Skjákort (t.d. GPU eða APU) er tölvuíhlutur sem býr til (reiknar út) myndirnar fyrir tölvuskjái, sér um (mest af) vinnslunni (en ekki sjálfa birtinguna). Í seinni tíð hafa skjákort líka komið hljóði yfir í sjónvörp, því svokallað HDMI-tengi fyrir þau er líka fyrir hljóð auk myndar, og algengt er að hafa líka) úttak fyrir þann staðal en ekki bara staðla fyrir tölvuskjái sem alla vega áður fyrr notuðu ekki staðla fyrir annað en mynd.

MSI GeForce GT 1030 Skjákort

Nú orðið er venjulega talað um GPU sem skjákortið, eða alla vega sem tölvukubb á því sem sér um vinnsluna. GPU stendur fyrir "graphics processing unit", en þetta hugtak var búið til af Nvidia, þegar vinnslan við að búa til mynd, og þá sér í lagi hreyfimynd í þrívídd fór að verða of erfið (á ásættanlegum tíma) fyrir aðalörgjörva tölva, en skjákort með hraðli fyrir tvívídd eingöngu (eða engan hraðal) eins og áður voru til, voru ekki kölluð GPU, þó svo að hugtakið eigi ekki illa við.

Í sumum tilvikum er þetta GPU ekki sér kubbur heldur er örgjörvi tölvunnar með þetta hlutverk líka. Þá er sá kubbur bara tvískiptur, og er í reynd með hefðbundið CPU og GPU að auki. AMD fyrirtækið (sem hafði keypt ATI skjákortafyrirtækið) bjó til hugtakið APU, eða "AMD Accelerated Processing Unit" yfir þetta, og selur sumar örgjörva sína þannig (sem dæmi eru Sony PlayStation 4 og Microsoft Xbox með nýrri gerð þannig kubba). Intel selur líka svipaða tækni, þ.e. CPU og GPU saman, þó munur sé á öðru; í t.d. sumum eldri (og hægari útgáfu, markaðsett sem "Intel HD Graphics") og svo í nýrri og hraðari/öflugri útgáfu undir nöfnunum "Intel Iris Graphics" og "Intel Iris Pro Graphics".

Í farsímum og brettum (e. tablets), Android, iPhone og t.d. iPad, er skjákort heldur ekki sér kubbur, þá í reynd APU, þó svo það hugtak sé ekki notað. Þar er yfirleitt notað System-On-a-Chip (SoC) sem er aðeins almennara og getur átt við að enn fleira sé að sama kubb. Dæmi um andstæðuna þegar GPU er aðskilið frá CPU, eru frá aðallega Ndivia og AMD, og er þá oft talað um "discrete GPU".

Nútíma GPU kemur að gagni fyrir hágæði í leiki eða bíómyndir, en eldri GPU ráða ekki við sömu gæði eða háa upplausn.

Til að auka myndgæði enn frekar (ekki bara með því að auka upplausn) er ný tækni frá Nvidia fyrir ray-tracing (geisla-smölun). Svoleiðis myndivinnsla hefur tíðkast í yfir áratug fyrir bíómyndir, en hefur ekki verið praktísk í skjákort fyrir rauntímavinnsu, fyrr en með Nvidia RTX seríunni sem styður þetta (og eldri leiðir). Leikir þurfa að vera gerðir með þetta í huga styðja þá þessi nýju kort, en önnur kort en með svona sérstakan stuðning ráða ekki vel við. Hins vegar er mjög líklegt, nánast (en ekki alveg) öruggt, að leikir sem gerðir eru fyrir þessa tækni hafi líka stuðning fyrir eldri tækni svo að leikirnir munum spilast á eldri kortum en bara með mjög sjáanlegum gæðamun.

Hér áður fyrr var GPU bara fyrir myndvinnslu, en varð svo það almennt, að hægt var að nota í alls konar vinnslu. GPGPU (e. general-purpose GPU) er hugtak yfir þannig notkun. Sem dæmi eru svona kort mikið notuð í annars vegar, vélrænt gagnanám (e. machine learning), sem er tækni fyrir gervigreind (e. AI), eða undirsvið þess. Önnur notkun er t.d. fyrir svokallaðan "námagröft" (e. mining) fyrir rafmyntir (e. cryptocurrency). Þekktasta dæmið er Bitcoin og annað dæmi er Ethereum. Þó svo að hægt sé að nota skjákort (eða CPU) fyrir bæði, hentar GPU illa fyrir Bitcoin (þó betur en CPU), alla vega í samanburði við hvað hægt er að fá út úr öðrum myntum eins og þeirri síðartöldu. Í raun er í báum tilvikum verið að breyta rafmagni í (mögulegan) ávinning/rafmynt. Hvort það borgar sig er spurning um verð á rafmagni, og hvað fæst í staðinn, og þá hvort sé hægt að selja fyrir kostnaði. En það er líka spurning um hvað annað er hægt að gera við vélbúnaðinn á sama tíma, því hann getur ekki gert margt á sama tíma á fullum afköstum.

Í sumum tilvikum yfirtaka óprúttnir aðilar tölvur hjá notendum, til að vinna rafmyntir fyrir sig en ekki notandann. Það getur gerst með því einfaldlega að heimsækja vefsíðu. Ekki verður notandinn var við neitt, nema álag á GPU, með því að það vinnur ekki sem skyldi fyrir aðra vinnslu. Hugsanlega er ekki greinilegur munur, en alltaf er einhver munur eins og hækkaður rafmagnsreikningur. Vafrar s.s. Firefox hafa bætt við leiðum til að reyna að stoppa þetta af. Þetta er líka möguleg leið til að "borga" fyrir áskrift eða lestur af vefsíðum, og í raun ekki ólöglegt ef notandinn veit þá af því.

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.