver kunni á þetta. Vandinn er sá að í íslenska sniðinu er feitletraði textinn til vinstri í miðjunni miðað við textann til hægri en í enska sniðinu (sem ég afritaði nú bara) jafnast feitletraði textinn til vinstri við efstu línuna á textanum til hægri. Þið getið séð hvað ég að við með því að skoða og bera saman t.d. David Hume á íslensku og David Hume á ensku. Hvernig lagar maður þetta? --Cessator 28. júlí 2006 kl. 21:17 (UTC)[svara]

Reddaði þessu, það þarf að setja valign="top" í skilgreiningu reita sem eiga ekki að miðjujafnast. --Stalfur 29. júlí 2006 kl. 19:11 (UTC)[svara]
Kærar þakkir. Ég fatta samt ekki hvers vegna þetta virkar þá á ensku því ég afritaði bara þaðan; en á meðan þetta virkar, þá er það gott og blessað :) --Cessator 29. júlí 2006 kl. 20:09 (UTC)[svara]
Getur verið að valign=top sé tekið fram í stílsniðum ensku Wikipediu og því virki þetta þar en ekki hér. --Stalfur 29. júlí 2006 kl. 21:59 (UTC)[svara]

Samfélagátt?

Hvað kom fyrir boxið hér til vinstri, þar stóð eitt sinn Samfélagsgátt en stendur nú Samfélagátt'? --Stalfur 29. júlí 2006 kl. 22:09 (UTC)[svara]

Can someone help me?

Hi, i want to ask you can you translate me something from English to Icelandic language. Text is here. And please, if someone translate this, leave your name and e-mail adress on that page after you translate it (if you wish). Thank you. --SasaStefanovic 16:50, 30 July 2006 (UTC)

Sniðaflokkun

Ég er að hugsa um að flokka öll sniðin sem eru til, gott að gera það núna áður en það verður of mikið mál. Skoðaði bókmálið og stal hugmyndinni að flokkunum þar. Gæti hugsað mér að hrúga eftirfarandi flokkum í einn sniða-flokk: Samþykkt leyfissnið (accepted licensetemplates), greinamerkingar (t.d. úrvalgreinarmerking, aðgreiningarsnið og athyglissnið), myndasnið, notendakassar/notendasnið, spjallsíðusnið (s.s. {{Velkomin}}), litasnið (held þetta sé óþarfi í bili, sjá no:Mal:Farge), fánasnið, úrelt snið (ekki lengur í notkun), forsíðusnið, grunnsnið (snið notuð til að skilgreina önnur snið), upplýsingasnið/töflur (t.d. landatöflur), dagatalssnið, flókin snið (flókið...), sniðaupplýsingar (t.d. eru stubbasniðin dregin saman og útskýrð eða hvaða viðhaldssnið eru til), Mediawikisnið, metasnið, flakksnið (Navigationtemplates), gáttasnið (Portal templates), tilvitnunar/heimildarsnið, þemasnið, undirverkefnissnið, óflokkuð snið (fyrir allt sem er flókið eða leiðinlegt í flokkun), erfðasnið (t.d. {{Erfðatafla}}). Hvernig lýst ykkur á þetta? --Jóna Þórunn 1. ágúst 2006 kl. 23:11 (UTC)[svara]

Lýst mjög vel á þetta. Kannski svoldið mikið af flokkum samt, margir myndu vera ansi tómir. --Sterio 1. ágúst 2006 kl. 23:43 (UTC)[svara]
Já, þetta eru dálítið margir flokkar en ég held að það komist einhver snið í þá alla, annars bíð ég bara með þá. --Jóna Þórunn 1. ágúst 2006 kl. 23:46 (UTC)[svara]

þrístökksmet

Þannig er að ég tel að einar vilhjálmsson eigi gildandi íslandsmet í þrístökki sett í melbourn (ástralíu) 1956 stökk þá rúml. 16,73m og silfur á olempyuleikunum þar en maður nokkur sem telur að einhver hafi slegið þetta met 1972. Mig langar til þess að vita hvort ég hafi ekki rétt fyrir mér. rafpóstur minn er: Fjarlægður til að varna ruslpóstsendingum.

