Safn 16 | Safn 17 | Safn 18


Meðhöndlun munnlegra heimilda og blogg/vefskrifa

Ég er að safna heimildum um Íslenska Hátíðis-og tillidaga og hef ekki nema takmarkaðar heimildir þegar kemur inn á 20. öldina. Aftur á móti er ég farinn að spyrja fólk, sérstaklega eldra fólk, í kringum mig um minningar þeirra og þar er smásaman að púslast saman smá mynd af því hvernig sérstaklega fólk hélt upp á þessa daga og eins siði þeim tengdum.

Þá spyr ég, eru þetta frumrannsóknir og því ekki nothæfar? Hvernig fer ég með munnlegar heimildir? Ef ég til dæmis tek viðtal við einhvern og tek það upp og birti á netinu?

Ég velti líka fyrir mér í þessu sambandi muninum á því að vitna í til dæmis fréttavefi eins og rúv.is, eða blogg eða aðra vefi sem ekki hafa sömu útbreiðslu eða athygli.

Ég er byrjaður með demó síðu fyrir þetta verkefni á slóðinni: https://sites.google.com/site/islensktalmanak/ og mun væntanlega setja þar inn þær heimildir sem ég finn og falla utan hins samþykkta ramma Wikipedia og þá verður fólk að lesa þær þar til viðbótar við það sem fer inn í Wikipedia.

Geti þið hjálpað mér við að greiða úr þessu máli svo ég vinni þetta nú örugglega rétt.

Já, þetta er frumrannsókn. Ef þú ert hættur að leita í útgefnum heimildum og farinn að taka sjálfur viðtöl, þá er það frumrannsókn. Munnlegar heimildir eru ótækar; það er nefnilega ekki hægt að ráðfæra sig við þær. Þær eru ótækar af sömu ástæðu og við getum ekki sagt lesendum að hringja bara heim til okkar og spyrja okkur ef þeir trúa ekki því sem við höfum skrifað. Blogg ætti almennt ekki að vera notað sem heimild nema þá sem heimild um skoðanir bloggarans ef hann er viðfangsefni greinar; sá er munurinn á bloggi og fréttamiðli eins og RÚV að fréttamiðillinn er ritstýrður miðill með uppgefna ábrygðarmenn en bloggsíðu er einungis ritstýrt af bloggaranum, sem þarf ekki einu sinni að geta nafns síns. Það er eitthvað meira á síðunni Hjálp:Áreiðanlegar heimildir og þar er tengill á samsvarandi síðu á ensku sem er miklu ítarlegri. --Cessator 9. janúar 2011 kl. 18:49 (UTC)[svara]
En ef ég safna saman „ritgerð“ unna upp úr viðtölum við fólk sem lifði atburðina og siðina og safna slíkum upplýsingum skypulega sama á einn vef með þessu Almanaki mínu, get ég ekki, þótt ég væri ekki að nota það sem heimild, sett inn tengil á síðuna sem vísaði í þessa ritgerð? Þá gæti hver sá sem vildi fræðast um þetta nánar farið á þá síðu? --Bragi H 9. janúar 2011 kl. 22:10 (UTC)[svara]
En jafngildir það ekki að setja efni á bloggsíðuna sína og vísa svo í það? --Cessator 9. janúar 2011 kl. 23:43 (UTC)[svara]
En er ekki munur á heimildum annarsvegar og ábendingum um frekari lestur? Þá meina ég að ég myndi ekki nota þessar heimildir mínar í Wikipedia greininni, en gæti verið með tengil þar yfir í ritgerðina, ekki sem heimild, heldur ? ýtarefni ?, eða hvað gæti svona heitið? Er ég kannski komin út á svo hálan ís að ég ætti að sleppa þessu? Ég mun alltaf vinna þessa heimildavinnu fyrir Almanakið en þetta er bara spurning um hvað ég ætti/megi setja inn á Wikipedia.--Bragi H 9. janúar 2011 kl. 23:57 (UTC)[svara]
Jú, það er nú munur á heimild og ýtarefni. --Cessator 10. janúar 2011 kl. 00:41 (UTC)[svara]
Ég er frekar á því að í tilfelli almannaþekkingar/menningarþekkingar þá megum við slaka á heimildarkröfum, það eru ekki margar lærðar ritgerðir sem hafa birst um jólasveinana til dæmis en öll þekkjum við sögurnar af þeim og hvenær þeir koma til byggða. --Stalfur 10. janúar 2011 kl. 09:04 (UTC)[svara]
Ég tek það strax fram að ég vil ekki brjóta reglur Wikipedia en mig langar að geta á einhvern hátt komið að heimildaröflun sem oft er munnleg. Ég er að safna samtölum sem dæmi við gamalt fólk um gamla siði áður en það deyr, en ég er bara grúskari en ekki lærður fræðimaður og þetta eins og bennt er á flokkast frekar undir frumransóknir auk þess að vera að mikluleiti staðbundnar munnlegar heimildir en ekki almennar. Mig langar þó að nefna dæmi þar sem mér finnst ég mögulega geta samræmt þetta tvennt. Ég er núna í tengslum við Wikipedia færsluna um Þrettándann (og eins og ég er búin að komast að líka um Gamlárskvöld og Farfuglasamtökin, skrítið nokk) að safna heimildum um Álfabrennur, hvenær þær hófust, hvernig þær fóru fram og hvernig þær hafa þróast, enda eru þær að hverfa, lítur út fyrir að aðeins ein brenna hafi verið í ár og hver veit nema þær séu búnar að vera. Ég er að fara yfir auglýsingar og greinar í blöðum á timarit.is og tel mig geta notað það sem heimild, þótt takmörkuð sé, því ekki er allra brenna getið. Í bókinni Saga daganna eftir Árna Björnsson fer hann lítilega í upphaf þeirra en kemur bara fram með get-og tilgátur enda litlar heimildir til, eins og ég hef komist að. Spurningin er þá sú: Tíunda ég þá ekki það sem Árni segir, það er, ekki er alveg á hreinu hvernig siðirnir voru, tíðni brenna osf. en get ég ekki vísað í grein geymda annarstaðar, þar sem ég tæki saman það sem ég finn? Spurningin er þá líka hvernig ég myndi merkja þá tilvísun? --Bragi H 10. janúar 2011 kl. 11:20 (UTC)[svara]
Það væri væntanlega bara tengill á ytri síðu. Mér finnst þetta sniðugt framtak hjá þér en eins og reglurnar eru, þá er þetta ekki nothæf heimild (og ég er ólíkt Stalfi smeykur við að slaka á reglunum af því að ég sé fyrir mér að þá fari ýmsir sem hafa verið ósáttir við að fá ekki að hafa hér greinar um vini sína eða sjálfa sig eða hljómsveitina sína að taka viðtöl hverjir við aðra og kalla það heimildir). Þetta gæti orðið heimild ef þú fengir þetta gefið út einhvers staðar. --Cessator 10. janúar 2011 kl. 20:38 (UTC)[svara]
Það er munur á grein um vin sinn og grein um menningu og siði lands og þjóðar. Það er fjölmargt sem við skrifum greinar um sem ekki eru til heimildir um í doktorsritgerðum og álíka. --Stalfur 11. janúar 2011 kl. 14:48 (UTC)[svara]
Ég átta mig á því að það er munur á viðfangsefnum. En það er ekki munur á sannreynanleika ef við slökum á frumrannsóknabanninu með þessum hætti. Það er áhyggjuefnið. Það hefur aldrei verið gerð krafa um að til séu doktorsritgerðir um eitt eða neitt, svo að það þarf ekki að ræða það. --Cessator 11. janúar 2011 kl. 15:35 (UTC)[svara]
Ég hef verið að skoða nokkrar greinar víðsvegar á Ensku Wikipedia þar sem stundum eru settir tenglar í óhlutlausa vefi eða rit sem ýtarefni/viðbót og oft er það merkt „Further reading“. Ég sé fyrir mér að einhvernvegin þannig myndi ég ganga frá þessum tenglum svo alveg væri ljóst að ekki væri um heimildir að ræða og eins myndi ég ekki nota þessar upplýsingar sem heimildir í wikipedia greinunum. En eins og uppsetningum er yfirleitt háttað núna á Íslenska wikipedia þá höfum við bóklegar heimildir merkt „Heimildir“ en tildæmis vísanir í Vísindavefinn, sem ég hef litið á sem yfirleitt jafn góða heimild, sem „Tenglar“. Ef um sérflokk væri að ræða svo ljóst væri að til dæmis ætti ekki að rugla þessu efni mínu saman við Vísindavefinn, hvað ætti ég að kalla þetta? „Viðbótar efni“? „Ýtarefni“? „Skoðanir“? „Rannsóknir“? Þetta eru ekki tillögur heldur sett fram til að sýna að ég er dálítið tíndur í hvað þetta ætti að heita og hvernig ég ætti að setja þetta fram svo skýrt væri hvað þetta væri. --Bragi H 11. janúar 2011 kl. 17:08 (UTC)[svara]
Eins og ég sagði að ofan, þá held ég að þú gætir kannski gert þetta með því að setja bara inn ytri tengil (og þá undir kaflaheitinu „Tenglar“). Reglur um hvað má tengja í þar eru alls ekki eins strangar og frumrannsóknabannið — sem er undirstöðuatriði og bannar að efni greina byggi á frumrannsóknum. Eða þannig met ég þetta alla vega fyrir mitt leyti. Vísindavefurinn getur verið prýðileg heimild en það er líka hægt að vísa í hann sem ýtarefni án þess að viðkomandi grein á Vísindavefnum sé nýtt sem heimild og þá er við hæfi að tengja í hann ekki undir kaflaheitinu „Heimildir“ heldur „Tenglar“. Ég hef það reyndar fyrir reglu að nota sniðið {{vísindavefurinn}} ef ég er að tengja í Vísindavefinn sem tengil en vísa í hann skv. tilmælum Vísindavefsins ef greinin á honum er nýtt sem heimild til að styðja fullyrðingar í grein á Wikipediu; þá vísa ég í greinina af Vísindavefnum í nmgr. eða heimildaskrá alveg eins og hverja aðra heimild með nafni höfundar o.s.frv. Sjá til hér. --Cessator 11. janúar 2011 kl. 22:09 (UTC)[svara]
Ég er held ég farin að sjá myndina á þessu. Það hjálpaði mér líka að lesa greinina hér að neðan um „Lífræðigáttina“, því ég er í rauninni að vinna einskonar gátt, að minnstakosti þarf ég að skilgreina tréið vel og eftir viðurkenndum aðferðum. Ég held ég haldi mig við þína aðferð við tilvitnanir í sem dæmi Vísindavefinn til að byrja með og hafa að leiðarljósi að titlar minna greina séu sem gagnsæjastir, svo fólki sé strax ljóst hvað er bak við þá, sem og að halda mínum útlægu greinum öllum saman á einum stað þar sem ég jafnframt skýri út verkið og hvernig að því er staðið og hvernig tengingin við wikipedia er hugsuð og hagað. Óska samt eftir því að þið horfið yfir öxlina á mér með þetta og bendið mér á ef ég er að spóla út af sporinu. --Bragi H 11. janúar 2011 kl. 23:09 (UTC)[svara]

Wikimania 2011

Wikimania 2011 verður haldið í Haifa í Ísrael. Ég hvet ykkur til þess að sniðganga þessa ráðstefnu. --Jabbi 10. janúar 2011 kl. 23:19 (UTC)[svara]

Wikipedia málþing/vinnustofa 15. janúar kl. 10-13

Höldum upp á 10 ára afmæli Wikipedia með stæl! Ég er búin að fá stofu L-303 á 3. hæð í Listgreinahúsi Háskóla Íslands, Skipholti 37 frá kl. 10-12 á laugardaginn 15. janúar. Einnig er ég búin að búin að fá tölvuver L-019 á fyrstu hæð í sama húsi kl. 12-14. Ég er búin að tala við nokkra til að halda stutt erindi um opin gögn og wikipedía/mediawiki, wikimedians samfélög og hvernig eigi að skoða slík samfélög, vantar fleiri framlög frá Wikipedians, einhverjir til í að koma og segja frá sinni aðkomu? Hugsaði þetta sem stutt erindi kl. 10-12 og svo farið í tölvuver þar sem fólk getur lært að skrifa greinar í wikipedia. Er að setja upp slóð með dagskrá. Kommentið hér ef þið viljið koma með innlegg eða stinga upp á innleggi --Salvör Gissurardóttir 11. janúar 2011 kl. 14:54 (UTC)[svara]

