Menning færeyja hefur rætur í norrænni menningu. Færeyjar voru lengi aðskildar frá aðal menningarsvæðum og hreyfingum sem fóru um hluta Evrópu. Þetta merkir að þeir hafa haldið stórum hluta af sinni þjóðlegu menningu. Færeyska er töluð í eyjunum. Það er eitt af þremur aðskildum Norrænum tungumálum sem hafa þróast frá fornnorrænu, sem var töluð í skandinavíu á víkingaöld, hin tungumálin eru íslenska og úrelda tungumálið norn, sem er talið hafa verið skiljanlegt þeim sem tala færeysku. Þangað til á 15. öld höfðu Færeyjar svipaða réttritun og íslenska og norska, en eftir siðaskiptin 1538 bönnuðu Danir, sem réðu yfir eyjunum, notkun þess í skólum, kirkjum og opinberum skjölum. Þetta viðhélt sterkri hefð við að tala málið, en um 300 ára skeið var tungumálið ekki skrifað niður. Þetta þýddi að öllum ljóðum og sögum var komið áfram munnlega. Þessi verk voru skipt í eftirfarandi flokka: sagnir (sögulegar), ævintyr (sögur) og kvæði, sem oft voru flutt með tónlist og hringdansi frá miðöldum. Þessar sögur voru að lokum skrifaðar niður á 19. öld, aðalega af dönskum námsmönnum.

Bókmenntir

breyta
 
Listasafn Færeyja.

Færeyskar bókmenntir í hefðbundnum skilningi orðsins hafa aðeins þróast á síðustu 100-200 árum. Það er aðalega vegna þess að færeyska var ekki skrifuð á stöðluðu formi fyrr en 1890 (1854 gaf V.U. Hammershaimb út staðal fyrir nútíma færeysku. Hann bjó til réttritun sem samsvarar ritreglum frá fornnorrænu).[1]

Hvatt var að nota dönsku í stað færeysku. Engu að síður hafa færeyjar átt nokkra höfunda og skáld. Þekktustu höfundarnir eru Jørgen-Frantz Jacobsen (þekktur fyrir einu skáldsöguna sína, Barbara) og William Heinesen. Báðir höfundarnir skrifuðu á dönsku. Aðrir þekktir höfundar fra færeyjum eru Heðin Brú (Feðgar á ferð) og Jóanes Nielsen. Á meðal þekktra skálda eru bræðurnir Janus og Hans Andreas Djurhuus, auk Rói Patursson. Heinesen og Patursson hafa unnið Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs.

Íþróttir

breyta
 
Pál Joensen kemur heim til Vágur eftir að hafa unnið silfur á Evrópumeistara mótinu í sundi 2010.

Fótbolti er vinsælasta íþróttin á færeyjum og á eftir henni koma handbolti, blak, kappróður og sund.

Fótbolti

breyta

60% þeirra sem eru í íþróttum á eyjunum spila fótbolta. 1-0 sigur yfir Austurríki 12. september 1990 er enþá stærsti dagur fótboltans á eyjunum, en landsliðið hefur einnig náð góðum úrslitum gegn liðum sem eru ofar á styrkleikalista FIFA og þá aðalega á heimavelli.

Frá 1. júlí 2008 hefur alþjóðlegt met færeyja (í undanmóti meistaramóts UEFA) verið að spila 48 leiki, vinna 3, fá jaftefli í 5 og tapa 40.[2]

Fimm stofnanir reka fótboltaskóla, sem er sóttur af 1000 börnum a hverju ári. Þekktasti fótboltamaðurinn er líklega Todi Jónsson, sem spilaði fyrir FC Copenhagen í Danmörku og var markahæsti leikmaðurinn á leiktíðinni 2002/2003.[3]

Sund er vinsæl íþrótt í færeyjum. Færeyski frjálsi sundkappinn Pál Joensen er íþróttamaður færeyja með besta árangur á alþjóðavísu fyrir landið, brons verðlaun á heimmeistaramóti FINA 2012. Í júlí 2011 komst hann í gegnum undanúrslit fyrir lokakeppni í 800 metra keppni karla og 1500 metra frjálsu sundi á alþjóðlega sundmótinu í Sjanghæ 2011. Hann lenti í fjórða sæti í 1500 metra frjálsu sundi, 0,67 sekúndum á eftir bronshafanum.[4] Á sama móti lenti hann í fimmta sæti í frjálsu 800 metra sundi.[5] 2010 vann Joensen silfrið á evrópumeistaramótinu í sundi. 2012 æfði hann í 25 metra langri laug, því það var engin 50 metra laug í færeyjum.[6] Fyrsta 50 metra laugin var byggð í heimabyggð Páls, Vágum og er nefnd eftir honum, Pálshøll[7]

Heimildir

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. DenStoreDanske.dk, V.U. Hammershaimb (in Danish)
  2. „uefa.com - Football Europe“. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. ágúst 2009. Sótt 23. apríl 2015.
  3. „FIFA.com, Goal Programme - The Faroe Islands Football Association - 2001“. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. mars 2016. Sótt 23. apríl 2015.
  4. Omegatiming.com, Men's 1500m Freestyle, 14th FINA WORLD CHAMPIONSHIPS, Shanghai (CHN)[óvirkur tengill]
  5. „Omegatiming.com“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 17. apríl 2012. Sótt 23. apríl 2015.
  6. Byggja fyrstu 50 metra laugina í Færeyjum mbl.is
  7. sudurras.fo - Pál vitjaði Pálshøll Geymt 20 desember 2014 í Wayback Machine.
   Þessi menningargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.