Nintendo Switch

leikjatölva frá Nintendo

Nintendo Switch er leikjatölva frá Nintendo sem kom út 3. mars 2017. Hana má nota bæði sem smáleikjatölvu og tengda við sjónvarp. Heima má setja hana í hleðsludokku sem er tengd við sjónvarp um HDMI-snúru. Hún er líka með fjölsnertiskjá sem nota má á ferðinni þegar tölvan er ekki í dokkunni.

Nintendo Switch með standara.

Hún er með þráðlausum stýripinnum með tökkum, hreyfingarskynjurum og titringsmótor. Festa má stýripinnana við tölvuna með því að renna þeim í raufar hvorum megin á tölvunni. Taka má stýripinnana af og nota hvorn fyrir sig þannig að tveir geta spilað saman.

Spila má með öðrum bæði á netinu og um þráðlaust staðarnet. Leikirnir fást bæði á hefðbundum kubbum og í netinu í Nintendo eShop.

Heimild

breyta
   Þessi tölvuleikjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.