Sniðugt. Ég kemst því miður ekki, en ef til vill getur þessi skýrsluómynd mætt í minn stað og komið að einhverjum notum? --Oddur Vilhelmsson 11. janúar 2011 kl. 17:45 (UTC)[svara]
Gaman að lesa þessa skýrslu. Hún sýnir svart á hvítu hvaða árangur svona verkefni getur haft (í bætum talið!) ef vel er haldið utan um það. --Cessator 11. janúar 2011 kl. 22:32 (UTC)[svara]
Oddur, frábært að lesa skýrsluna. Hefur þú einhver tök á því að taka upp örstutta kynningu 3-5 mín (t.d. í emission eða bara powerpoint talglærur)með þessari skýrslu? Það væri flott að hafa þig með á dagskránni, ég ætla að reyna að hafa innleggin aðgengileg svo fólk geti hlustað á þetta seinna. --130.208.179.54 12. janúar 2011 kl. 10:19 (UTC)[svara]
Góð hugmynd! Ég reyni að finna tíma á morgun eða hinn til þess að henda saman lítilli kynningu í Emission --130.208.225.129 12. janúar 2011 kl. 11:58 (UTC)[svara]
Mér líst mjög vel á þetta og ætla að reyna að mæta. Get þó ekki lofað mér. --Jabbi 11. janúar 2011 kl. 22:26 (UTC)[svara]
Dagskráin er að taka á sig mynd, staðfest innlegg eru þessi:
  • Setning (saga ensku og íslensku wikipedía, hvað er wikipedia, hvað er wiki?)
  • Salvör Gissurardóttir (OET, íslenska wikipedia, commons, wikibooks, wikiversity)
  • Sólveig Jakobsdóttir (opin námsgögn)
  • Allyson Macdonald (opin rannsóknargögn)
  • Ásrún Matthíasdóttir (wikibooks verkefni)
  • Tryggvi Björgvinsson (creativecommons.is)
  • Hróbjartur Árnason (wiki í fullorðinsfræðslu og endurmenntun)
  • Smári McCarthy (Wikipedians á Íslandi, íslenska wikipedia)

Þessi viðburður verður á vegum Rannum (rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun), FSFÍ (félag um stafrænt frelsi) og Ísfoss (félag um opinn hugbúnað og opin námsgögn í skólastarfi )og íslenskra wikiverja (erum því miður ekki búin að stofna félag.--Salvör Gissurardóttir 12. janúar 2011 kl. 11:23 (UTC)[svara]

Ég er búin að setja auglýsingu fyrir þennan viðburð á háskólavefinn og setja inn lýsingu og nánari dagskrá á enska afmælisvefinn og bæta Íslandi inn á heimskortið fyrir alla (yfir 340) viðburði vegna afmælisársins. Nú er bara að auglýsa þetta sem víðast, endilega látið berast og bætið við fleiri ef fleiri vilja koma með innlegg. --Salvör Gissurardóttir 13. janúar 2011 kl. 11:43 (UTC)[svara]
Sendu tilkynningu á helstu fjölmiðlana. Sumir vilja kannski mæta á staðinn og segja/sýna frá.--Jabbi 13. janúar 2011 kl. 13:06 (UTC)[svara]

Afmælisborði. Hæ, ég ætlaði að reyna að setja svona afmælisborða efst á síður eins og er núna á ensku wikipediu og víðar en ég kann það ekki. Er einhver sem getur sett það upp þannig að það keyri á morgun? --Salvör Gissurardóttir 14. janúar 2011 kl. 09:19 (UTC)[svara]

Ekki kann ég að setja svona afmælisborða. Ég stoppaði stutt áðan á viðburðinum og heyrði Hróbjart og Ásrúnu flytja erindi sín, þáði kaffi og köku. Ég vildi koma á framfæri þökkum til allra sem að þessu komu og þá sérstaklega til Salvarar fyrir að skipuleggja þennan viðburð. --Jabbi 15. janúar 2011 kl. 12:13 (UTC)[svara]

Niðurstöður kosninga í BNA - vantar aðstoð við snið og uppsetningu á töflum

Mig bráðvantar hjálp við að setja upp nokkrar síður um niðurstöður kosninga í Bandaríkjunum: Markmiðið er að setja annað hvort upp eina eða þrjár síður þar sem teknar eru saman í langan lista sögulegar niðurstöður þing, öldungadeildar og forsetakosninga, og síðan tenglar á síður um hverjar kosningar fyrir sig. Mér fyndist flottast ef það væri hægt að hafa eina síðu með einum lista þar sem niðurstöður allra kosninga hvers kosningaárs kæmu fram (prósent atkvæða og sæti/kjörmenn sem hvor flokkur fékk) fyrir þing, öldungadeild og forseta - en kannski yrði sú síða of þung eða klúðursleg - og þá væri hægt að hafa þrjár ólíkar síður.
Vandinn er sá að mig vantar hjálp við að ganga frá uppsetningu á þessum síðum, sniðinu semsagt, hverskonar töfluform osfv. Er ekki einhver sem gæti hjálpað mér við þetta?
Pælingin hjá mér er að þetta gæti orðið flott umgjörð um allar síðurnar sem bættust við um bandarísk stjórnmál í haust og góð grind til að safna inn í nýjum færslum. MagnúsSveinnHelgason 14. janúar 2011 kl. 15:24 (UTC)[svara]

Áttu þetta á öðru formi nú þegar þannig að hægt sé að sjá hvernig þú hugsar þetta? --Stalfur 14. janúar 2011 kl. 15:36 (UTC)[svara]
Ég gæti hjálpað með sniðagerð... Maxí 14. janúar 2011 kl. 16:54 (UTC)[svara]
Ekkert mál að aðstoða við svona. Eins og þú sást kannski Magnús þá var ég búinn að setja saman frekar beisik snið um bandarísk stjórnmál. --Jabbi 15. janúar 2011 kl. 12:14 (UTC)[svara]
Kannski er lingóið hjá mér ekki alveg á hreinu - ég átti við uppsetningu á töflu, með litakódum og öðrum grafískum fídusum sem gerðu auðveldara fyrir lesandann að átta sig á því um hvað væri að ræða svona "at a glance". Svo ætlaði ég að fylla upplysingarnar inn í þessa töflu, setja rétta liti í kassa osfv osfv. Ég hef skissað upp hugmyndir en þetta vex mér töluvert í augum! Mér datt líka í hug hvort þið gætuð bent á einhverjar tillögur einverstaðar á einhverjum útlenskum wikipedíum?
Svo datt mér í hug, að eftir að það væri komið þægilegt töfluform fyrir BNA þá væri hugs auðvelt að búa til síður fyrir önnur lönd með fárra flokka kerfi, t.d. Bretland.
Verst að ég kemst ekki á wikipediamálþingið í dag, þar hefði verið hægt að ræða þetta við kunnáttumenn í eigin persónu, en því miður, ég er að fara á fund um kvótamál!
Já, og þessi viðbót við bandarísku stjórnmálin var frábær - takk! Ég á ennþá eftir að fara í gegn um allar þær viðbætur, laga og samræma bæta í eyður hluti sem nauðsynlega vantar osfv. MagnúsSveinnHelgason 15. janúar 2011 kl. 12:43 (UTC)[svara]

Wikimedia Chapter fyrir Ísland

 
Hér erum við að skera Wikipedia 10 ára afmælisköku á málþingi þann 15. janúar

Málþingið og 10 ára afmælisfundur Wikipedia sem við héldum 15. janúar heppnaðist mjög vel. Rétt yfir 20 manns mættu og við fögnuðum afmælinu með Wikipedia köku eins og margar sveitir wikiverja gerðu á sama tíma víða um lönd. Það hefði verið betra ef formlega hefði staðið að þessum viðburði af íslensku wikipedia félagi, Wikimedia Chapter eins og eru víða í grannríkjum okkar. Hér fyrir einhverjum misserum vorum við að spá í að stofna svona félag en eftir því sem ég best veit varð aldrei úr því. Mig langar því til að taka upp þráðinn og taka að mér að athuga með áhuga og þátttöku í svona félagi og boða svo til stofnfundar og stofna formlegt félag, hér eru leiðbeiningar um hvernig eigi að standa að þessu. http://meta.wikimedia.org/wiki/Step-by-step_chapter_creation_guide Ég held að það sé um að gera að nota þetta afmælisár til að vekja athygli almennings á íslensku wikipedíu og hafa sérstakan afmælisviðburð/afmælisviðburði t.d. í desember á afmælisdegi íslensku Wikipedia. Þá er betra að hafa félag sem formlega leitar eftir samstarfi við aðra varðandi viðburði og ýmis konar samstarf t.d. varðandi umræður við Safnaráð o.fl. stofnanir varðandi að fá menningarefni sem farið er úr höfundarrétti inn í Wikipedia (t.d. myndir). Hvernig væri að halda stofnfund slíks félags þegar í febrúar? Við getum í leiðinni látið það vera einhvern afmælisviðburð. Það er einnig brýnt út að hafa félag sem bendir á hve mikið er að höfundarréttarlögum m.a. hvað varðar myndir af mannvirkjum. --Salvör Gissurardóttir 19. janúar 2011 kl. 14:30 (UTC)[svara]

Salvör á heiður skilinn fyrir dugnað sinn varðandi þessa afmælishátíð. Hér vekur hún máls á mjög þörfu máli, það að stofna Wikipedia-félag tel ég vera brýnt. Einnig allt ruglið í sambandi við myndbirtingar af hugverkum eins og byggingum. Þarft væri að grynna aðeins á því. - Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af Moi (spjall | framlög) 19. janúar 2011 kl. 15:39
Ég er með. --Jabbi 21. janúar 2011 kl. 23:17 (UTC)[svara]
Því ekki það. :D --Friðrik Bragi Dýrfjörð 22. janúar 2011 kl. 14:12 (UTC)[svara]
Lýsi hér með yfir stuðningi mínum. Arumaru 22. janúar 2011 kl. 14:26 (UTC)[svara]
Styð þetta eindregið (en á svosem ekki von á orðgerandi þátttöku af eigin hálfu - ekki oft sem ég nenni að þvælast suður yfir heiðar) --Oddur Vilhelmsson 22. janúar 2011 kl. 23:32 (UTC)[svara]
Déjà vu: Wikipedia:Wikimedia Ísland. En já, ég styð þetta auðvitað. --Cessator 23. janúar 2011 kl. 00:06 (UTC)[svara]

Ég nota tækifærið og beini athyglinni að drögunum sem gerð voru að samþykkt --Cessator 23. janúar 2011 kl. 00:22 (UTC)[svara]

Tengt efni - hvar á það að vera?