Bestu kveðjur

Samkvæmt Íslandsmetaskjali Frjálsíþróttasambandansins á Vilhjálmur Einarsson gildandi Íslandsmet í þrístökki. Samkvæmt þessu skjali er næst lengsta stökk stokkið 1979. Sendi þetta sem tölvupóst til öryggis. --Jóna Þórunn 20:32, 3 ágúst 2006 (UTC)

jurtir

cochlearia officialis(latina), á íslensku kallasr jurtin sarfakál eða skeurt

Breyting á stubbasniðmáti

Gleðilega verslunarmannahelgi!

Tildrög þessarar færslu eru þau að fyrir nokkru síðan breytti ég stubbasniðmátinu (í tengslum við aðrar breytingar), þannig að í textanum stóð að stubburinn væri óflokkaður og að hægt væri að hjálpa til með því að flokka stubbinn. Þessi breyting var afturkölluð á þeirri forsendu að betra væri að búa til nýtt sniðmát, "óflokkaður stubbur", í stað þess að eyðileggja stubbasniðmátið.

Það er mikið til í því að ekki ætti að breyta svo mikið notuðu sniðmáti án góðrar ástæðu. En mér finnst sú gríðarlega notkun á sniðmátinu sem er til staðar í dag einmitt vera sú ástæða. Mér sýnist vera um 2500 (óflokkaðir) stubbar í íslensku Wikipediunni (sjá Flokkur:Stubbar), og ég get ekki ímyndað mér að margir séu að skoða þá með það fyrir augum að bæta við þá.

Enska Wikipedian er með flokkunarverkefni í gangi, nokkuð sem ég held að íslenska Wikipedian beri ekki, en engu að síður held ég að hægt væri að bæta talsvert úr þessu með því að gefa í stubbasniðmátinu skilaboð um að heppilegra sé að flokka stubba en að gera það ekki, og gefa fólki smáleiðbeiningar um hvernig á að gera það. Stubbaflokkun var áður talsvert mál fyrir þá sem voru ekki inni í öllum stubbaflokkunum, en nú er búið að setja lista yfir alla stubbaundirflokka á síðuna Flokkur:Stubbar, ásamt leiðbeiningum um stubbaflokkun, svo þetta ætti ekki að þurfa að vefjast fyrir fólki.

Ég er því búinn að setja upp nokkrar mismunandi tillögur að stubbasniðmátum, og vona að hægt sé að sættast á einhverja þeirra, eða á aðra útfærslu á þessu. Persónulega finnst mér sú fyrsta best, þar sem hún sendir sterkustu skilaboðin um flokkun stubba, en seinni tillögurnar tempra þau skilaboð. Algert lágmark finnst mér þó að stubbasniðmátið innihaldi hlekk á síðuna Flokkur:Stubbar, sem er eðlilegasta síðan til að byrja á ef maður ætlar að flokka stubba. --Magnús Þór 15:17, 7 ágúst 2006 (UTC)

Mér er alveg sama hvernig stubbasniðið lítur út eða hvað það segir lesandanum, en mér finnst alrangt að taka það fram að greinin er „óflokkaður stubbur“, því ekki er hægt að leggja alla stubba undir tiltekið stubbasnið, hreinlega vegna þess að þá værum við að búa til óþörf snið sem sum hver yrðu kannski notuð einu sinni eða tvisvar. Það að hafa almennan flokk stubba finnst mér skipta máli. Hins vegar þyrfti að koma fram á Wikipedia:Stubbur hvernig maður flokki stubba í undirflokkastubba (tvírætt orð), hvaða snið er til og hreinlega bara skilgreina það hvað stubbur er, á þrengri hátt en gert er í dag - allt fyrir nýju notendurna. Einnig þyrfti að vera einfaldar leiðbeiningar að því hvernig maður býr til nýtt stubbasnið, eins og t.d. norskan gerir með þemastubbasniðinu sínu. Til vinstri má svo sjá einfaldt snið sem telur upp öll stubbasniðin. --Jóna Þórunn 21:20, 7 ágúst 2006 (UTC)
Ég breytti stubbasniðinu í samræmi við tillögu 2 á ofangreindri síðu. Þeir eru nú ekki kallaðir óflokkaðir, en bent er á að þeir hafi ekki verið settir í undirflokk. Ég flokkaði líka alla stubba sem byrja á A, til að sannreyna hvort núverandi stubbaundirflokkar séu ekki fullnægjandi, og mér sýnist að svo sé: Nú eru aðeins 6 (óflokkaðir) stubbar sem byrja á A.
Mér finnst þær leiðbeiningar um stubbaflokkun sem koma fram á Wikipedia:Stubbur vera nokkuð skýrar (benda á Flokkur:Stubbar þar sem meiri leiðbeiningar er að finna), en auðvitað mætti bæta frekar við þetta. Ég er sammála um að það væri gott að setja stubbaflokkalistann í snið, og útbúa leiðbeiningar um smíði stubbasniða (í dag er bara bent á að biðja um nýtt snið í Pottinum), en það bíður betri tíma. --Magnús Þór 14:26, 11 ágúst 2006 (UTC)

