Wikipedia:Markverðugleiki (fordæmi)
Þessi síða
lýsir stefnu sem víðtæk sátt er um að fara eftir á íslensku Wikipediu. Ekki breyta henni í ósátt við aðra notendur. |
Markverðugleiki |
---|
Leiðbeiningar um markverðugleika |
Oft er deilt um hvort eyða skuli greinum eða ekki. Á þessari síðu eru teknar saman ýmsar tegundir greina sem oft hefur verið deilt um og þær venjur sem hafa myndast um þær.
Þessi síða er ekki opinber stefna Wikipediu. Henni er einungis ætlað að benda á nokkur atriði sem ætti að hafa í huga og auðvelt er að fara eftir.
Afþreying
breyta- Frægt fólk er markvert efni
- Sjá Wikipedia:Markverðugleiki (fólk).
- Um fjölskyldur frægs fólks ætti að fjalla í greinum um fræga fólkið sjálft
- Stærri útvarps- og sjónvarpsstöðvar eru markvert efni
Borgir og verslanir
breyta- Hvers kyns minnisvarðar og landaummerki eru markvert efni; upplýsingar fyrir ferðamenn ætti hins vegar að setja á WikiTravel
- Barir, kaffihús og hótel ætti að fjalla um á WikiTravel
- Borgir og bæjarfélög eru markvert efni óháð stærð eða íbúafjölda
- Verslunarmiðstöðvar og verslanir eru almennt ekki markvert efni (en geta verið það í sumum tilfellum)
- Um úthverfi ætti oftast að fjalla í grein um viðkomandi borg
Bókmenntir
breyta- Útgefnir höfundar eru markvert efni ef um þá hefur verið fjallað í fleiri en einum óháðum ritdómi eða þeir hafa hlotið verðlaun fyrir verk sín eða ef verk þeirra eru víðlesin.
- Bækur eru markvert efni ef þær eru vel þekktar en annars ætti að fjalla um þær í grein um höfundinn (ef hann er markvert efni)
- Um persónur í bókum ætti að fjalla saman í einni grein, nema ef mjög mikið er skrifað um tiltekna persónu.
- Bókmenntirnar sjálfar eiga heima á WikiSource ef það brýtur ekki gegn höfundarétti að afrita þær
- Um staði í bókum gildir það sama og um persónur í bókum
- Ljóð og kvæði eiga heima á WikiSource ef það brýtur ekki gegn höfundarétti að afrita þau
Fólk
breytaSjá nánari umfjöllun á Wikipedia:Markverðugleiki (fólk).
- Íþróttamenn: Glímukappar í fámennum glímudeildum eru ekki markvert efni
- Frægir íþróttamenn, verðlaunahafar á Ólympíuleikunum, heimsmetahafar o.s.frv. eru markvert efni
- Stjórnmálamenn eru markvert efni
- Nóbelsverðlaunahafar eru markvert efni (sjá prófessorsprófið)
- Kvikmyndastjörnur eru markvert efni
Fyrirtæki
breyta- Síðum sem eru augljóslega auglýsingar verður eytt
- Vörur sem eru enn ekki komnar í framleiðslu eru almennt ekki markvert efni (undantekningar eru m.a. hvers kyns „framtíðartækni“ og sumar mjög vel þekktar vörur sem beðið er eftir en eru ekki enn komnar í sölu, svo sem Playstation 3 og þvíumlíkt)
- Smáfyrirtæki eru almennt ekki markvert efni
- Fyrirtæki sem eru skráð í kauphöll eða á Fortune 1000 (og sambærilega lista) eru markvert efni
- Fyrirtæki sem leika mikilvægt hlutverk í stærri fréttum eru almennt markvert efni
Internetið
breyta- Áhugamálavefir, umræðuvefir, spjallsíður og blogg er ekki markvert efni
- Flash-teiknimyndir eru almennt ekki markvert efni, nema þær séu einstaklega vel þekktar
- Forritunarmál eru markvert efni ef notkun þeirra er útbreidd; Google er ásættanlegur prófsteinn á það
Menntun
breyta- Oft er lagt til að greinum um skóla sé eytt en sjaldnast næst samkomulag
- Kennarar, nemendafélög og skólastofur eru ekki markvert efni
- Námskeið eru ekki markvert efni (en þau eru venjulega um markvert efni, t.d. sálfræði)
- Prófessorar eru ekki markverðir nema þeir hafi lagt mikið af mörkum á sínu sviði. (sjá prófessorsprófið)
- Nemendur eru ekki markvert efni
Samgöngur og landafræði
breyta- Strætóskýli er ekki markvert efni
- Borgir og bæjarfélög eru markvert efni
- Helstu vegir og samgönguæðar eru markvert efni
- Um gatnamót ætti að fjalla í greinum um vegina sjálfa
- Lestarstöðvar eru markvert efni
- Flugvellir eru markvert efni
- Vötn, fjöll o.s.frv. eru markvert efni
Tónlist
breyta- Plötur og geilsadiskar eru markvert efni en grein þarf að innihalda meira en lagalistann
- Hljómsveitir og tónlistarmenn eru markvert efni ef þeir hafa gefið út tvær plötur hjá útgáfufyrirtæki (þ.e. ekki á eigin vegum)
- Um hljómsveitarmeðlimi ætti almennt að fjalla í grein um hljómsveitina nema ef um mjög fræga einstaklinga er að ræða
- Lagatextar eiga heima á WikiSource en eru oft brot gegn höfundarétti
- Lög eru venjulega ekki markvert efni
- Um sýningar og tónleikaferðalög ætti að fjalla í greinum um hljómsveitirnar eða tónlistarmennina sjálfa
Ábendingar um meðferð á öðru efni
breyta- Höfundaréttarbrot ætti að fjarlægja og merkja sem slíkt
- Orðabókarskilgreiningar
- Ef hægt er að víkka út umfjöllunina þannig að greinin verði alfræðileg ætti að stubbamerkja greinina með {{stubbur}}.
- Ef ekki, þá á greinin heima á Wiktionary
- Grein á erlendu tungumáli er ekki á réttri Wikipediu; þýðið textann eða eyðið greininni.
- Uppskriftir eiga heima á Wikibooks.
- Tilvitnanir eiga heima á wikiquote
- Orðalistar (t.d. latnesk orð sem eru notuð í ensku) eiga heima á wiktionary
- Greinum sem eru í eðli sínu hlutdrægar (t.d. „besta lag í heimi“) ætti að eyða
- Stundum má búa til afbrigði slíkra greina þar sem stuðst er við hlutlægan mælikvarða (t.d. „Lög sem hafa verið á toppi vinsældalista“)
- Árásarsíður (t.d. „Jón Jónsson er fáviti!“)
- ...eru oft góðar greinar sem hafa verið skemmdar; athugið breytingaskrána
- Ef ekki, eyðið þá greininni
Heimild
breytaFyrirmynd greinarinnar var „Wikipedia:Articles for deletion/Precedents“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 27. júlí 2006.