Red Steel
Red Steel er leikur frá Ubisoft fyrir Nintendo Wii leikjatölvuna. Hann var hannaður af Ubisoft Paris og var afhjúpaður í maí 2006 af Game Informer. Red Steel var fyrsti leikurinn sem sýndi myndir frá leiknum úr Wii, til að gefa almenningi hugmynd um hvað vélin gæti gert. Hann var gefinn út 16. nóvember 2006, þrem dögum áður en Nintendo Wii kom út. Útgáfu af leiknum var hægt að spila á meðan E3 stóð yfir.