Nýtt wiki-verkefni ? (James Wales -Jimbo ræsir campaigns.wikia.com )

Mér hefur fundist wiki-tæknin alveg frábær leið til þess að vinna saman með texta, og hef verið að velta fyrir mér hvort ekki ætti að búa til Wiki síður eða heil wiki um málefni liðandi stundar, sem til dæmis Stóriðjustefna, Hraðakstur og banaslys ofl. Ég fór að leita að wiki-um og fann wikia.com sem er eitt af fleiri dæmi um wiki sem er opinn og nær út fyrir skilgreint svið Wikipedia. Öll málefnin sem mig langaði til að skrifa wikipedia greinar um tengdust með einum eða öðrum hætti stjórnmálaumræðu. Eðli málsins samkvæmt mundu rökin sem koma fram ekki vera hlutlaus, og kannski þekkir stofnandi greinar eki rökin "hinumegin" sérstaklega vel.

Ég tel að það ætti að vera hægt að setja fram rökin sem eru þekkt í samfélaginu á wikipedia-síðu, eins og til dæmis hefur verið gert í greinina um "Draumalandið - sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð". En ég hef á tilfinningunni að ef maður setur fram rök sem hefur ekki verið mikið frammi í umræðunni, eða jafnvel ný rök, þá væri það ekki allveg í anda alfræðirits.

Sem sagt, ég held að það væri mjög gagnlegt fyrir stjórnmálaumræðuna ef fleiri vildu vera með að stofna og viðhalda íslenskar síður á wikia.com, og helst tengda wikia:campaigns. Neðst á opnunarsíðunni eru krækur í útgáfum á öðrum tungumálum. Campaigns er frekar nýtt af nálinni, og eins og má sjá ætlar Jimbo sér að reyna að halda nokkur Meetup í Evrópu á næstunni.

Hér eru tvö dæmi um hvernig megi setja fram rök með og á móti einhverju, en svoleiðis tæknilausnir /fyrirkomulag er einmitt til umræðu og í þróun í campaigns.wikia þessa dagana:

Ég hef aðeins meira trú á þessu formi:

Kaflinn "Debate_on_traditional_and_simplified_Chinese_characters" tekur eitt atriði fyrir í einu og ræður svo málið á fáeinum línum, oft með rök og mótrök.

Ef þið viljið meina að síður með ný rök, helst stutt með tilvisanir í fræðigreinar, geti rýmist í Wikipedia, er ég meira en til í að skrifa efni. Hvað finnist ykkur - er wikia eða wikipedia málið varðandi "strúktureruð rökræða" um stjórnmál samtímans ? Þörfin fyrir þesar greinar er mjög skýr að mínu mati. Mér finnst einmitt að vönduð og helst strúktureruð rökræða er það sem einna helst vantar í stjórmálunum, bæði hér heima og í heiminum. Vonandi getur wiki-aðferðin gert eitthvert gagn.

Hér eru nokkur dæmi um greinar sem ég held að gæti verið gagnlegt að búa til þar sem rökin koma fram með skipulegum hætti. Sumt af þessu mundi svo þróast í lítið greinasafn.

