Spartak Moskva

knattspyrnufélag í Moskvu í Rússlandi

Spartak Moskva er rússneskt knattspyrnufélag staðsett í Moskvu. Félagið er eitt það sigursælasta í sínu heimalandi. Þeir hafa orðið sovéskir meistarar alls tólf sinnum, félagið hefur tíu sinnum orðið sovéskir bikarmeistarar, oftar en nokkurt annað rússneskt félag og þrisvar sinnum hafa þeir orðið rússneskir meistarar þeim hefur einnig tekist að komast í undanúrslit í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu.

Knattspyrnufélag Spartak-Moskvu
Футбольный клуб Спартак Москва
Fullt nafn Knattspyrnufélag Spartak-Moskvu
Футбольный клуб Спартак Москва
Gælunafn/nöfn Kjöt-stykkin
Félag Fólksins
Stytt nafn Spartak Moskva
Stofnað 18. apríl 1922 (1922-04-18) (102 ára)
Leikvöllur Luzhniki-leikvangur
Stærð 78.360
Stjórnarformaður Leonid Fedun
Knattspyrnustjóri ?
Deild Premier Liga
2018/19 5
Heimabúningur
Útibúningur

Saga breyta

Undir járn-tjaldinu breyta

1935 komu upp hugmyndir um hvaða nafnbót félagið skildi hljóta, að loknum miklum umræðum kom loks uppá pallborðið, nafnið Spartak, sem þá átti að vera tákn um tilvísu í Spartacus forngrísku hetjuna.

Fljótlega kom uppúr krafsinu að ráða gamlan ref úr bransanum Tékkann Antonin Fivebr sem var eldri en tvær vetur í boltanum og taldi sig geta komið spörtumönnum í fremstu röð á meðal stærstu knattspyrnu liða heims. Og það kom á daginn, árin sem á eftir fylgdu áttu eftir að reynast ein þau bestu í sögu félagsins. Frá og með 1950 voru bara tvö lið sem liftu dollum í rússneskri knattspyrnu, það voru „Moskvufélögin“ Spartak og Dynamo. En það var ekki bara í Moskvu borg sem glytti í gull. Landslið Sovétríkjanna í knattspyrnu var meðal bestu liða heims á þessum árum og tókst 1956 að verða Ólympíumeistarar. Spörtumenn skipuðu stærstan hluta landliðsins og var Igor Netto þar fremstur í flokki. Enn upp úr 1960 fór að harna í ári og árin sem á eftir fylgdu, áttu eftir að reynast Spörtu mönnum erfið og 1976 varð liðið að sætta sig við hið súra epli að falla niður um deild í fyrsta skipti í sögu félagsins.

Endureisn stórveldis breyta

Félaginu tókst að komast aftur upp í úrvaldeild fljótlega og í síðasta skiptið sem leikið var í sovésku deildinni vann félagið eftir úrslitaleik við F.C Dynamo Kiev í spennuþrungnum leik í Kænagarði í Úkraínu.

1996-2001 breyta

Á þessum árum, 1996-2001, vann Spartak Moskva alla titla sem í boði voru í rússneskri knattspyrnu og skærasta stjarna félagsins á þessum árum var Yegor nokkur Titov sem lék all 428 leiki fyrir félagið og skoraði nákvæmlega hundrað mörk í þeim leikjum.

Erfiðleikar á nýrri öld breyta

2008 réð Spratak Mosva til sín Danann Michael Laudrup, kröfurnar sem gerðar voru til hanns voru þær að honum tækist að koma liðinu aftur í röð fremstu liða í rússneskri knattspyrnu en hann staldraði þó stutt í Moskvu. Vonbrigðin voru mikil með lélegan árangur Danans. Nýlega fékk félagið olíurisann Lukoil til að styrkja sig og er það helsta vona félagsins núna að Lukoil geti dælt nógu miklum milljónum í félagið svo hægt sé að snúa við gengi félagsins og gera það aftur af stórveldi í rússneskri knattspyrnu.

Titlar breyta

Sovéskir Meistatitlar

  • Sigurvegarar (12): 1936 (haust), 1938, 1939, 1952, 1953, 1956, 1958, 1962, 1969, 1979, 1987, 1989

Rússneskir Meistartitlar

  • Sigurvegarar (10): 1992, 1993, 1994, 1996, 1997, 1998, 1999, 2000, 2001, 2017
  • 2-. (3): 2005, 2006, 2007

Sovéskir Bikameistar

  • Sigurvegarar (10): 1938, 1939, 1946, 1947, 1950, 1958, 1963, 1965, 1971, 1992

Rússneskir Bikarmeistarar

  • Sigurvegarar (3): 1994, 1998, 2003
  • 2: (2): 1996, 2006

Þekktir leikmenn breyta

# Nafn Ferill Leikir Mörk
  Demy de Zeeuw 2011 - 2014 22 2
  Roman Pavlyuchenko 2003 - 2008 141 69
  Yegor Titov 1995 - 2008 428 100
  Igor Netto 1949 - 1966 368 36
  Nemanja Vidic 2004 - 2006 39 4