Flórída

fylki í Bandaríkjunum
(Endurbeint frá The Sunshine State)

Flórída (stundum kallað The Sunshine State „sólskinsfylkið“) er fjórða fjölmennasta fylki Bandaríkjanna. Höfuðborg ríkisins heitir Tallahassee, en stærsta borgin er Jacksonville eða stórborgarsvæði Miami, eftir því hvernig á það er litið. Aðrar þekktar borgir eru Tampa, Orlando og Fort Lauderdale. Í fylkinu búa yfir 21 milljón manna. Flórída er vinsæll ferðamannastaður. Í Flórída er hinn geysivinsæli skemmtigarður Disneyland.[2]

Flórída
Florida
State of Florida
Fáni Flórída
Opinbert innsigli Flórída
Viðurnefni: 
Sunshine State (Sólskinsfylkið)
Kjörorð: 
In God We Trust
Flórída merkt inn á kort af Bandaríkjunum
Staðsetning Flórída í Bandaríkjunum
Land Bandaríkin
Varð opinbert fylki3. mars 1845; fyrir 179 árum (1845-03-03) (27. fylkið)
HöfuðborgTallahassee
Stærsta borgJacksonville
Stærsta sýslaMiami-Dade
Stjórnarfar
 • FylkisstjóriRon DeSantis (R)
 • VarafylkisstjóriJeanette Nuñez (R)
Þingmenn
öldungadeildar
Þingmenn
fulltrúadeildar
Flatarmál
 • Samtals170.312 km2
 • Land138.887 km2
 • Vatn31.424 km2  (18,5%)
 • Sæti22. sæti
Stærð
 • Lengd721 km
 • Breidd582 km
Hæð yfir sjávarmáli
30 m
Hæsti punktur

(Britton Hill)
105 m
Lægsti punktur0 m
Mannfjöldi
 (2023)[1]
 • Samtals22.610.726
 • Sæti3. sæti
 • Þéttleiki160/km2
  • Sæti7. sæti
Heiti íbúaFloridian, Floridan
Tungumál
 • Opinbert tungumálEnska
 • Töluð tungumál
  • Enska (einungis): 67,3%
  • Spænska: 21,2%
  • Önnur: 11,5%
Tímabelti
SkaginnUTC−05:00 (EST)
 • SumartímiUTC−04:00 (EDT)
Vestan við Apalachicola-fljótUTC−06:00 (CST)
 • SumartímiUTC−05:00 (CDT)
Póstnúmer
FL
ISO 3166 kóðiUS-FL
StyttingFla.
Breiddargráða24°27'N til 31°00'N
Lengdargráða80°02'V til 87°38'V
Vefsíðamyflorida.com

Flórída er skagi þannig að fylkið er næstum alveg umkringt vatni. Í norðvestri á það landamæri að Alabama og í norðaustri að Georgíu.

Spænski landvinningamaðurinn Ponce de León sigldi til Flórída árið 1513 í leit að gulli og silfri. Hann fann það ekki, en uppgötvaði frjósamt ræktarland og mikla strandlengju sem hentaði vel fyrir siglingar. Hann nefndi svæðið La Florida út af því hve frjósamt það virtist, auk þess sem þá voru páskar sem eru kallaðir La Pascua Florida („blómahátíðin“). Bretland, Frakkland og Spánn reyndu öll að koma á landnemabyggðum í Flórída næstu aldir. Árið 1763 náðu Bretar Flórída á sitt vald af Spáni í skiptum fyrir landið sem nú er Havana á Kúbu. Aðeins tveimur áratugum síðar, sem hluti af friðarsáttmála sem batt enda á bandaríska frelsisstríðið, tók Spánn aftur við völdum þar. Það entist ekki lengi. Nýir bandarískir landnemar tóku að flæða inn og árið 1821 lét Spánn Bandaríkjunum Flórída eftir í skiptum fyrir Texas. Flórída varð formlega 27. fylki Bandaríkjanna árið 1845.[3]

Dýralíf Flórída er fjölbreytt og inniheldur spendýr eins og beltisdýr, svartbirni og flórídafjallaljón; skriðdýr eins og krókódíla og snáka; sjávarlíf eins og sæskjaldbökur, höfrunga og aðra hvali; og fugla eins og rjúpur, uglur, trönur og fylkisfuglinn í Flórída, hermifuglinn.

Sýslur

breyta

Fylkinu er skipt í 67 sýslur.

Tilvísanir

breyta
  1. „U.S. Census Bureau QuickFacts Florida“. U.S. Census Bureau, 2023 Estimate. Sótt 4. janúar 2024.
  2. „Florida | State Facts & History“. www.infoplease.com (enska). Sótt 10. nóvember 2021.
  3. „Florida“. www.americaslibrary.gov. Sótt 10. nóvember 2021.

Tenglar

breyta
   Þessi Bandaríkja-tengda grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.