  • Kvótakerfið
  • Umferðaröryggi
  • Umferðarskipulag og heilbrigðar samgöngur
  • Einkavæðing heilbrigðisþjónustu
  • Stóriðjustefnan
  • Kyoto-bókunin og skuldbindingar Íslands
  • Lóðaskortur Reykjavíkurborgar
  • Reykjavurflugvöllur
  • Breyttur stjórnarskrá

Hugsanlega mætti reyna að halda það sem er nokkuð hlutlægt í wikipedia en tengja svo í wikia, varðandi meiri lífandi og uppfærð og minna "alfræðileg"/NPOV rök ? Allavega væri vandræðlaust að vera með tilvísanir í Wikipedia úr wikia.

Ef menn vilja fara djúpt ofaní kjölin á einhverju, mundi ég segja að þeir ættu að vísa í annað efni eða stofna nýja grein. Dæmi: Undir umfjöllun um umferðaröryggi vilja menn kannski fjalla ítarlega um tækni til að takmarka hraða bifreiða miðað við aðstæður. -Mokgand 09:00, 8 ágúst 2006 (UTC)

Kominn úr WikiFríi

Hæhó. Ég er ekki búinn að vera neitt hér í sumar vegna ýmissa anna hér í kjötheimum (meatspace); utanlandsferðir og þvíumlíkt. Nú er ég kominn úr WikiFríi og ætti að fara að dæla inn efni svona smám saman, þegar líður að upphafi skólaárs. Yay! En ástæða póstsins hér er aðallega að lýsa yfir gleði minni með nýja Gæðagreina/Úrvalsgreina fyrirkomulagið. Helvíti sætt. Það verður gaman að sjá hvað annað hefur breyst meðan ég var að spóka mig í sumarsælunni. --Smári McCarthy 10:37, 9 ágúst 2006 (UTC)

Fréttablaðið

Bara svona að benda fólki á að það er smá umfjöllun um Wikipediu, í liðnum „FBL-Greining“ í Fréttablaðinu í dag, á síðu 18 minnir mig. Það var samt ekkert minnst á íslensku útgáfuna. --Sterio 14:28, 9 ágúst 2006 (UTC)

Þetta er ágætt svosem. Ekkert bólar hinsvegar ennþá á viðtalinu sem einhver kona á Fréttablaðinu tók við mig eftir að við náðum 10.000 greinum, nema allir hafi einhvernvegin misst af því. --Bjarki 15:41, 9 ágúst 2006 (UTC)
Mig minnir endilega að Smári hafi verið eitthvað að tala um þetta viðtal, Bjarki. Smári? --Jóna Þórunn 18:02, 9 ágúst 2006 (UTC)
Ég sá þetta viðtal aldrei, og þótti mér það slappt. Ég las þessa grein líka í fbl í dag, og mér fannst hún vera frekar mikið að draga úr hugmyndinni almennt séð, en þetta var samt ágætt. All publicity is good publicity, sagði eitthvert skáldið. En hvar er viðtalið? Urr! --Smári McCarthy 23:27, 9 ágúst 2006 (UTC)

I would like a bot flag to run my interwiki-bot TuvicBot (using Pywikipedia). This bot will run in manually assisted mode, adding and updating interwiki-links, using the Dutch wiki as a starting point. I'm mostly planning to solve interwikis that autonomous bot skip because they're ambigious. (And sorry for not speaking in your language :-()

I'm posting this here, because I couldn't find a local approval page. --Tuvic 19:51, 9 ágúst 2006 (UTC)

TuvicBot is bot now. Thanks. In case there are ever any trouble, my talk page is always open for suggestions or remarks. --Tuvic 17:56, 10 ágúst 2006 (UTC)

Ég hef ávallt staðið í þeirri trú að það héti Rómarveldi (þar sem eignarfall Róm er [til] Rómar). Eða er ég að misskilja hlutina og þetta fjallar allt um heimsveldi manns sem hét Rómi? 194.144.188.197 17:00, 10 ágúst 2006 (UTC)

