Vilhjálmur og Ellý Vilhjálms - Lög Sigfúsar Halldórssonar
Vilhjálmur og Elly Vilhjálms er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1970. Á henni flytja Vilhjálmur Vilhálms og Elly Vilhjálms tólf lög eftir Sigfús Halldórsson. Hljóðritun hljómplötunnar fór fram í Ríkisútvarpinu undir stjórn Péturs Steingrímssonar, sem lagði mikla rœkt við að ná hinu besta fram í söng og hljóðfæraleik. Forsíðumynd tók Kristján Magnússon, en plötuumslagið var að öðru leyti unnið í Grafík hf.
Lög Sigfúsar Halldórssonar | |
---|---|
SG - 026 | |
Flytjandi | Vilhjálmur og Elly Vilhjálms |
Gefin út | 1970 |
Stefna | Dægurlög |
Stjórn | Pétur Steingrímsson |
Hljóðdæmi | |
Lagalisti
breyta- Litla flugan - Lag - texti: Sigfús Halldórsson - Sigurður Elíasson. - Bæði syngja
- Í grænum mó - Lag - texti: Sigfús Halldórsson - Gestur Guðfinnsson. - Vilhjálmur syngur
- Við eigum samleið - Lag - texti: Sigfús Halldórsson - Tómas Guðmundsson. - Bæði syngja
- Þín hvíta mynd - Lag - texti: Sigfús Halldórsson - Tómas Guðmundsson. - Elly syngur
- Íslenzkt ástaljóð - Lag - texti: Sigfús Halldórsson - Vilhjálmur frá Skáholti. - Bæði syngja
- Tondeleyó - Lag - texti: Sigfús Halldórsson - Tómas Guðmundsson. - Vilhjálmur syngur
- Vegir liggja til allra átta - Lag - texti: Sigfús Halldórsson - Indriði G. Þorsteinsson. - Bæði syngja
- Ég vildi að ung ég væri rós - Lag - texti: Sigfús Halldórsson - Þorsteinn Ö. Stephensen. - Elly syngur
- Hvers vegna? - Lag - texti: Sigfús Halldórsson - Stefán Jónsson. - Bæði syngja
- Lítill fugl - Lag - texti: Sigfús Halldórsson - Örn Arnarson. - Vilhjálmur syngur
- Amor og asninn - Lag - texti: Sigfús Halldórsson - Sigurður Einarsson. - Elly syngur
- Dagný - Lag - texti: Sigfús Halldórsson - Tómas Guðmundsson. - Bæði syngja