Ég er á því að Tengt efni (sem áður fyrr hét Sjá einnig) eigi að vera strax eftir flettutextanum, þeas áður en komið er að Heimildum, Tilvisunum og Tenglum. Mér finnst það haldist betra flæði í upplýsingum flettunnar þannig í stað þess að hafa tengt efni neðst niðri með tenglunum. Tengt efni er alltaf haft þannig á ensku Wikipediu og mér finnst það langtum snyrtilegast. --89.160.147.231 22. janúar 2011 kl. 13:54 (UTC)[svara]

Það var reyndar ákveðið fyrir mörgum árum samræma kaflaheitin og kaflaheitið „tengt efni“ varð fyrir valinu; þetta „sjá einnig“ (see also) er aðallega bara áhrif frá enskunni og er enn í sumum greinum en ætti ekki að vera enda var aldrei ákveðið að kaflinn ætti að heita því nafni. En hvar á þessi kafli heima? Strax á undan tenglunum, enda eru það tenglar, bara „innri“ tenglar. Þannig eru langflestar greinar settar upp hér á íslensku Wikipediunni. Persónulega finnst mér það gefa betra flæði enda eru þá skyldir kaflar saman. --Cessator 22. janúar 2011 kl. 14:10 (UTC)[svara]
Já, það stóð líka alltaf til að setja upp stílsnið fyrir grein. Ég tek undir það, að það sé eðlilegt að heimildarskráin verði allra síðust (enda les maður hana ekki, heldur smellir á vísa við tilheyrandi efnisgrein þegar maður er forvitinn um uppruna hennar). Í mínum huga ætti þetta að vera (inngangur)->(efnisyfirlit)->(meginmál)->(tengt efni)/(snið sem inniheldur tengt efni)->(tenglar)->(heimildaskrá)->(neðanmálsgreinar/tilvísanir)->(Flokkar). --Friðrik Bragi Dýrfjörð 22. janúar 2011 kl. 14:21 (UTC)[svara]
Ég var ekki að ætlast til að sjá einnig væri tekið upp aftur enda ömurlegt orðalag. --89.160.147.231 22. janúar 2011 kl. 14:26 (UTC)[svara]
Hér er enska stílsniðið fyrir viðauka. En það er samt ekki alveg rétt að því sé alltaf fylgt — til dæmis eru gæðagreinar á ensku sem fylgja þessu ekki, t.d. en:Greece runestones

Svona er þetta á ensku:

  1. Works or Publications
  2. See also
  3. Notes and/or References
  4. Further reading
  5. External links
  6. Navigation templates (footer navboxes)
  7. Defaultsort
  8. Categories
  9. Stub templates
  10. Interlanguage links

Ég legg til:

  1. Helstu ritverk
  2. Tilvísanir / Neðanmálsgreinar
  3. Heimildir / Heimildaskrá
  4. Ýtarefni
  5. Tengt efni
  6. Tenglar
  7. Ýmis snið
  8. Stubbasnið
  9. (Defaultsort)
  10. Flokkar
  11. interwiki-tenglar

--Cessator 22. janúar 2011 kl. 14:41 (UTC)[svara]

Ég er mjög ósammála Friðriki um að hafa tilvísanir/neðanmálsgreinar á eftir heimildaskrá enda les maður fyrst tilvísunina og finnur síðan fulla færslu um heimildina í heimildaskránni. Sbr. hvernig ritgerðir eru almennt settar upp — ef tilvísanir eru ekki í sviga í meginmálinu, þá eru þær annaðhvort neðanmáls eða í aftanmálsgreinum sem koma á undan heimildaskránni (ef það er yfirleitt heimildaskrá); alla vega er ljóst að í öllum tilvikum mætir tilvísunin fyrst auga lesandans og svo heimildaskráin. Ég er líka mjög ósammála því að hafa tengla (útværa tengla) ekki neðsta. --Cessator 22. janúar 2011 kl. 14:47 (UTC)[svara]

Afhverju ekki hafa See also = Tengt efni á sama stað? Ég skil það ekki. Einsog þetta er á þessum list þá brýtur þetta upp flæði upplýsingana. Að mínu viti. Það hætta flestir að lesa þegar kemur að tilvístunum osfrv. Og já vissulega tengla neðst. --89.160.147.231 22. janúar 2011 kl. 14:50 (UTC)[svara]
Að mínu mati er flæðið betra ef tengt efni er næst á undan tenglunum enda sams konar upplýsingar: hvort tveggja eru tenglar, fyrst innri tenglar og svo ytri tenglar. --Cessator 22. janúar 2011 kl. 15:05 (UTC)[svara]
Og já hver er munurinn á tilvísunum og neðanmálsgreinum? er einhver? og ef ekki, afhverju ekki þá bara hafa tilvísanir. Lang hreinlegasta orðið. --89.160.147.231 22. janúar 2011 kl. 14:56 (UTC)[svara]
Það þarf ekki að vera neinn munur á tilvísunum og neðanmálsgreinum en getur þó verið svolítill munur. Tilvísanir eru vísanir í heimildaskrána (t.d. „Jón Jónsson (1999), bls. 15“) og í heimildaskránni eru svo allar upplýsingar sem þarf til að finna viðeigandi rit t.d. á bókasafni. Neðanmálsgreinar geta innihaldið ekkert nema tilvísanir og þá er enginn munur en sumir nota nmgr. til hins ýtrasta, hafa þar alls konar athugasemdir um t.a.m. heimildina sem vísað er í o.s.frv. (t.d. „Sjá Jón Jónsson (1999), bls. 15, sem þó misskilur efnið. Jón telur x vera y og byggir á P ...“). Það getur beinlínis farið fram umræða í nmgr. em höfundur telur ekki eiga erindi í meginmálið. En kaflaheitin „Tilvísanir“ og „Neðanmálsgreinar“ eru annars notuð jöfnum höndum hér. --Cessator 22. janúar 2011 kl. 15:05 (UTC)[svara]
Mig langar að vita afhverju við höfum þetta ekki einsog á ensku, sænsku, dönsku osfrv wikipediu - ef ekki öllum öðrum tungumálunum? Ég held satt að segja að þetta sé einmitt haft svona á hinum málunum af því innri tenglarnir kveikja oft ný tengsl í sambandi við áðurskrifað efni, og þeir þurfa að koma strax eftir textann, ekki niður hjá ytri tenglunum sem eru beint ítarefni. Tengt efni getur því farið framhjá lesandanum, af því flestir lesa bara textann og svo ekkert meir. --- Má ég spyrja afhverju höfum við þetta ekki eins? Og ekki koma með að margt sé ólíkt hér - ég veit það. En afhverju? Og er ég einn að berjast fyrir þessu? Og hvaða önnur tungumál setja þetta svona fáránlega upp einsog við? --89.160.147.231 22. janúar 2011 kl. 15:58 (UTC)[svara]
Eins og ég sagði ofar, þá hefur stílsnið fyrir greinar aldrei verið búið til. Þetta er þörf umræða þess vegna. Það er ekki verið að setja neinar reglur með því að ræða málið og reynslan hefur sýnt að það er ekki alltaf gott að taka upp reglur samfélaga á öðrum tungumálum án þess að ræða málin örlítið fyrst. Enginn ástæða til að örvænta. :) --Friðrik Bragi Dýrfjörð 22. janúar 2011 kl. 16:12 (UTC)[svara]
Það er rétt að neðanmálsgreinar ættu að vera á undan heimildaskrá. Hins vegar finnst mér að tengt efni eigi að koma á undan neðanmálsgreininum samanber enska stílsniðið. Til gamans greip ég í Britannica (1963) og þar er vísað í tengt efni (see also) og svo síðast kemur heimildaskrá. Ef tenglarnir ættu að fylgja eins og Cessator leggur til (og ég sé ekkert að því) þá ættu þeir einnig að vera á undan neðanmálsgreinum. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 22. janúar 2011 kl. 16:04 (UTC)[svara]
Það væri þá líka frávik frá enska mótinu, þar sem tenglar eru alltaf neðstir af sjáanlegu efni. Mér fyndist það líta býsna undarlega út. Til gamans og samanburðar við Britannicu leit ég á Stanford Encyclopedia of Philosophy og þar kemur tengt efni (related entries) á eftir heimildum og reyndar líka á eftir útværum tenglum. (Sjá t.d. „Consequentialism“) --Cessator 22. janúar 2011 kl. 16:25 (UTC)[svara]
Hvaða tungumál hafa þetta svona einsog við? Erum það bara við? Ættum við þá ekki að endurskoða þetta? Ég fæ höfuðverk af að hafa þetta í þessar röð sem mælst er til að hafa þetta hér að ofan. Grínlaust. Mér finnst flæðið skipta máli, og innri tenglar eru hluti flæðinu. Að mínu furðulega viti. --194.144.0.162 22. janúar 2011 kl. 18:23 (UTC)[svara]
Bíddu nú hægur, við erum að taka þessa rökræðu — ekki satt? — þannig að spurningu þinni um hvort við ættum að endurskoða þetta er auðsvarað: við erum að því. Skoðum þá af yfirvegun rökin. Þín virðast vera að (a) við ættum að hafa þetta eins og allir aðrir; (b) það hæfir betur smekk þínum að hafa það þannig; og (c) flæðið skiptir máli. Þessu svara ég að (a) er langt í frá sjálfsagt og ætti ekki að setja okkur fyrirfram skorður hvað varðar niðurstöðuna í þessari endurskoðun; ef við komumst að þeirri niðurstöðu að við viljum hafa þetta öðruvísi en t.d. enska Wikipedian, þá gerum við það. Þannig að (a) hrekkur skammt. Við þurfum ekki að gera þetta eins og allir aðrir. Þá er það (b) og ég ætla alls ekki að útiloka smekksrök; en þá ber að hafa í huga að aðrir eru kannski öðru vanir. Sjálfur segi ég að tillagan sem ég erði að ofan hæfi betur mínum smekk, þannig að þá stendur smekkur gegn smekk. Ef við förum eftir smekk notenda — og það er alls ekki útilokað — þá ættum við að gera það einungis eftir að margir hafa lagt orð í belg þannig að smekkur sem flestra sé tekinn með í reikninginn. Að lokum flæðið í (c) og þar er ég sammála þér að flæðið skiptir máli en ósammála þér um að það sem þú leggur til gefi betra flæði; þvert á móti held ég að flæðið sé betra ef tenglar eru allir saman, fyrst innri tenglar og svo ytri. Innri tenglarnir eru hluti af flæðinu, segir þú, en allt og ég meina allt í greininni er hluti af flæðinu; líka inngangur, líka heimildir, líka ytri tenglar. Spurningin er hvar innri tenglar eiga heima í flæðinu — hverju eru þeir skyldastir? Ég segi að (innri) tenglar séu skyldastir (ytri) tenglum; þú segir að þeir séu skyldari meginmálinu. Ég veit ekki af hverju og þú mættir reyna að koma betur orðum að því. --Cessator 22. janúar 2011 kl. 22:47 (UTC)[svara]
Ég er bara á því að innri tenglar eru áframhalandi krækjur og geta beint lesandum í ólíkar áttir, óvæntar áttir, en ytri tenglar eru meira um efnið sjálft, ýtarefni um efnið. Innri tenglar leiða fólk til að kynna sér hliðartengd efni, jafnvel ævisögu einhvers sem tengist efninu mjög sterklega hérlendis eða annars staðar. Ytri tenglar tengjast efninu sterkari böndum. Annars vil ég að það verði kosið um þetta - eða fleiri tjái sig um þetta. Finnst út í hött að hafa þetta svona. Og hef ekki séð nægileg rök að við eigum að hafa þetta svona, en ekki hinsegin. Hvað segja aðrir, og hver eru þá rökin að hafa þetta svona hér en ekki einsog öll önnur tungumál? --194.144.0.162 24. janúar 2011 kl. 16:28 (UTC)[svara]
Er ég einn um þessa sturlun? Þeas að vilja hafa þetta einsog þetta er annarsstaðar? Hvað segið þið? --89.160.147.231 25. janúar 2011 kl. 13:24 (UTC)[svara]
Ég hef alltaf skilið innri tengla þannig að þeir ættu í raun heima í meginmálinu og væru því tímabundin ráðstöfun þar til greinin innihéldi tæmandi umfjöllun um efni sitt (og þá viðkomandi tengla líka). Ég hef alltaf litið á þá sem visst stílbrot og finnst sniðin betri aðferð til að tengja greinar. Mér er sum sé eiginlega sama hvort þeir standa á undan tilvísunum/heimildaskrá eða á eftir. --Akigka 25. janúar 2011 kl. 21:33 (UTC)[svara]

Fela vélmennin

Hvernig væri að fela vélmennin í breytingaskránum eða að minnsta kosti bjóða upp á þann möguleika? Það liggur við að margar breytingaskrárnar séu orðnar ólæsilegar vegna fjölda vélmennabreytinga sem eru yfirleitt ekki það sem maður leitar að þegar kíkt er í breytingaskrána... pæling Jóhannesbjarki 31. janúar 2011 kl. 18:53 (UTC)[svara]

Í sumar var reynt að afskrá flest vélmennin eða banna þau en það reyndist okkur ofviða að koma sumum eigendum vélmenna í skilning um ástæðurnar. Þess vegna eru núna fullt af vélmennum sem eru ekki skráð (af því að við höfum ekki samþykkt skráningu þeirra) en ef við bönnum þau öll, þá geta afleiðingarnar orðið víðtækar. Annars veit Ævar mest um þetta. --Cessator 31. janúar 2011 kl. 19:22 (UTC)[svara]
Ef vélmenni eru merkt sem slík eru þau sjálfkrafa falinn í breytingarskránni. Hins vegar geta þeir sem keyra vélmenni greinilega ekki skilið dónaskapinn sem felst í því að biðja ekki um merkingar á vélmenni sín og gera breytingarskránna þannig illlæsilega fyrir mannlegum notendum. Flest þeirra gera það sama, svo sem bæta við interwiki tenglum o.s.frv. og það er algjör óþarfi að hafa mörg slík vélmenni (eða mér liggur allavega ekki svo á að þeim sé bætt við á rauntíma). Ein leið er einfaldlega að banna þessi vélmenni jafnóðum og vísa í Wikipedia:Vélmenni, þeir sem telja sig uppfylla þessi skilyrði geta sótt um merkingu. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 31. janúar 2011 kl. 23:20 (UTC)[svara]

Forsíðan - vissir þú...