Rómaveldi virðist vera réttur ritháttur. Hann er notaður meðal annars í Íslensku alfræðiorðabókinni, Sögu mannkyns (ritröð AB) og á Vísindavefnum t.d. Það er hugsanlegt að báðir rithættir séu réttir, en ég sé ekkert sem bendir til þess. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 17:21, 10 ágúst 2006 (UTC)
Vísar kannski til Rómverja, enda held ég að algengast sé að nota heiti á þjóð eða þjóðflokk á undan -veldi (sbr. Bretaveldi (ekki Bretlandsveldi), Danaveldi (ekki Danmerkurveldi) o.s.frv.). Rómar eru þannig einhver stuttaraleg útgáfa af Rómverjar þykir mér líklegast. Skýringu er hugsanlega að finna í stóru orðsifjabókinni. --Akigka 17:41, 10 ágúst 2006 (UTC)
Svo eru líka ekki allar orðasamsetningar eignarfallssamsetningar (t.d. heimspeki, landspilda o.s.frv.). Stundum er um stofnsamsetningu að ræða en stundum er bætt við bandstaf (t.d. ráðuneyti, ruslafata en ekki ráðsneyti/ráðneyti eða ruslsfata/ruslfata). En e.t.v. er skýringin í þessu tilviki sú að borgin heitir Roma. Hvernig svo sem á þessu stendur, þá er alltaf skrifað Rómaveldi en ekki Rómarveldi (sbr. íslenskan titil bókanna eftir Will Durant). --Cessator 18:00, 10 ágúst 2006 (UTC)

Thijs!bot

Er hægt að láta þennan bot fá bot status? "Nýlegar breytingar" eru yfirfullar af iw-breytingum frá honum. --Akigka 11:09, 11 ágúst 2006 (UTC)

Þeir eiga náttúrulega að biðja um að vera flaggaðir áður en þeir ræsa bottana, þetta er dálítið pirrandi. Annars gerði ég þig að möppudýri svo nú ættir þú að geta merkt bottana líka. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 14:48, 11 ágúst 2006 (UTC)

Stubbamerkingar

Ég var algjörlega á annari skoðun fyrir ekki svo löngu síðan, en ég er orðinn svoldið pirraður á stubbum og stubbamerkingunni. Finnst jafnvel að það mætti bara sleppa því alveg. En þess utan, finnst mér fátt ljótara en tvær stubbamerkingar á sömu greininni (sjá t.d. Forum Romanum). Það er svosem praktískt, ef greinina má flokka inn í nokkra flokka, en alveg hrikalega ljótt. Ég veit að það er gert á ensku útgáfunni en það skiptir engu: það er alltaf jafn ljótt og kjánalegt. Þó það sé kannski erfitt að raða stubbamerkingunum upp, finnst mér næstum að sumar ættu að vega þyngra en aðrar, það er, vera frekar notaðar en aðrar ef tvær geta átt við sömu grein. Til dæmis má merkja allar greinar sem tengjast rómverskri og grískri goðafræði bæði sem trúarbragaðastubb og fornfræðistubb. Mér finnst að þær ættu frekar að vera trúarbragðastubbar en fornfræðistubbar, en jafnvel enn frekar að búa bara til sér stubbagerð: Rómversk/grísk goðafræði. Til dæmis. En hvað finnst öðrum? Einhverjum öðrum sem finnst svona kjánalegt og ljótt að hafa tvær stubbamerkingar saman? --Sterio 00:30, 12 ágúst 2006 (UTC)

