Nintendo DS

(Endurbeint frá DS)

Nintendo DS (oft skammstafað DS eða NDS), er leikjatölva frá Nintendo í lófastærð sem hefur tvo skjái. Hún var gefin út árið 2004. Nafnið "DS" stendur fyrir enska heitið "Dual-Screen" ("tveggja-skjáa") eða "Developers' System" ("þróunarkerfi"). Hönnunin á DS líkist skel en hún getur opnast og lokast lárétt (sbr. Game Boy Advanced SP og Game & Watch). Árið 2006 var DS endurhönnuð, og gefin út undir nafninu DS Lite.

Nintendo DS
Framleiðandi Nintendo
Tegund Handhæg leikjatölva
Kynslóð Sjöunda kynslóð
Gefin út Canada 21. nóvember, 2004
North America 21. nóvember, 2004
Japan 2. desember, 2004
Europe 11. mars, 2005
Australia 24. febrúar, 2005
China 23. júlí, 2005
Örgjörvi 67 MHz ARM94E-S (ARM) og 33 MHz ARM7TDMI coprocessor
Skjákort {{{GPU}}}
Miðlar GBA leikjahylki
DS kort
Netkort Nintendo Wi-Fi
Sölutölur 16.2 million
Mest seldi leikur Nintendogs (allar útgáfur)
Arftaki Nintendo DS Lite
Nintendo DS

Virkni

breyta

Aðalstarfsemi DS er að spila tölvuleiki; enda er margmiðlunar spilun ekki byggð inn í tölvuna. Nintendo vonar að ný stjórnkerfi og fídusar í DS muni hvetja hönnuði og forritara til að hanna nýjar gerðir af leikjum sem og að höfða til nýs markhóps sem hafi ekki áður spilað tölvuleiki útaf því hve flóknir þeir líta út.

Helsti munur á DS og forverum/keppinautum hennar er augljóslega að vélin hefur tvo skjái. Vélin hefur einnig hljóðnema og neðri skjár hennar er snertinæmur. DS styður einnig þráðlausa nettengingu með 802,11b staðli, og heimilar það fólki að tengjast við aðra DS notendur á stuttu færi (eða frá 9 -30 metrum eftir aðstæðum) eða í gegnum Nintendo Wi-Fi þjónustuna með því að tengjast Wi-Fi heitum reitum.

Leikir

breyta
   Þessi tölvuleikjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.