Þarf ekki að fara bæta nýju efni inn í Vissr þú...? Þetta er búið að vera svona nokkuð lengi...--89.160.147.231 5. febrúar 2011 kl. 18:23 (UTC)[svara]

Taktu til hendinni :) --Cessator 5. febrúar 2011 kl. 18:31 (UTC)[svara]
Þarna stendur núna: … að 127 Hours er sannsöguleg kvikmynd um fjallgöngumann sem festi hendi sína og sagaði hana af? - betra væri: … að 127 Hours er sannsöguleg kvikmynd um fjallgöngumann sem festir höndina og neyðist til að saga hana af? Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af 194.144.0.162 (spjall | framlög)
Bættu endilega úr þessu. --Cessator 12. febrúar 2011 kl. 02:42 (UTC)[svara]
Ég bara kann það ekki, svo ég segi alveg einsog er. --194.144.0.162 12. febrúar 2011 kl. 02:57 (UTC)[svara]
Ég er búinn að breyta þessu fyrir þig. Ef þú hefur áhuga á því að breyta einhverju þá ferðu einfaldlega á Wikipedia:Vissir þú... og smellir á breyta-flipann efst á síðunni.--Jóhann Heiðar Árnason 12. febrúar 2011 kl. 03:14 (UTC)[svara]

Photo request

Hi! I have a photo request for the Iceland Express head office at Grímsbær Efstaland 26 IS-108 Reykjavik - Thank you WhisperToMe 13. febrúar 2011 kl. 09:03 (UTC)[svara]

It just may not be possible, due to Commons rules of Icelandic buildings. Per Icelandic copyright laws, the copyright expires 70 years after the death of the architect. Offical Commons policy is that no picture of an Icelandic building may be uploaded before that date. The neighborhood that the Iceland Express HQ is in was built in 1965-1975 and quite frankly given that the architect almost always dies after the building has been built, a picture of the Iceland Express HQ would be a violation of those rules. In short, if a picture of the Iceland Express HQ would be taken, it would be deleted on commons.--Snaevar 13. febrúar 2011 kl. 17:10 (UTC)[svara]
The picture could be hosted on individual wikipedias, under non-CC terms. It could not be hosted on Commons due to the CC-nature of the place. --Stalfur 16. febrúar 2011 kl. 13:23 (UTC)[svara]
Eiga þessar höfundaréttarreglur um hús bara við skránignu á CC? Eða eru þetta líka Íslenskar höfundaréttarreglur? Hvar get ég fundið einhverja lesningu um þetta, ég hafði aldrei heyrt um þetta áður fyrr en hér. --Bragi H 18. febrúar 2011 kl. 7:59 (UTC)
Í íslenskum höfundalögum (16. gr.) stendur eftirfarandi: "16. gr. Heimilt er að taka og birta myndir af byggingum, svo og listaverkum, sem staðsett hafa verið varanlega utanhúss á almannafæri. Nú er bygging, sem nýtur verndar eftir reglum um byggingarlist, eða slíkt listaverk, sem áður greinir, aðalatriði myndar, sem hagnýtt er til markaðssölu, og á höfundur þá rétt til þóknunar, nema um blaðamyndir eða sjónvarpsmyndir sé að ræða.". Það er þessi síðasta setning sem fer fyrir brjóstið á Commons af því reglur WP gera ráð fyrir því að hægt sé að nýta efni hennar í hagnaðarskyni ef einhverjum sýnist svo (t.d. birta á vefsíðu sem fjármögnuð er með auglýsingum - eða prenta og selja eintök). Þetta er það sem á ensku heitir "right to panorama" sem er sum sé takmarkaður skv. íslenskum höfundalögum. Þess vegna hefur öllum myndum þar sem bygging eftir íslenskan arkitekt er aðalatriði myndar verið hent út af commons (eða stendur til að henda út). Ég veit samt ekki hvort þetta er almennt þekkt á Íslandi eða hvort einhverjir arkitektar hafa nokkurn tíma beitt þessu ákvæði fyrir sig. --Akigka 18. febrúar 2011 kl. 09:12 (UTC)[svara]
En ef ég hýsti mynd á Íslenska wikipedia (get ég það ekki og þá undir ekki eins þröngum Wikimedia Commons skilyrðum, skilyrðum sem samræmdust íslenskum höfundarréttarlögum. Er ekki einhver útgáfa af Creative Commons sem myndi passa?) eða á öðrum Íslenskum vefþjóni undir ekki eins þröngum skilyrðum, gæti ég notað hana á is.wikipedia? --Bragi H 18. febrúar 2011 kl. 12:54 (UTC)[svara]
  • Tja, í raun og veru myndi annað Creative Commons leyfi ekki redda hlutunum á Commons. Það er til CC BY-NC leyfi sem bannar sölu á myndum, sem myndi leysa "freedom of panorama" vandamálið. En, ástæðan fyrir að það virkar ekki, er sú að Commons hefur aldrei staðfest það leyfi. Annars eru til fleiri staðfest leyfi á Commons en CC, þau eru FreeArt og GFDL en þau leysa ekki málið heldur. Að hlaða inn myndinni á is.wikipedia.org er annað mál, þannig að jú, þú gætir hlaðið henni hingað inn.--Snaevar 18. febrúar 2011 kl. 14:02 (UTC)[svara]
Það er reyndar spurning með OTRS-leyfis kerfið. Segjum sem svo að það sé til mynd af íslenskri byggingu sem aðalatriði myndar og leyfi arkitekts byggingarinnar (eða rétthafa eftir andlát hans) liggur fyrir í gegnum OTRS. Væntanlega er í því tilfelli leyfinlegt að hlaða þeirri mynd inn á Commons, er það ekki annars?--Snaevar 18. febrúar 2011 kl. 14:02 (UTC)[svara]

BeZt í heimi.

Zetan, eins glæsileg og hún er, er ekki íslenskur stafur, ég legg til að þessari síðu verði breytt í „BeSt í heimi“. Klandri 17. febrúar 2011 kl. 23:21 (UTC)[svara]

Zetan er ekki lengur hluti af lögboðinni réttritun sem kennd er í skólum en það er samt enn leyfilegt að skrifa áfram eins og maður lærði að skrifa og sumir kjósa að gera það. Svo hafa sumir tekið upp á því þótt þeir hafi aldrei lært það í skóla, það er vissulega svolítið tilgerðarlegt en ekkert athugavert við það ef rétt er með farið. Svo er zetan reyndar (auka)stafur í íslenska stafrófinu, notaður til að skrifa t.d. nöfn Íslendinga (sem heita nöfnum skráðum í Þjóðskrá með zetu) og ýmis erlend nöfn. Rétt eins og við notum líka c og w. --Cessator 18. febrúar 2011 kl. 01:24 (UTC)[svara]

Þýðingar

Er ekki ásættanlegt að þýða enskar Wikisíður beint og nota sömu heimildir? Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af Klandri (spjall | framlög)

Jú, það er ásættanlegt, enda ensku Wikisíðurnar ekki höfundaréttarvarðar frekar en annað efni á Wikipediu. Og það sem meira er, það getur flýtt mikið fyrir að nota greinarnar sem þegar eru til á öðrum málum sem fyrirmyndir. --Cessator 18. febrúar 2011 kl. 01:18 (UTC)[svara]
Jú, það má alveg taka undir þetta með Cessatori, en þó er líklega rétt að slá eins og einn varnagla: Það er töluvert um ónákvæma, óviðeigandi og (í einstaka tilfellum) ranga heimildanotkun á erlendu síðunum. Ég myndi því mæla með því að tékka á heimildunum - að þær séu góðar og að rétt sé eftir þeim haft. --Oddur Vilhelmsson 24. febrúar 2011 kl. 17:09 (UTC)[svara]

Wikipedia - einn áratugur ( fyrirlestur S.G. 22. febrúar) kl. 12-13

Ég verð með fyrirlestur 22/02/2011 12:00 - 13:00 í aðalbyggingu Menntavísindasvið við Stakkahlíð/Háteigsvegur í stofu E205 Það kom smátilkynning um það í Fréttablaðinu (það vantaði nú einhverjar upplýsingar) og svo var ég í viðtali við Jórunni vegna Víðsjár í dag og fer í viðtal í Morgunútvarpið Rás 2 á morgun (22. feb) kl. 8:30 Hér er lýsing:

Salvör Gissurardóttir lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands flytur erindi í málstofu á vegum Rannsóknarstofu í upplýsingatækni og miðlun (RANNUM). Erindið er um þekkingarsköpun og samvinnuskrif í alfræðiritinu Wikipedia í myndefni, textum og tenglum. Fjallað verður um þróun Wikipedia á þeim áratug sem liðinn er frá því að vefurinn var stofnaður 15. janúar 2001. Wikipedia verður skoðuð út frá menningar- og sögulegri starfsemiskenningu. Skoðuð verður þróun og samspil Wikipedia og samfélags þeirra sem leggja inn efni (Wikipedians), verkfæra (d. tungutækniverkfæra) og reglna (s.s. um heimildanotkun).--Salvör Gissurardóttir 21. febrúar 2011 kl. 12:07 (UTC)[svara]

Like --Jabbi 21. febrúar 2011 kl. 21:54 (UTC)[svara]

Tölfræði um ísl. Wikipediu

Skýt þessu inn hingað ef þið vissuð ekki af þessu, tölfræðigögn frá Wikimedia-stofnuninni um íslensku wikipedia: töflur og gröf. --Jabbi 24. febrúar 2011 kl. 12:51 (UTC) mjög áhugavert --Salvör Gissurardóttir 1. mars 2011 kl. 19:00 (UTC)[svara]

Stafsetning á leiðbeiningum fyrir nýja notendur

Hæ, var að fá ábendingu um að það eru nokkrar stafsetningarvillur í texta sem birtist nýskráðum notendum. Textinn er svona: "Þú hefur nú þegar fengið staðfestingarpóst sendann; ef það er stutt síðan þú bjóst til aðganginn þinn, væri ráð að býða í nokkrar mínútur eftir póstinum áður en að þú byður um að fá nýjan kóða sendann." Það þarf að laga þetta. Veit ekki hvaða skjal um er að ræða. Einhver sem hefur upplýsingar eða getur breytt? --Salvör Gissurardóttir 26. febrúar 2011 kl. 11:52 (UTC)[svara]

Þetta er kerfismelding, þ.e.a.s. hluti af MediaWiki hugbúnaðinum, ekki venjuleg wiki-síða. Hana er hægt að nálgast hér. Ég var að enda við að breyta textanum og vona að þetta sé skárra núna. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 27. febrúar 2011 kl. 00:06 (UTC)[svara]
Svo ég bæti því kannski við hér, þá á enn eftir að þýða töluverðan hluta kerfisins og mikið mætti bæta. Þeir sem hafa áhuga ættu endilega að kynna sér þýðingarverkefnið translatewiki.net þar sem flest okkar sem erum skráð þar höfum verið lítið virk í lengri tíma. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 27. febrúar 2011 kl. 00:10 (UTC)[svara]

Foundation Images Policy

Hi everyone,
I am Yosri from Malay Wikipedia. Recently I was informed by certain parties that MS Wiki need to delete any images tagged as Non-Commercial under Foundation Licensing policy. After I have done some studies, I realised that Wikipedia Foundations is moving towards allowing commercialises all images, as such they are acting on behalf of commercial company to require all images loaded with tagging Non-Commercial in all Wiki Project to be removed, including those loaded in local Wiki. You are only allowed to licenses your images under "free content", which specifically allows commercial reuse, example GDLF 1.2. Certain images is exempted under a very narrow EDP ("exemption doctrine policy") definition. If you all already aware about this, please ignore this comment. Otherwise, for more details please visit http://commons.wikimedia.org/wiki/Commons:Village_pump#Wikimedia_projects_still_using_non-commercial-only_images.3F Yosri 2. mars 2011 kl. 05:13 (UTC)[svara]