Truflar mig ekkert sérstaklega, en mér finnst svo sem að allt í lagi væri að skipta einni merkingu út fyrir aðra - t.d. setja fornfræðistubb í staðinn fyrir sagnfræðistubb (sem er almennari), því þessir stubbaflokkar eru bara hugsaðir til hagræðis við viðhald. Samt óþarfi að gera þá að sjálfstæðu flokkunarkerfi. Við ættum svo kannski að hafa afstubbun sem næsta samvinnuverkefni... --Akigka 01:24, 12 ágúst 2006 (UTC)
Truflar mig ekkert, finnst þetta bara ágætt eins og þetta er. --Heiða María 01:51, 12 ágúst 2006 (UTC)
Truflar mig ekki heldur en hefur þann kost að þeir sem vilja fara yfir stubba í einhverjum einum flokki geta fundið meira, t.d. geta bæði þeir sem vilja bara skoða stubba og vinna í stubbum tengdum bókmenntum fundið Evripídes og líka þeir sem vilja bara finna stubba um fornöldina. Ef hann væri hins vegar bara flokkaður í einn stubbaflokk myndi fólk missa af honum sem skoðaði hinn flokkinn. Þannig að það hefur hagnýtt gildi að flokka hann bæði sem fornfræðistubb og bókmenntastubb. Mín vegna mætti samt fjarlægja sagnfræðistubbmerkinguna á flestum fornfræðistubbunum (enda að einhverju leyti þrengri flokkun þar á ferð, þótt hún sé líka víðari að öðru leyti) en ég lagði ekki í það. Hvað varðar grísku og rómversku goðafræðina, þá má mín vegna flokka það efni líka sem trúarbragðastubba en hins vegar er ég algerlega á móti því að flokka það bara trúarbragðastubba en ekki fornfræðistubba. Í fyrsta lagi eru þetta ekki lifandi trúarbrögð en þetta er vissulega viðfangsefni fornfræðinnar og fellur vel í þann flokk (sá sem nemur trúarbragðafræði er t.d. ólíklegri til þess að rannsaka þetta en fornfræðingur). Í öðru lagi eru mörkin á milli trúarbragða og bókmennta hverfandi í þessu tilviki og í þriðja lagi er stundum gerður greinarmunur á grískum og rómverskum trúarbrögðum annars vegar og á grískri og rómverskri goðafræði hins vegar (en látum það samt eiga sig). --Cessator 01:54, 12 ágúst 2006 (UTC)
Mín vegna mætti sleppa stubbamerkingum alveg og ég er sammála að það er uppáþrengjandi að hafa margar stubbagerðir á sömu síðunni. Þetta er líka gert á enskunni og ég er líka á móti þessu þar. Sjá t.d. Guðbrand Þorláksson [2] sem var í fjórum stubbaflokkum og ég tók núna úr þremur þeirra. Haukurth 02:23, 12 ágúst 2006 (UTC)
Mér virðist sem mótrökin séu einungis fagurfræðilegs eðlis. Rökin fyrir þessu varða hins vegar hagnýtt gildi þess að gera þetta. Mér finnst reyndar þau rök vega þyngra en mótrökin en besta málamiðlunin er sennilega bara sú að gæta hófs. Það mætti t.d. hafa þá þumalfingursreglu að nota ekki bæði þrengri og víðari flokk saman þótt e.t.v. geti í einhverjum tilvikum verið skynsamlegt að nota eðlisólíka flokka saman; t.d. væri óþarfi að merkja orrustuna við Actíum eða Júnó sem sagnfræðistubba fyrst þetta verða fornfræðistubbar en aftur á móti getur verið skynsamlegt að flokka Hómer bæði sem fornfræðistubb og bókmenntastubb eða Platon bæði sem fornfræðistubb og heimspekistubb. --Cessator 02:41, 12 ágúst 2006 (UTC)
Ég er búinn að vera að garfa aðeins í stubbasniðunum undanfarið og setti meðal annars öll stubbasnið í töflu á síðunni Flokkur:Stubbar. Fornfræðistubbasniðið hefur verið búið til nýlega, svo það er ekki þar inni, en það væri gott ef þeir sem búa til ný stubbasnið settu þau þar inn um leið, svo hægt sé að átta sig á því hvaða snið eru til. Eins ef einhver fleiri ný snið hafa verið búin til undanfarið. Ef sniðin eru ekki sett þarna inn er enginn heildstæður listi til yfir stubbasnið, ef einhver ætlar að taka sig til og flokka stubba.
