Rafsvið
Rafsvið er svið sem myndast í tímarúmi umhverfis rafhlaðnar agnir. Styrkur rafsviðs er táknaður með E og hefur SI-mælieininguna volt á metra, tákað með V/m. Rafsegulmagn er heiti á víxlverkun raf- og segulsviðs við rafhlaðna hluti, en því er lýst stærðfræðilega með jöfnum Maxwells.
Coulombslögmál lýsir rafsviðskrafti milli tveggja punkthleðsla.
Ef rafsvið fer um rafsvara (einangrara) skautast efnið og notast þar við s.k. hliðrunarrafsvið, táknað með D, sem skilgreint er þannig:
þar sem P er skautunarvigur og ε0 er rafsvörunarstuðull lofttæmis.
Vigrarnir P og E eru innbyrðist háðir:
þar sem χ er einingarlaus stærð, s.n. rafviðtak og lýsir hvernig efnið bregst við ytra rafsviði.
Því má einnig rita:
eða
þar sem er rafsvörunarstuðull.