Yosri bendir hér á mikilvægt atriði. Ég held að fáir átti sig ennþá á því að Commons gagnasafnið er núna orðið verðmætasta "eign" Wikipedia og það er í mínum huga glerljóst að þessar miklu takmarkanir sem hafa verið settar á hvaða myndir mega verða þar inni eru ekki takmarkanir sem miðast við notkun í Wikipedia verkefnum eins og þau eru núna. Það er mjög líklegt að langtímamarkmið sé gagnasafn sem hægt er að nota mun víðar en innan Wikipedia m.a. í ýmis konar seldri þjónustu. Það þarf hins vegar ekki endilega að vera slæmt. Það getur verið með þeim hætti að Wikipedia myndir og annast konar miðlaefni sé hægt að nota á sjálfvirkan hátt á alls konar wikikerfum. Ég nefndi sem dæmi að Wikia (sem btw er commercial fyrirtæki í eigu Jimmy Wales ef ég fer rétt með) getur tekið myndir beint úr Commons myndasafninu. Ég hef sjálf verið með ýmsa tilraunawiki (mediawiki) vefi og m.a. látið nemendur gera verkefni á slíku formi. Það er mjög bagalegt og óþægilegt að þurfa fyrst að hlaða niður og síðan að hlaða upp myndum af Commons, ekki síst vegna flækjustigs höfundarréttarmála og ég vildi gjarnan hafa rútínu sem hleður myndum beint inn frá Commons. Það er raunar til svoleiðis nánast sjálfvirkt kerfi sem hleður myndum með CC leyfi frá Flickr inn á Commons (Magnusbot). Það truflar mig raunar ekki að einhverjir aðrir noti verk með frjálsum aðgangi í viðskiptatilgangi þó það sé pirrandi þegar skrýtnir aðilar raka saman efni sem sjálfboðaliðar hafa gert og setja í skrýtið samhengi (t.d. Wikipedia vs Wapedia og openclipart vs clker.com) en það er áhyggjuefni ef aðgangur að auglýsingastráðu efni er einfaldari og aðgengilegri fyrir almenning en aðgangur að sama efni án auglýsinga. Þannig var á tímabili um clker.com, það var (og er) betra en openclipart og ég sé að þar er efni frá mér (þrjár myndir hérna http://www.clker.com/search/salvor/) sem annað hvort hafa verið teknar af Commons eða openclipart án þess að ég vissi af. Það er nú í fínu lagi, ég setti þessar myndir með Public Domain leyfi. En ég hef skilning á því að efni á Commons verði að vera með sem frjálsustum aðgangi og magn efnis er það mikið að Wikipedia getur alveg leyft sér að vera með strangar reglur. Versta sviðsmyndin er að wikipedia safnið veslist upp eftir að hákarlar hirða þar efni sem sjálfboðaliðar hafa safnað saman. Besta sviðsmyndin er að Wikimedia Commons haldi áfram að vera öflugur/öflugasti gagnagrunnur opins miðlaefni sem hentar sem myndlýsingar með texta en hafi ef til vill tekjur af því að selja aðgengi að myndefni (þ.e. þjónustu til að auðvelda það, myndefnið er þegar ókeypis) til annarra aðila (t.d. fræðslustofnana/skóla). --Salvör Gissurardóttir 8. mars 2011 kl. 10:19 (UTC)[svara]
Yosri er að býsnast yfir því að eitthvert stórfyrirtæki geti grætt á myndefni hans sem er asnalegt því allt sem hann skrifar á Wikipedia er sjálgefið undir slíku leyfi. Allt efni ætti á endanum að vera frjálst (GFDL) og í þeim tilfellum sem höfundalög takmarka aðgang okkar að upplýsingum (eins og myndefni gefið út af opinberum stofnunum hér á landi eða ljósmyndir af nýbyggingum) þá á að breyta höfundalögunum því þau eru heimskuleg. Þetta var einhvern tímann rætt, 2005, í sambandi við fair notkun á myndefni og þá var gerð ákveðinn málamiðlun þannig að allt myndefni sem var frjálst var sent á Commons og annað efni sem ekki var hægt að fá frjálsa útgáfu af, þurfti að merkja með greinargóðum hætti og er geymt á verkefnissíðunni. Það er eðlilegt að hér sé því geymt fair use myndefni en það er fáránlegt að setja inn myndefni sem maður hefur sjálfur búið til undir leyfi eins og CC-BY-NC því þessi undanþága var ekki gerð í þeim tilgangi að sérvitringar gætu sett inn efni hérna undir hvaða leyfi sem þeim dettur í hug. E.s: Annars er ekki tæknilega flókið að nota myndir af Commons verkefningu á mediawiki-kerfi á heimavefþjón: sjá stillingaratriði hér. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 8. mars 2011 kl. 13:16 (UTC)[svara]
takk fyrir upplýs. um hvernig maður stillir Commons á eigin mediawiki. Ég var reyndar búin að finna út hvernig ég get látið ogv og ogg skrár frá Commons spila, gerði það með að nota Widget viðbót fyrir html5. svona interwiki tengingar bjóða upp á ýmsa spennandi möguleika fyrir að samnýta fræðsluefni og nota Commons og Wikipedia sem grunnþekkingarsöfn/uppflettirit. --Salvör Gissurardóttir 9. mars 2011 kl. 11:35 (UTC)[svara]
Ég djöflaði mér í gegnum það að lesa allt það sem Yosri er hér að býsnast yfir ásamt því að lesa mér til um mismunandi skráningar og rök Commons fyrir því að takmarka myndefni þar við að leift sé að selja það. Fyrir þessa lesningu var ég frekar fráhverfur henni en eftir að hafa lesið mig í gegnum hana er ég orðin henni sammála. Mér finnast rök Salvarar líka góð. Ég sé þetta þannig að þótt einhver taki myndir sem settar eru inn undir leyfinu CC BY-SA og selji þær, séu þær eftir sem áður „ókeypis“ þeim sem finnur þær eftir öðrum leiðum og þannig frjálsar öllum til afnota þannig að leyfið takmarkar ekki aðgengi neins að myndinni. Ef myndasmiður aftur á móti vill stýra því hvernig mynd hanns sé notuð þá eigi hún varla erindi á Commons né wikipedia frekar en ef viðkomandi vildi halda í höfundarrétt sinn á því sem hann skrifar á wikipedia. Commons mun aldrei geta lokað fyrir aðgang að safninu og bara selt aðgang, leyfið bannar það í rauninni. Ég sé þetta mikið frekar sem leyfi til virðisaukandi sölu eins og Salvör bendir á, tildæmis gæti sá sem byggi til góða leitarvél hagnast á að selja auglýsingar á leitarvélar síðuna osf. Það er svipað og í forrita bransanum, Linux kjarninn er ókeypis, en hver sem er má bæta við hann og selja viðbótina. Það takmarkar ekki aðgengi neins að upphaflega ókeypis kjarnanum. Ég er sjálfur að setja inn myndir á Commons vegna þess að mér finnst Íslenska wikipedia alveg óskaplega mynda fátæk af Íslenskum myndum. Ég er að fá myndir hjá fólki og ganga í gegnum það aftur og aftur að skýra í löngu máli hvað þetta táknar og af hverju fólk ætti að „gefa“ myndirnar sýnar, jafnvel þótt einhver annar gæti mögulega hagnast á því. Mér finnst því löngu orðið tímabært að creative commons sé þýtt og kynnt almennilega fyrir Íslendingum og sérstaklega innan kerfisins eins og ljósmyndasöfnum og stofnunum ríkisins. Mér skilst að aðeins einn maður hafi unnið í þessu máli að ráði en hafi ekki tíma til þess að standa í þessu einn svo það vantar fleiri hendur til þess að vinna í þessu. Ég er til í að gera allt sem ég get en það vantar fleiri og það þyrfti að skipuleggja starfið svo hægt væri að hreifa við mörgum ríkisstofnunum sem eru allt að því steinrunnar. Í þessu sambandi vil ég líka benda á að í vinnu minni þarf ég oft að nota myndir sem eru skráðar CC BY-SA og ég er líka að dreifa á netinu efni sem ég skrái undir CC-BY-NC en það efni er líka af ólíkum toga og á ekki erindi á vef eins og wikipedia, ég þekki því og hef notað nokkuð þessar leitarvélar sem Salvör minnist á hér að ofan og hef því séð þann virðisauka sem sumar þeirra skapa og finnst ekkert óeðlilegt að viðkomandi megi setja auglýsingar á leitarvélarvef sinn. Bragi H 9. mars 2011 kl. 12:37 (UTC)[svara]

Hvaða ritil notar Wikipedia?

Getur einhver frætt mig um hvaða ritill er núna sjálfgefinn á Wikipedia? Ég er að reyna að setja upp Mediawiki sem sýnishorn/æfingatól og langar til að hafa sama ritil og Wikipedia en finn hann ekki. Sé t.d. hérn http://www.mediawiki.org/wiki/WYSIWYG_editor --Salvör Gissurardóttir 9. mars 2011 kl. 11:41 (UTC)[svara]

Ertu að spá í þetta hér: http://www.mediawiki.org/wiki/MediaWiki:Edittools ? --Friðrik Bragi Dýrfjörð 12. mars 2011 kl. 00:34 (UTC)[svara]
Hérna er kóðinn af ensku en:MediaWiki:Edittools.js. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 12. mars 2011 kl. 00:41 (UTC)[svara]

Upplýsingabox

Ég hef verið að hugsa hvernig væri að búa til upplýsingabox sem væri upp í hægri hornið fyrir biskupa, konunga osfrv. Upplýsingabox biskupa gæti verið fyrsta tilraun. Í því yrði þá mynd (ef til væri), fullt nafn þar yfir (eða undir). En annars kæmur fram þar einnig þessar upplýsingar:

  • Aldur við andlát:
  • Aldur við biskupseið: (þeas á hvaða aldri varð viðkomandi biskup)
  • Ár á biskupsstóli: (fjöldi þeas).
  • Maki/hjákonur: (ef einhver/einhverjar)
  • Börn: (ef einhver)
  • Brauð: (þau brauð sem viðkomandi biskup gegndi áður hann en varð biskup).

Hvað segið þið - er þetta hægt? Eða er áhugi fyrir þessu? --89.160.147.231 17. mars 2011 kl. 16:41 (UTC)[svara]

Þetta er hægt og þér er velkomið að framkvæma þetta. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 17. mars 2011 kl. 17:15 (UTC)[svara]
Málið er að ég er þvagheili þegar kemur að öllu sem heitir að búa til snið eða hvað þetta heitir. Bara kann það ekki. En ég hef áhuga á að fylla í hólfinn - því mér þykir áhugavert að sjá svona upplýsingar samankomnar á einum stað um valdafígúrur. --89.160.147.231 17. mars 2011 kl. 17:23 (UTC)[svara]

Wikiverkefni & fjölmiðlar

Hafi einhver vafi leikið á því að fjölmiðlar noti wiki-verkefnin þá bendi ég áhugasömum á þessa frétt þar sem mynd frá Commons er notuð. --Jabbi 20. mars 2011 kl. 14:27 (UTC)[svara]

Vísindamenn og Wikipedia

Wikipedia is quite engaging. --Stalfur 22. mars 2011 kl. 16:34 (UTC)[svara]

veiting bottflagga

Enn og aftur ítreka ég að ef við ætlum að halda þessari vélmennastefnu til streitu, þá þarf einhver sem eitthvað vit hefur á þessum fyrirbærum að fara yfir umsóknir á Wikipedia:Vélmenni og veita viðkomandi flögg ef við á. Við getum ekki bara bannað og aðhafst svo ekkert meir. --Akigka 22. mars 2011 kl. 22:29 (UTC)[svara]

Það er ekkert sjálfsagðara en að banna vélmenni. Það eru einhver 650 merkt vélmenni á ensku Wikipedia sem er hundrað sinnum stærri, svo ekki sé minnst á margfalt fleiri virka notendur. Tilgangur þessara vélmenna getur ekki verið annar en að auðvelda okkur lífið og sjá um leiðinleg verkefni eins og að samtengja allar greinar á mismunandi tungumálum. Ef þau íþyngja vinnu ykkar sem eru virk, þá bannið þið þau ef ykkur sýnist og það getur þá verið vandamál eiganda vélmennisins að réttlæta veru þeirra hér. Ég bannaði nokkur óvirk vélmenni og einhver vélmenni sem mér sýndist vera gera lítið gagn, en nennti ekki að þræta við einn gaur sem vildi halda stöðu sinni hér. Það segir mér bara að hinir vélmennaeigendurnir eru ekki virkir eða nákvæmlega sama. Það bætir afskaplega litlu við verkefnið hér að 100 interwiki tenglum við farsí sé bætt við, en það er samt allt í lagi að gera það ef vélmennið er að bæta við interwikitenglum frá margfalt fleiri verkefnum í leiðinni. Þið sjáið þetta bara af breytungum vélmennana eða yfirheyrið þá sem eru að sækja um. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 23. mars 2011 kl. 23:20 (UTC)[svara]

How far is it possible for the Icelanders to understand Medieval Icelandic?

