Gestur Guðfinnsson
Gestur Guðfinnsson (24. september 1910 – 4. maí 1984) var ljóðskáld og blaðamaður.
Æviferill
breytaGestur fæddist og ólst upp í Litla-Galtardal á Fellsströnd í Dalasýslu. Foreldrar hans voru Sigurbjörg Guðbrandsdóttir og Guðfinnur Jón Björnsson. Á árunum 1933-43 starfaði hann sem bóndi í Litla-Galtardal og á Ormsstöðum í Klofningshreppi. Á meðan hann bjó í Dölunum sinnti hann ýmsum félagsmálum samhliða bústörfum. Hann gegndi um hríð starfi oddvita hreppsnefndar Klofningshrepps, var formaður Ungmennafélagsins Vonar í Klofningshreppi, og sat í stjórn Ungmennasambands Dalamanna og Búnaðarfélags Klofningshrepps. Árið 1943 flutti Gestur til Reykjavíkur og þar byrjaði hann tveimur árum síðar að vinna fyrir Alþýðublaðið. Þar vann hann um árabil, lengst af sem blaðamaður. Hann starfaði einnig sem fararstjóri fyrir Ferðafélag Íslands. [1][2]
Skáldaferill
breytaÁ meðan Gestur starfaði sem blaðamaður á Alþýðublaðinu orti hann af og til í það og notaði þá dulnefnið Lómur. Hann sendi frá sér fimm ljóðabækur um ævina og orti ávarp fjallkonunnar fyrir þjóðhátíð 1963. Þekktasta kvæði hans er þó líklega Í grænum mó. Sigfús Halldórsson samdi lag við kvæðið og Elly Vilhjálms söng það inn á plötu. [1][2]
Ljóðabækur
breyta- Þenkingar (1952)
- Lék ég mér í túni (1955)
- Undir því fjalli (1976)
- Hundrað skopkvæði (1977)
- Undir Öræfahimni (1978)
Heimildir
breyta- ↑ 1,0 1,1 „Gestur Guðfinnsson“. www.mbl.is. Sótt 25. júní 2019.
- ↑ 2,0 2,1 Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Timarit.is“. timarit.is. Sótt 25. júní 2019.