Wikipedia:Grein mánaðarins/04, 2008

David Hume eftir Alan Ramsey frá 1766.

David Hume (26. apríl 171125. ágúst 1776) var skoskur heimspekingur, hagfræðingur og sagnfræðingur og einn mikilvægasti hugsuður skosku upplýsingarinnar á 18. öld.

Venjulega er Hume talinn einn þriggja helstu málsvara bresku raunhyggjunnar en þó eru ekki allir á einu máli um hvernig eigi að túlka heimspeki Humes. Sumir telja að Hume hafi fyrst og fremst verið efahyggjumaður en aðrir telja að kjarninn í heimspeki hans sé öðru fremur náttúruhyggja.

Hume var undir miklum áhrifum frá raunhyggjumönnunum John Locke og George Berkeley en einnig frá ýmsum frönskumælandi höfundum eins og Pierre Bayle og mörgum enskumælandi hugsuðum og vísindamönnum, svo sem Isaac Newton, Samuel Clarke, Francis Hutcheson, Adam Smith og Joseph Butler.

Fyrri mánuðir: StrandasýslaÓbóPrinceton-háskóli