In one of the old text books I bought, Aspekte van Taal (Aspects of Language), Professor F.F. Odendal states on page 26 that Icelandic, as a language, has changed very slowly over the centuries, if you would compare it to other European languages, such as English, Dutch and German.
First of all, I would like to know if this is true.
Secondly, if this is the case then, would it be possible to the general Icelandic public (if you take tertiary education out of the picture) to read and understand a medieval Icelandic text of the Middle Ages? All right, state it differently: How far in history would the language be comprehensible to you – the 18th, 16th, 14th century Icelandic, maybe?
Thank you - I would like to hear from you!
Autumn-greetings from a curious South African. Suidpunt 1. apríl 2011 kl. 21:40 (UTC)[svara]

Many Icelanders would be able to recognise the words and forms in texts written as far back as the 12th century, if not understand the meanings. The ability of Icelanders to read texts in Old Norse/Old Icelandic is often overstated, although the languages are very similar there have been considerable shifts in vocabulary, semantics and syntax since this time. Grammatically modern Icelandic is extremely similar to that of Old Norse, and has lost comparatively few inflectional features compared to Danish, Norwegian or Swedish, which have all undergone dramatic inflectional simplification, much like that of modern English when compared with Old English. Most Icelanders would read the sagas with updated orthography and footnotes to explain phrases/words which are unclear or have changed considerably in meaning. One example that springs to mind is the word gólf, which in Old Norse carried a meaning of a "small room" or "alcove", but in modern Icelandic carries the meaning "floor". An example of orthographical change would be the insertion of "u" before words ending in -r, for example ON hestr "horse" vs. Ice hestur. There were also more vowels in Old Norse, many of which have merged in modern Icelandic. I hope this gives you a rough idea of the kind of answer you were looking for. Maxí 1. apríl 2011 kl. 23:06 (UTC)[svara]
It varies. In some cases, as Maxí says, the vocabulary has changed somewhat and would need footnotes; in other instances hardly at all. Compare for instance this passage from Snorra-Edda, in 13th or 14th century Icelandic, then in Modern Icelandic. As you can see, every word is the same, although the spelling has changed:
„Niorðr a þa konv, er Skaþi heitir, dottir Þiaza iotvns. Skaþi vill hafa bvstað þann, er att hafþi faþir hennar; þat er a fiollvm nokqvorvm, þar sem heitir Þrymheimr, enn Niorðr vill vera nær sæ; þa/ sættvz a þat, at þav skyldv vera niv nætr i Þrymheime, en þa aðrar niv at Noatvnvm. En er Niorðr kom apptr til Noatvna af fiallinv, þa qvad hann þetta:“
„Njörður á þá konu er Skaði heitir, dóttir Þjassa jötuns. Skaði vill hafa bústað þann er átt hafði faðir hennar. Það er á fjöllum nokkrum, þar sem heitir Þrymheimur. En Njörður vill vera nær sæ. Þau sættust á það að þau skyldu vera níu nætur í Þrymheimi en þá aðrar níu að Nóatúnum. En er Njörður kom aftur til Nóatúna af fjallinu, þá kvað hann þetta:“
I just asked a 17-year old to read the first (Old Icelandic) text and after she had stumbled over the spelling at first, she found it fairly easy. That would certainly not be the case with every medieaval text, however. --Navaro 1. apríl 2011 kl. 23:28 (UTC)[svara]
Generally speaking, prose from as far back as the 12th, possibly even 11th century is understandable to high school students. In school they start reading these texts at the age of 14 or 15. Orthographic conventions in modern editions vary, some use modern spelling and punctuation, others use a standardized version of the ancient orthography (although "orthography" isn't the right word for it, since the there simply was no orthography to speak of at the time of composition in the 11th-13th centuries; hence the standardization because the alternative would be to print the manuscripts). These changes are no greater than e.g. the changes that a Latin text undergoes before being printed; no scholarly edition of Cicero prints the manuscripts, some editions use both v and u whereas others use only u, and some editions even make use of the letter j, which Cicero cenrtainly didn't use. The changes made to the texts in modern editions of Old Icelandic are minor and the comparison between the passages that Navaro gives above perhaps even makes them seem greater than they actually are. Grammar remains very similar, syntax quite similar and even semantics in most cases. Perhaps this is helpful: Icelanders read 12th century prose (the sagas) with about as much ease, or perhaps even greater ease than native speakers of English read Shakespeare. Old Icelandic poetry on the other hand is much more difficult and modern Icelandic readers require much more help in order to understand it. --Cessator 1. apríl 2011 kl. 23:51 (UTC)[svara]
I have to say as a native English speaker I find reading Shakespeare terrifying. Maxí 2. apríl 2011 kl. 15:48 (UTC)[svara]
In that case perhaps the sagas are more comparable to Milton; or something in between. --Cessator 2. apríl 2011 kl. 16:02 (UTC)[svara]

I want to personally thank each one of you: Maxí, Navaro and Cessator.
That's just awesome! Icelanders must have a very stable culture - I mean, not even the Dutch, Germans and English speak exactly the same language their parents did! It seems almost impossible that a language could change so slowly; for there is no way the Dutch could even understand Van den Vos Reynaerde (12th century) without advanced tertiary education! Are the rest of the world just rebellious towards their parents, or do you Icelanders have a secret family recipe keeping the language constantly the same? (^_^)
In my own experience here in South Africa, the type of "Biblical Afrikaans" used in the 1930s are already sort of mystic to the general modern Afrikaans public. There is the same atmosphere in the Afrikaans language of 1925 as with the English used in 19th century, such as in the original Sherlock Holmes series, which is certainly different than the 21st century English
As you can see, in Afrikaans we are constantly "subject to" English, which causes slang to become the norm. I think informality is our biggest problem - we are following the American trends like sheep. Gradually, useful Afrikaans / Dutch words has fallen out of use, just to be replaced by latinisation. This is mostly because the Afrikaans-speakers are too lazy to consult a dictionary, and directly "translates" it. For an example, in the 1950s "brutaal" used to mean "cheeky", "arrogant" (such as used by the Dutch) but today it means "cruel", which is the same as the English "brutal".
Nowadays, I try to revive the "goeie ou woorde" (good old words) expressions and use it, avoiding the use of any Latin- or English-sounding word, without soundig archaic. The other day, I chatted with a teenager (16) through Facebook and he noticed: "Your Afrikaans are of a very high class". I'm 21. Perhaps attitude towards a language plays a major role.
I can't tell you how much I admire Icelandic - it's probably the only pure Germanic language left that has not been infiltrated by Latin weed. Keep up the good work and may the creativity never stop!
@Maxí: As a native English speaker, how did you learn Icelandic? It looks extremely difficult to master!
Lekker aand vir u! (Lovely evening for you!) Suidpunt 2. apríl 2011 kl. 16:47 (UTC)[svara]

Samvinnan rís úr öskustónni

 
Fuglinn Fönix rís með reglubundnu millibili úr öskustónni. Vonandi þarf samvinna mánaðarins bara að gera það einu sinni.

Eftir tvö ár á hrakningum í kjölfar alþjóðlegrar fjármálakreppu, bankahruns og annara leiðinda er samvinna mánaðarins komin aftur á blússandi skrið. Samvinnan var upprunalega á forsíðunni en var skiljanlega tekin af henni þegar engin gaf sér lengur tíma til þess að uppfæra hana. Er ekki tilvalið að gefa samvinnunni annað tækifæri á forsíðunni bæði í ljósi þess að hún hefur verið uppfærð fimm mánuði í röð og virðist vera séstaklega lífleg í þessum mánuði.--Jóhann Heiðar Árnason 4. apríl 2011 kl. 18:52 (UTC)[svara]

Góð hugmynd. --Jabbi 4. apríl 2011 kl. 20:56 (UTC)[svara]

Í raun og veru þarf að endurmeta hver staðan sé á samvinnunni. Allar greinarnar sem átti að stofna eru stofnaðar, til dæmis. Ég legg til að í stað þeirra séu óskað eftir greinunum Saga Færeyja, Færeysk menning og Sýslur í Færeyjum. Síðan þarf einnig að endurmeta hvaða síður þurfi að bæta við.--Snaevar 16. apríl 2011 kl. 15:20 (UTC)[svara]

læra íslensku

Halló, ég skemmta mjög íslenskrar tungu og ég velti því ef þú gætir mælum með forrit til að læra íslensku. MY Íslenska er ekki mjög góð, eins og þú gætir séð .. Sjáumst, Joseph Borriello, New York, USA:)

Að nota glósur á Facebook sem heimildir

Ástæða þess að ég spyr hvort við getum notað Facebook Glósur sem heimildir (að því tilskyldu auðvitað að viðkomandi glósuskrifari hafa þær stilltar þannig að allur netheimur geti lesið þær) eru greinin um myndlistaverkið „Fallegasta bók í heimi“ og sýninguna sem hýsir verkið „Koddu“ hér á wikipedia. Þetta er mál í stöðugri framvindu og eitt atriði málsins hef ég bara fundið inni á Facebook sem er bréf frá einum stjórnarmanni NÝLÓ þar sem hann segir sig úr stjórninni. Getum við (að ofangreindum skilyrðum sem ég nefni) ekki vísað í slíkar glósur sem heimild rétt eins og aðrar vefsíður? Eða þurfum við að bíða eftir því að einhver veffréttamiðill taki málið upp? Bragi H 25. apríl 2011 kl. 20:35 (UTC)[svara]

Myndi það ekki jafngilda frumrannsóknum? --Cessator 25. apríl 2011 kl. 21:44 (UTC)[svara]
Ertu búin að skoða greinina um Fallegustu bók í heimi? og sýninguna KODDU? Þar er vitnað í fréttatilkinningar frá stjórn NÝLÓ og yfirlýsingar aðila úr fréttum vefmiðla en þessa fréttatilkynningu (sem ég finn bara sem glósu skrifaða af viðkomandi á Facebook síðu hanns) um að hann segi sig úr stjórn NÝLÓ er ég ekki að finna annarsstaðar. Því vil ég ekki bæta því inn í greinina þar sem ég er ekki með það á hreinu hvort Facebook glósa er ásættanleg heimild. Bragi H 25. apríl 2011 kl. 21:58 (UTC)[svara]
Ég er að vísu ekki búin að spurja viðkomandi hvort þetta bréf sé aðgengilegt annarstaðar á netinu en á Facebook er það hér: https://www.facebook.com/nylistasafnid#!/notes/p%C3%A1ll-haukur-bj%C3%B6rnsson/br%C3%A9f-til-f%C3%A9lagsmanna-n%C3%BDlistasafnsin-s%C3%BDnenda-%C3%AD-koddu-og-s%C3%BDningarstj%C3%B3rnar/2008654459985. Eftir stendur samt þessi spurning almennt ekki bara í þessu ákveðna tilfelli. Bragi H 25. apríl 2011 kl. 22:06 (UTC)[svara]

Nýjir flokkar vegna greina um umdeilt myndlistarverk

Í ljósi umræðunnar um og greinanna um „Fallegasta bók í heimi“ annarsvegar og hinsvega sýningarinnar “KODDU“ er ekki ástæða til að skilgreina og samræma undirflokka undir flokkinn „Íslensk menning“ hvað varðar íslenska myndlist? Ættu flokkarnir Íslenskir myndlistarmenn, Íslensk myndlistarvek og/eða Íslensk nútímalist ekki að vera til sem undirflokkar undir Íslensk menning==>Íslensk myndlist? Bragi H 27. apríl 2011 kl. 11:59 (UTC)[svara]

Gakktu endilega í það. --Jabbi 29. apríl 2011 kl. 12:01 (UTC)[svara]
Ég er að lesa um flokkunarkerfið og er ekki að átta mig nógu vel á því hvernig ég stofna flokka og undirflokka, hvar finn ég leiðbeiningar um það? Bragi H 7. maí 2011 kl. 11:58 (UTC)[svara]
Flokkar eru stofnaðir á svipaðan hátt og greinar, nema þeir eru alltaf með forskeytið Flokkur:. Flokkar þurfa síðan alltaf að vera meðlimir í öðrum flokkum (fyrir utan Flokkur:Efnisflokkar). Segjum svo að einhver ætli að stofna flokkinn Orka, þá leitar hann að Flokkur:orka, stofnar síðuna og setur síðan innri tengil á yfirflokkinn [[Flokkur:Eðlisfræði]]. Með því að setja þennan innri tengil, er flokkurinn Orka orðinn undirflokkur flokksins Eðlisfræði. Til eru tvær greinar um flokka Wikipedia:Flokkastaðall og Hjálp:Flokkar.--Snaevar 10. maí 2011 kl. 11:48 (UTC)[svara]

Grein um höfundarrétt

Vegna óbeinnar tengingar við Wikipediu bendi ég á grein eftir sjálfan mig um stöðu höfundarréttar: Huglægur höfundarréttur í þekkingarþjóðfélaginu Kv, --Jabbi 29. apríl 2011 kl. 12:01 (UTC)[svara]

Multilingual Challenge

Please help: replace this red text with a translation of the English message below. Thank you!
Announcing the Derby Multilingual Challenge

This is the first multilingual Wikipedia collaboration. All Wikipedians can take part, in any Wikipedia language. The challenge runs from 1 May until 3 September 2011.
Sign up now!
" Wikipedia is particularly pleased to see that Derby Museums are encouraging the creation of articles in languages other than English." (Jimmy Wales, 14 January 2011)

Andrew Dalby 2. maí 2011 kl. 12:37 (UTC)[svara]

Harry Mulisch

Can someone translate articel about the most famous Dutch writer?

