Altdorf (Uri)
Altdorf er höfuðstaður kantónunnar Uri í Sviss. Þar átti sögnin um Vilhjálm Tell að hafa gerst síðla á 13. öld. Í Altdorf búa aðeins 9.000 manns (2013).
Altdorf | |
---|---|
Kantóna | Uri |
Flatarmál | |
• Samtals | 10,23 km2 |
Hæð yfir sjávarmáli | 458 m |
Mannfjöldi (2013) | |
• Samtals | 9.000 |
Vefsíða | www.altdorf.ch |
Lega og lýsing
breytaAltdorf liggur mjög norðarlega í kantónunni, rétt sunnan við Vierwaldstättersee, þar sem áin Reuss rennur í vatnið. Íbúar eru aðeins 8.700 talsins. Flestir eru þýskumælandi (88%) og tilheyra kaþólsku kirkjunni (78%).
Söguágrip
breytaSagan segir að í Altdorf hafi sögnin um Vilhjálm Tell átt sér stað. Hinn illi fógeti Gessler, sem var á mála hjá Habsborgurum, hafi verið svo hortugur og hrokafullur að mönnum stóð stuggur af honum. Gessler datt einu sinni í hug að hengja hatt sinn á staur og skipaði öllum að heilsa hattinum er þeir gengu framhjá. Tell neitaði að leggjast svo lágt og gekk framhjá hattinum án þess að virða hann viðlits. Þá lét Gessler handtaka Tell. En sökum þess að Gessler vissi um skotfimi Tells, gaf hann honum tækifæri á því að vinna inn frelsi sitt með því að skjóta epli af höfði syni sínum. Tell tók boðinu og tókst að hitta eplið án þess að sonurinn biði skaða af. Fyrir vikið hlaut hann frelsi sitt. En aðeins einhverjum dögum síðar gerði Tell hinum illa fógeta fyrirsát og skaut hann til bana með lásboga sínum. Þessir atburðir áttu að hafa gerst 1290 eða 1291. Eftirmálinn var sá að fulltrúar héraðanna Uri, Schwyz og Unterwalden hittust leynilega á Rütlifjalli þar skammt frá og sóru eið gegn yfirráðum Habsboggara. Þessi eiður markar upphaf Sviss. Árin 1400, 1693 og 1799 urðu miklir brunar í Altdorf, sem eyddu stórum hluta bæjarins.
Árið 1895 var reist mikil bronsstytta af Vilhjálmi Tell og syni hans á ráðhústorginu, þar sem eplaskotið átti sér stað. Árið 1899 var leikhúsið Tellspielhaus stofnað í miðbænum en þar er leikritið Wilhelm Tell eftir Friedrich Schiller sýnt.
Gallerí
breyta-
Leikhúsið Tellspielhaus
-
Tellstyttan á ráðhústorginu
-
Klaustrið Allerheiligen í Altdorf
-
Lituð mynd af Altdorf árið 1900
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Altdorf UR“ á þýsku útgáfu Wikipedia. Sótt apríl 2011.