Í þessari vinnu tók ég líka út sniðið Stæ-stubbur, því maður getur illa giskað á þá stafsetningu og Stærðfræðistubbur er fullgott (og miklu meira notað). Mér finnst svipuð rök eiga við um fornfræðistubbinn og giskaði sjálfur á að fornfræðistubbasniðið héti {{Fornfræðistubbur}} frekar en {{Forn-stubbur}}. Ég fann ekki sniðið fyrr en ég fór á greinina sem talað var um hér að ofan og smellti á breyta til að sjá wiki-kóðann.
Varðandi notkun á stubbamerkingum og flokkun á þeim styð ég það bæði. Mér finnst samt að flokkunin ætti ekki að verða of flókin, þá ruglast fólk bara. Viðmiðið ætti finnst mér að vera að hafa flokkana sem víðtækasta, en brjóta þá upp ef þeir verða of stórir (mælt í fjölda greina). Nógu stórir til að það taki því að lesa sig í gegnum þá en ekki svo stórir að manni fallist hendur.--Magnús Þór 10:22, 12 ágúst 2006 (UTC)
Fornfræðistubburinn er í töflunni á síðunni Flokkur:Stubbar og var færður þangar inn um leið og hann var búinn til. --Cessator 18:10, 12 ágúst 2006 (UTC)
Rétt, þarna er hann beint á sínum stað - sorrý. Ég er að hugsa um að kenna einhverjum reload vandræðum um að ég sá hann ekki áður :-P --Magnús Þór 15:12, 14 ágúst 2006 (UTC)
Tvennt sem mig langaði að blaðra um. Það er hægt að nota tilvísanir á sniðin svo þið getið haft styttingar og greinargóð heiti á þessum sniðum. Hitt er svo einfaldlega viðbót við rök fyrir og gegn notkun sniða. Það er fullt sem hugsanlega hefur hagnýtt gildi á Wikipedia, en það að hlutur hafi hagnýtt gildi þýðir hvorki að hann verði hagnýttur eða að það borgi sig að eyða vinnu í hann. Við vitum að snið sem þessi eru hagnýtt á ensku Wikipedia en við vitum líka að þar virkar að hafa nýja grein daglega á forsíðunni. Stubbaverkefnið á dönsku Wikipedia virðist aðalega snúast um að merkja síður og flokka þær, þetta virðist bara vera aukavinna sem skilar engum merkjanlegum árangri. Ef tilgangur stubbasniða er að einhver í framtíðinni geti farið í flokk sem honum þyki áhugaverður og stækkað greinar þá ætti að vera augljóst að hann getur notað flokkakerfið á svipaðan hátt (hann myndi lenda á góðum greinum sem þarf ekki að stækka en þar sem hann hefur áhuga á þessu er líklegt að hann vilji lesa eða fara yfir greinina). Þ.e.a.s. tilgangur allrar þessar vinnu er sú að hugsanlega muni einhver af þessum notendum vilja eingöngu setjast niður til að stækka litlar greinar sem eru innan hans áhugasviðs en ómögulega lesa yfir greinar sem eru lengri. Svo er þetta þess virði? Eða er ég að gleyma einhverjum öðrum tilgang með þessum sniðum? }:-) --Friðrik Bragi Dýrfjörð 21:59, 12 ágúst 2006 (UTC)
Það gæti orðið samvinnuverkefni að stækka greinar í tilteknum flokki, jafnvel samvinnuverkefni samhliða öðrum samvinnuverkefnum. --Cessator 22:02, 12 ágúst 2006 (UTC)
Ég er algjörlega sammála Friðriki. Ég man eftir umræðu um stubbamerkingar ekki alls fyrir löngu þar sem ég var á öndverðum meiði við þetta, en skoðun mín hefur algjörlega breyst. --Sterio 00:08, 13 ágúst 2006 (UTC)
Ég sæi fyrir mér að gera nákvæmlega þetta: Skoða stubbaflokk og bæta við greinar sem mér finnst að ekki ættu að vera stubbar. Vandamálið er kannski ekki að maður vilji "ómögulega" lesa yfir greinar sem eru lengri, heldur að þá þarf maður að lesa yfir allan flokkinn til að meta hvar þarf að bæta úr. Það kann að vera að einhverjir flokkar séu þannig núna að þar sé ekkert nema stubbar (svo engu skipti hvar maður byrjar), en maður hlýtur nú að vona að það breytist. --Magnús Þór 15:12, 14 ágúst 2006 (UTC)
Ég er sammála, þetta er ofurljótt. Hafa bara stubbinn sem á við þrengsta flokkinn, annað finnst mér vera algjör tilgangsleysa. Satúrnus 18:35, 14 ágúst 2006 (UTC)