From what language? A link would help :) Jóhannesbjarki 3. maí 2011 kl. 18:08 (UTC)[svara]

"Geotagging": Hva bør den islandske artikkelen hete?

(Den engelske artikkelen, en:geotagging)

A propos, nye artikler på norsk, som er relaterte til "geotagging":

Mvh, --Kollibris 8. maí 2011 kl. 02:25 (UTC)[svara]

translatewiki commons

Opnað hefur verið fyrir þýðingar á hinu nýja upphleðslukerfi commons Upload Wizard á translatewiki.net. Hér með er óskað eftir sjálfboðaliðum til að þýða viðmótið yfir á íslensku.--Snaevar 20. maí 2011 kl. 23:41 (UTC)[svara]

Stjörnumerkin

Sæl, ég tók eftir því að það eru ekki til greinir yfir stjörnumerkin. Það væri frábært ef einhver hefur áhuga á svona og nennti að taka að sér að rissa eitthvað niður. Jóhannesbjarki 30. maí 2011 kl. 15:07 (UTC)[svara]

Ég bætt við stuttri grein. --バルドゥル 31. maí 2011 kl. 08:32 (UTC)[svara]

"The connection was reset"

Núna undanfarið (mánuðum saman) hef ég margoft lent í því að ég get ekki vistað breytingar á wikipedia greinum, það kemur "the connection was reset". Það á bæði við íslensku og ensku wikipedia. Stundum þarf ég að reyna margoft, oftast gengur það fyrir rest. Einnig get ég alls ekki vistað myndir á Commons, það er alltaf rofin tengingin. Er ég ein um þetta vandamál? Þetta er ekki vandamál með aðra Mediawiki vefi sem ég vinn með. --Salvor 4. júní 2011 kl. 17:04 (UTC)[svara]

Unblocking request

Hi. My Bot User:PixelBot has been blocked one year ago for inactivity. Please unblock it, because I am reactivating it. --89.204.153.116 22. júní 2011 kl. 21:14 (UTC) (de:pixelFire)[svara]

Template namespace initialisation script

Hello. Some years ago, developers used Template namespace initialisation script to move some pages from the MediaWiki to the Template namespace, and left some useless redirects.

Consequently, the following pages should be deleted :

  1. Melding:Stubbur
  2. Melding:Sitesupportpage
  3. Melding:All system messages
  4. Melding:All messages

For more informations, please see this request (meta).

Thanks -- Quentinv57 23. júní 2011 kl. 19:05 (UTC)[svara]

Call for image filter referendum

The Wikimedia Foundation, at the direction of the Board of Trustees, will be holding a vote to determine whether members of the community support the creation and usage of an opt-in personal image filter, which would allow readers to voluntarily screen particular types of images strictly for their own account.

Further details and educational materials will be available shortly. The referendum is scheduled for 12-27 August, 2011, and will be conducted on servers hosted by a neutral third party. Referendum details, officials, voting requirements, and supporting materials will be posted at Meta:Image filter referendum shortly.

Sorry for delivering you a message in English. Please help translate the pages on the referendum on Meta and join the translators mailing list.

For the coordinating committee,
Philippe (WMF)
Cbrown1023
Risker
Mardetanha
PeterSymonds
Robert Harris

greinar mannanafna og tungumálatenglar

Hver er stefna is.wiki samfélagsins um tungumálatengla á greinum mannanafna sem tengja á aðgreiningarsíður?--Snaevar 4. júlí 2011 kl. 14:32 (UTC)[svara]

held að það sé engin skrifuð stefna en ég hef amk fylgt þessu eins og t.d. varðandi Örn þ.e. færa mannsnafnið á grein sem heitir Örn (mannsnafn). Það er gott að hafa ákveðna stefnu og láta mannanafnagreinar ekki vera í of miklu öndvegi (sem þær reyndar eru núna vegna þess að Ægir smelltu á sínum tíma inn þúsundum greina um mannanöfn) og það verður því alltaf að tékka á þegar maður tengir í orð sem eru notuð líka sem nöfn t.d. nöfn á dýrum eða jurtum hvort það tengi í mannanafn og búa þá til aðgreiningarsíðu. --Salvor 7. júlí 2011 kl. 13:35 (UTC)[svara]
Það var reyndar ég en ekki Ægir. --Stalfur 16. júlí 2011 kl. 23:35 (UTC)[svara]
hæ, tók ekki eftir að þú varst sérstaklega að spyrja um tungumálatengla. Af hverju ættu að vera tungumálatenglar á mannanafnagreinum? --Salvor 7. júlí 2011 kl. 13:47 (UTC)[svara]
Ef til er grein á erlendu máli sem fjallar um það sama og einhver íslensk grein, þá ætti að tengja í erlendu greinina. Það skiptir engu þótt um mannsnafn sé að ræða. Til dæmis íslenska greinin John, sem tengir að sjálfsögði í ensku greinina en:John (given name), enda fjalla þær um sama fyrirbærið. Spurning Snaevars er síðan eilítið flóknari því hann spyr um aðgreiningarsíður sérstaklega. En ég held að það sama gildi og í öðrum tilvikum: ef erlend grein fjallar um það sama og einhver íslensk grein, þá er rétt að tengja þær. Ef erlend aðgreiningarsíða fjallar um það sama (þ.e. aðgreinir á samsvarandi hátt) og íslensk aðgreiningarsíða, þá er rétt að tengja þær. --Cessator 7. júlí 2011 kl. 14:11 (UTC)[svara]
Það sem ég veit um málið er að nýnorska wikipedia hefur þá stefnu að setja aðgreiningarsíður á mannanöfn. Aðgreiningarsíðurnar eru þá með nafnhafa mannanafnsins og mín ágiskun er sú að mannanafna greinarnar tengist á aðgreiningarsíðurnar þess vegna. Annars svo ég svari Salvör þá eru skandinavísku tungumálin oft með svipuð mannanöfn (þ.e. mannanöfn sem eru rituð eilítið öðruvísi eins og t.d. Arnljót og nn:Arnljot og hafa þá þróast útfrá sama mannanafninu í fornnorrænu). En spurningin um hvort tungumálatenglar eigi að vera á mannanafnagreinum er svoldið stærra mál heldur en upphafslega hugdettan snýst um.--Snaevar 24. júlí 2011 kl. 13:00 (UTC)[svara]
En norska nafnið Arnljot er karlmannsnafn og ætti því ekki að tengja það við íslenska kvenmannsnafnið Arnljót, heldur karlmannsnafnið Arnljótur. Það eru svo margir „falsvinir“ í þessu og þarf að fara með gát þegar verið er að tengja.--85.220.31.220 24. júlí 2011 kl. 13:35 (UTC)[svara]

Atburðasniðið á forsíðunni

Er hægt að breyta atburðasniðinu þannig að það sé einhverskonar hámark á því hversu margir atburðir birtast þar eða hversu mikið pláss sniðið má taka. Mér finnst forsíðan ekki flott í dag þar sem atburðasniðið tekur allt of mikið pláss og sniðið vinstra megin (grein mánaðarins) lítur verr út fyrir vikið.

Síðan velti ég því fyrir mér hvort það þurfi að vitna í heimildir á síðunum um daga ársins. Ég sé að það er ekki gert á öðrum Wikipedium og ég býst við því að ástæðan sé sú að þeir atburðir sem eiga erindi á síðurnar séu atburðir sem séu það eftirtektaverðir að það þurfi ekki að vitna í heimildir til þess að staðfesta að þeir hafi átt sér stað (síðan eru tilvísanirnar ekki flottar þegar þær birtast í sniðinu á forsíðunni). --Jóhann Heiðar Árnason 27. júlí 2011 kl. 09:21 (UTC)[svara]

Ég er sammála þessum aths. Kíki á þetta og reyni að laga til. --Jabbi 27. júlí 2011 kl. 10:43 (UTC)[svara]

Hi! I'm Nicolai from the Faroese Wikipedia. I can see that you guys have been able to translate your search box (in the upper-right) into Icelandic "Leita". Our still says "Search" in English. Could anyone here help us to translate ours as well into "Leita"? Niceley July 28th 2011

Fyrirspurn

Er ekkert netfang þar sem maður getur sent ábendingar um villur? Ég finn það hvergi - væntanlega minn sauðsháttur. Veit ekki einu sinni hvort ég á að spyrja um þetta akkúrat hérna.

Hlynur Þór Magnússon htm@snerpa.is

Nei, það er ekkert slíkt netfang, þ.e. ef ég skil þetta rétt. Wikipedia er stjórnendalaust sjálfboðaliða- og samstarfsverkefni ólaunaðra áhugamanna. Rekirðu þig á villu breytirðu henni sjálfur með því að ýta á flipa efst til hægri sem heitir "breyta", og lætur gjarnan fylgja rökstuðning. Fjalli færslan um þig sjálfan eða eitthvað þér nátengt er hinsvegar vert að fara að öllu með gát og leita ráða hjá reynsluboltum á Wikipediu. Snæfarinn 29. júlí 2011 kl. 20:04 (UTC)[svara]

Takk. Bentu mér á „reynslubolta“! Var að ráfa og rakst á efni sem snertir mig sjálfan. Þar er tenging í nafnið Halldór Jónsson - rétt nafn að vísu - en alrangur maður. Ég kann ekki að breyta þessu og hef ekki heilsu til að reyna að finna það út.

Þetta er í grein um Spurningakeppni fjölmiðlanna http://is.wikipedia.org/wiki/Spurningakeppni_fj%C3%B6lmi%C3%B0lanna. Árið 2005 erum við Halldór Jónsson nefndir réttilega sigurvegarar. Hins vegar er tengt í kolvitlausan Halldór Jónsson. - Hlynur Þór Magnússon.

Lagaði þetta. Alltaf varasamt þegar tengt er í greinar sem ekki eru til, um menn sem heita algengum nöfnum. Svo skrifar einhver grein um alnafnann og þá verður til tenging í rangan mann.--Navaro 29. júlí 2011 kl. 20:33 (UTC)[svara]

Bestu þakkir, Navaro. Svo er bara að eyða þessum færslum hér út - vill einhver gera það ... - HÞM

Spjalli á þar til gerðum síðum er ekki eytt. Spjalli hér í Pottinum er sömuleiðis haldið til haga. --Cessator 29. júlí 2011 kl. 22:21 (UTC)[svara]
Hjálp! Opera-vafrinn minn getur ekki lengur sett upp Íslensku síðuna, heldur kemur hún eins og langur listi, án síðusniða o.þ.h., þó að það gangi vel með allar útlensku síðurnar :( 88.149.88.220 12. ágúst 2011 kl. 19:13 (UTC)[svara]

Heimsókn frá Eistlandi

Ivo Kruusamägi er væntanlegur til Íslands og verður hér 9.-19. ágúst. Hann er í stjórn eistneska Wikimedia-félagsins og möppudýr á eistnesku Wikipediunni. Hann hefur áhuga á að hitta íslenskt Wiki-fólk, set bréfið hans hér að neðan ef einhver er til í þetta, er sjálfur svo óvirkur í þessu um þessar stundir að ég hef lítið til málanna að leggja í bili!

Hi! My name is Ivo Kruusamägi and I am an administrator at Estonian Wikipedia and a board member of Wikimedia Eesti (our local chapter). I am writing because I will be visiting Iceland in August (from 9th to 19th) and so maybe there will be reasons to meet (either with you or with some of your colleague). Two relatively small Wikipedias and two chapters (one just formed, other probably forming) -- thous seem to create a good chance that there will be something to discuss with. As I have not jet made very specific plans of how to fill my vocation then just let me know if some of local wikipedians might be interested to meet. I am sure that there won't be any problem of finding time for that :) Best wishes, Ivo Kruusamägi“

— .

--Stalfur 3. ágúst 2011 kl. 09:39 (UTC)[svara]

Ensk heiti

Er ástæða að hafa ensk heiti á dýrategundum hér á Wikipedia. Í fjölmörgum hvalagreinum hefur þeim nýlega verið bætt við. Masae 7. ágúst 2011 kl. 13:54 (UTC)[svara]

Það er sennilega óþarft. --Cessator 7. ágúst 2011 kl. 15:59 (UTC)[svara]
IW-tenglarnir ættu að nægja. Engin ástæða til að taka ensku fram yfir önnur tungumál með þessum hætti. --Akigka 7. ágúst 2011 kl. 21:23 (UTC)[svara]

Wikipedia:Articles for deletion

Hello,

Is there an equivalent of en:Wikipedia:Articles for deletion in is: Wikipedia?

Best regards,

Vargenau 11. ágúst 2011 kl. 09:06 (UTC)[svara]

No, not really. Do you have a suggestion? You can bring it up here or on the relevant discussion page. --Cessator 11. ágúst 2011 kl. 14:44 (UTC)[svara]
I would suggest to delete all empty categories Bókaárið xxx.
They will probably always stay empty.
See http://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Kerfiss%C3%AD%C3%B0a:%C3%93nota%C3%B0ir_flokkar&limit=500&offset=0
Best regards,
Vargenau 12. ágúst 2011 kl. 06:53 (UTC)[svara]
 
Illustration of the categories linked with Flokkur:Bókaárið 444.
If all empty categories of Bókaárið xxx are to be deleted, then in the cases when every book year of the decade is to be deleted, then the appropriate categories with the prefix Bókaáratugurinn have to be deleted as well, as their only purpose is to link to Bókaárið categories.--Snaevar 12. ágúst 2011 kl. 11:28 (UTC)[svara]
Yes. In fact I had begun to create some of them, but realized in was useless. Vargenau 12. ágúst 2011 kl. 18:34 (UTC)[svara]
All done.--Snaevar 19. ágúst 2011 kl. 23:24 (UTC)[svara]
Thank you very much. We now have some hundreds of unused years categories :-( Vargenau 24. ágúst 2011 kl. 19:14 (UTC)[svara]

Fundraiser 2011 translation

Hi! I am Jon Harald Søby, and I work for the Wikimedia Foundation during the 2011 fundraiser. I am looking for people who can help coordinating the translations into Icelandic for this year's fundraiser. The coordinator task is to help find translators and quality checkers, and make sure the translations are done in time. If you want to help out with coordinating, translating or quality checking, add your name to this list or send me an e-mail at jsoby@wikimedia.org. Jsoby 17. ágúst 2011 kl. 17:21 (UTC)[svara]

Article requests

An article that would be helpful in Icelandic is:

Would anyone mind writing a short stub on it?

Thanks WhisperToMe 8. september 2011 kl. 16:28 (UTC)[svara]

Rökkvi Vésteinsson niðrandi efni án heimilda

Á síðunni minni stendur:

"Hann hefur lent í því að þurfa endurgreiða uppistönd vegna þess að hann hafi þótt óviðeigandi eða ófyndinn. Af sömu ástæðu var honum bannað að skemmta nokkurntíma aftur á Hverfisbarnum."

Þetta er niðrandi efni og hvergi getið heimilda auk þess sem "óviðeigandi eða ófyndinn" er persónuleg skoðun og á ekki heima á vísindalegri/fræðilegri síðu eins og Wikipedia. Vinsamlegast fjarlægið strax og bannið notandanum sem setti þetta inn aðgang að því að uppfæra þessa síðu.

Búið og gertJóhannesbjarki 11. september 2011 kl. 23:01 (UTC)[svara]

Árásir

Það er eins og árásir frá þessu neti 195.13.151.* séu bókaðar á hverjum morgni upp úr átta. Er hægt að loka á þetta með einhverjum hætti? --Akigka 16. september 2011 kl. 09:00 (UTC)[svara]

Já, búið og gert. Ef þú villt fræðast um hvernig það er gert þá er tengill hér á grein um mw:Help:Range blocks.--Snaevar 22. september 2011 kl. 16:29 (UTC)[svara]

Usurpation request

Hi. I would like to usurp the local zero-edit account User:Defender to complete my SUL. Thanks in advance, Defender (ptwiktionary)

User:Defender is now free. Previous account moved to User:DefenderU --Stalfur 6. október 2011 kl. 01:38 (UTC)[svara]

Ekkipedia

Someone interested to edit for Ekkipedia, the Wikipedia-spoof? The site is non-commercial and is an initiative of Uncyclomedia (see a list of all languages here). I'm not a native Icelandic speaker, so the articles are written through Google Translate with a few self-made corrections. Feel free | CartoonistHenning 4. október 2011 kl. 15:21 (UTC)[svara]

I think its enough work just trying to get stuff into the Icelandic non-spoof version! However I did contribute one article at Unclycopedia (after a friend with chickenpox decided to reuse facebook profile photo by adding orange spots on it) Orange Chickenpox. --Stalfur 3. nóvember 2011 kl. 11:02 (UTC)[svara]
Great, so Unclyclopedia has its own set of Admins That Judge Humour value, might be rejected admins from Wikipedia :s --Stalfur 3. nóvember 2011 kl. 15:46 (UTC)[svara]

Tillaga að nýrri samþykkt

Lagt hefur verið til ný vélmennasamþykkt á Wikipediaspjall:Vélmenni#(Proposed) Interwiki bot policy and instructions.--Snaevar 6. október 2011 kl. 19:34 (UTC)[svara]

Prýðileg tillaga. --Cessator 6. október 2011 kl. 22:16 (UTC)[svara]
Mergjað! --Friðrik Bragi Dýrfjörð 13. október 2011 kl. 21:56 (UTC)[svara]

Suðurlandsskjálftinn árið 2000

Ég er að reyna gera eitthvað fyrir greinina 2000 Iceland earthquake en ég er svolítið rugglaður yfir þessu vegna þess að þetta voru tveir jarðskjálftar, þó svo að greinin í núverandi mynd fjallar bara um þann síðari og einnig sniðið neðst á síðunni (Earthquakes in 2000), sá fyrri var þann 17. og síðari 21. júní. Veit einhver hver venjan er þegar um tvo skjálfta er um að ræða á stuttum tíma? Ég var að velta því fyrir mér hvort að sniðið efst til vinstri ætti að fjalla um þann síðari, fyrri eða báða með því að nota kommu til að aðgreina þá (stærð og dagsetningu)?

Hérna eru nokkrar greinar sem fjalla um þetta:

--Stefán Örvarr Sigmundsson 13. október 2011 kl. 21:09 (UTC)[svara]

Ég held að ég muni bara skrifa að þetta hafi verið tveir jarðskjálftar, sá fyrri 17. júní (6,5) og sá síðari 21. júní (6,6). Aðrir munu svo kannski setja út á það síðar. --Stefán Örvarr Sigmundsson 14. október 2011 kl. 01:05 (UTC)[svara]
Nei, ég mun hafa það þannig að sá fyrri var 6,6 og síðari 6,5. Það er merkilegt hvað margar fræðilegar síður stangast á við hvor aðra. --Stefán Örvarr Sigmundsson 14. október 2011 kl. 01:50 (UTC)[svara]

Terms of Use update

I apologize that you are receiving this message in English. Please help translate it.

Hello,

The Wikimedia Foundation is discussing changes to its Terms of Use. The discussion can be found at Talk:Terms of use. Everyone is invited to join in. Because the new version of Terms of use is not in final form, we are not able to present official translations of it. Volunteers are welcome to translate it, as German volunteers have done at m:Terms of use/de, but we ask that you note at the top that the translation is unofficial and may become outdated as the English version is changed. The translation request can be found at m:Translation requests/WMF/Terms of Use 2 -- Maggie Dennis, Community Liaison 27. október 2011 kl. 00:55 (UTC)[svara]

Aukin aðsókn á íslensku Wikipediu

Aðsókn á íslensku Wikipediu hefur stóraukist á þessu ári eins og sést á þessu línuriti(fengið héðan). Meðaltalið er 2,9 milljón flettingar á mánuði en í október síðastliðnum mældust 4,9 milljón flettingar. Það er hægt að sjá þessa þróun betur hérna þar sem hægt er að sjá aðsókn á mánuði frá febrúar 2008 til dagsins í dag. Þar sést líka að þrír aðsóknarhæstu mánuðirnir á þessu tímabili eru síðustu þrír mánuðir þessa árs október, september og ágúst. Jóhann Heiðar Árnason 21. nóvember 2011 kl. 21:40 (UTC)[svara]

Áhugaverðar upplýsingar! Ég að velta fyrir mér ástæðunni fyrir þetta... Maxí 21. nóvember 2011 kl. 23:19 (UTC)[svara]
Er einhver leið til að fá þessar heimsóknartölur brotnar niður, tildæmis hve mikið af þessu er botar og eins hvort það eru einhverjar ákveðnar síður eða efnisflokkar sem eru að fá þessar heimsóknir? Ánægjulegast væri auðvitað ef þetta er bara raunveruleg almenn aukning.Bragi H 23. nóvember 2011 kl. 09:59 (UTC)[svara]
Varðandi það sem Maxí var að velta fyrir sér þá veit ég ekki alveg hvað veldur þessu. Nærtækasta skýringin í mínum huga er sú að síðan hafi einfaldlega farið yfir einhvern þröskuld hvað varðar stærð og fjölbreytileika þannig að fleira fólk er tilbúið að verja meiri tíma á síðunni. Ég veit ekki um neina síðu sem brýtur þessar heimsóknartölur meira niður en þessa. Hins vegar er hægt að sjá aðsókn á einstaka síður hér (síðan liggur niðri í augnablikinu) og hér.--Jóhann Heiðar Árnason 24. nóvember 2011 kl. 00:30 (UTC)[svara]

User:Bernard (usurp request)

Hi. I am the owner of the Bernard SUL-account and I wish to usurp this account. Here is the confirm. Thanks.Bernard77 24. nóvember 2011 kl. 18:42 (UTC)[svara]

Done.--Snaevar 3. desember 2011 kl. 16:07 (UTC)[svara]
Thanks :). Bernard 3. desember 2011 kl. 17:53 (UTC)[svara]

Tölvumál LbhÍ

Umsjón með tölvumálum Labdbúnaðarháskóla Íslands hefur Guðjón Helgi Þorvaldsson http://www.lbhi.is/pages/1560

Open Call for 2012 Wikimedia Fellowship Applicants

 

I apologize that you are receiving this message in English. Please help translate it.

  • Do you want to help attract new contributors to Wikimedia projects?
  • Do you want to improve retention of our existing editors?
  • Do you want to strengthen our community by diversifying its base and increasing the overall number of excellent participants around the world?

The Wikimedia Foundation is seeking Community Fellows and project ideas for the Community Fellowship Program. A Fellowship is a temporary position at the Wikimedia Foundation in order to work on a specific project or set of projects. Submissions for 2012 are encouraged to focus on the theme of improving editor retention and increasing participation in Wikimedia projects. If interested, please submit a project idea or apply to be a fellow by January 15, 2012. Please visit https://meta.wikimedia.org/wiki/Wikimedia_Fellowships for more information.

Thanks!

--Siko Bouterse, Head of Community Fellowships, Wikimedia Foundation 21. desember 2011 kl. 13:05 (UTC)[svara]

Distributed via Global message delivery. (Wrong page? Fix here.)