Líðandi stund

Hvers vegna er tengillinn á pottinn í flakkinu alltaf að breytast reglulega í „líðandi stund“? Væri ekki heppilegra að tengillinn héti það sama og síðan svo fólk sem leitar að pottinum (sem heitir enn þá svo) finni það sem það leitar að? (Að sama skapi mætti „hjálp“ heita „handbókin“; þá er líklegra að sá sem leitar að handbókinni (sem heitir enn þá svo) finni hana. Önnur lausn væri „hjálp (handbókin)“.) --Cessator 03:51, 12 ágúst 2006 (UTC)

Þetta er afskaplega pirrandi, það er eins og það sé reglulega að gerast að nýlegri breytingar á meldingunum sem stjórna viðmótinu séu hunsaðar. Þetta sést líka á valmyndinni efst til hægri þar sem möguleikarnir ættu að vera með litlum staf samkvæmt breytingum sem hafa verið gerðar á meldingunum en birtast nú með stórum stöfum. Hvað hjálpina og handbókina varðar þá var tilvísuninni af Hjálp:Efnisyfirlit á handbókina ætlað að vera tímabundin ráðstöfun þangað til einhver myndi skrifa ítarlegt hjálparyfirlit. Handbókin er eiginlega orðin að því yfirliti þannig að ég hef ekkert á móti því að vísa beint þangað núna. --Bjarki 10:35, 12 ágúst 2006 (UTC)
Ég held að þýðingarnar af Betawiki (tilraunastöð fyrir þýðingar notendaviðmótinu) séu færðar yfir hingað. Ég lagaði þetta þar, svo þetta ætti líklegast ekki að gerast aftur (á næstunni ;). --Friðrik Bragi Dýrfjörð 16:12, 13 ágúst 2006 (UTC)
 
Ævar, Friðrik og Salvör
 

Var eitthvað að trítla um á traktor þegar ég heyrði kunnuglega röddu í útvarpinu. Pældi ekkert frekar í því fyrr en orðið Wikipedia greip eyru mín. Salvör Gissurardóttir var einn þriggja gesta í útvarpsþættinum Vikulokin í dag. Hægt að hlusta á hann hér. Talar m.a. um Wikimania, Wikipedia, og Kárahnjúkavirkjun. Mæli með þessu. --Jóna Þórunn 12:37, 12 ágúst 2006 (UTC)

Ég hitti einmitt Salvör í Boston/Cambridge á þessari ráðstefnu sem hún talar um. Fín auglýsing BTW ;-) --Friðrik Bragi Dýrfjörð 22:03, 12 ágúst 2006 (UTC)
Skellti inn grein um þáttinn. --Jóna Þórunn 22:11, 12 ágúst 2006 (UTC)
Vikulokin eru umræðuþáttur um líðandi stund, það sem er merkilegast í fréttum vikunnar. Ég sagði náttúrulega frá því sem mér fannst einna fréttnæmast úr vikunni - að íslenska wikipedia hefði náð 11 þús. greina markinu. Svo seinna í viðtalinu þá bar ég saman sjálfboðaliða og hugsjónafólk sem starfar við Wikipedia við náttúruverndarsinna sem ferðast um lönd og vekja athygli á umhverfismálum, það var í framhaldi af umræðu um Kárahnjúkamótmælin. Vonandi tókst mér að vekja athygli á íslensku wikipedia. Ég minntist líka smávegis á Wikimania ráðstefnuna.
Hér eru myndir af okkur Íslendingunum á Wikimania. Vonandi verðum við fleiri næst. --Salvör Gissurardóttir 20:58, 13 ágúst 2006 (UTC)
Hann heitir reyndar Ævar. --Jóna Þórunn 21:05, 13 ágúst 2006 (UTC)