Ilmreynir
Ilmreynir (fræðiheiti: Sorbus aucuparia), reynir eða reyniviður í daglegu tali er sumargrænt lauftré af rósaætt. Ilmreynir vex villtur um nær alla Evrópu, Mið-Asíu og Vestur-Síberíu.
Ilmreynir | ||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ilmreynir í ítölsku ölpunum
Útbreiðsla.
| ||||||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||||||
| ||||||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||||||
Sorbus aucuparia (Ehrh.) Pers. |
Lýsing
breytaLaufblöð eru 10–20 cm löng með 12, 13 eða 15 smáblöðum. Börkur er grár til grágulur, þunnur og sléttur. Blóm eru hvít. Ber eru kúlulaga og litur þeirra er frá því að vera appelsínugulur yfir í dökk rauð. Haustlitur laufa er frá gulu yfir í rautt. Ilmreynir verður 10–15 metra hátt, oft margstofna tré og nær yfirleitt 80–100 ára aldri þó stöku tré verði eldri.
Á Íslandi
breytaIlmreynir finnst villtur dreifður um birkiskóga á Íslandi. Tré af íslenskum uppruna eru að jafnaði með uppsveigðar greinar. Kvæmi hafa einnig verið fengin frá Skandinavíu. Blómgun verður yfirleitt í júní. Ilmreynir er eitt algengasta garðtré hérlendis og hefur verið í ræktun í görðum síðan 1824. [1] [2] Hér nær hann 10-14 metra hæð. [3]
Af innlendum stofni hafa helst verið fjórir algengir í ræktun. Það er reynir frá Nauthúsagili í Goðalandi undir Eyjafjöllum, Skaftafelli, Núpsstað og Skriðu í Hörgárdal (sem er afkomendi Möðruvallatrésins).[4]
Stakstæður ilmreynir í Öræfasveit var valinn tré ársins 2015. Tréð var gróðursett árið 1923. [5]. Einnig hefur ilmreynir verið valinn tré ársins 1995.
Nytjar
breytaReynir hefur verið nýttur vegna viðarins, til skrauts, til beitar og vegna berjanna. Viðurinn er einna helst nýttur í útskurð[6] og til upphitunar, en oft voru hömlur á nýtingunni vegna átrúnaðar. Berin eru römm og helst notuð í sultur[7], en afbrigði reynis sem fannst 1810 í Mæri (Sorbus aucuparia var. dulcis Kraetzl, eða var. edulis Dieck, or var. moravica Dippel,) er með stærri ber og sætari. Úrval af því varð að ræktunarafbrigðunum 'Konzentra' og 'Rosina'[8][9], einnig 'Rossica' og 'Rossica Major'. Rússneski grasafræðingurinn Ivan Vladimirovich Michurin byrjaði 1905 að kynblanda ilmreyni við aðrar tegundir (epli, perur ofl.) til að fá harðgerð ávaxtatré. Afrakstur tilrauna hans urðu afbrigðin 'Burka', 'Likjornaja', 'Dessertnaja', 'Granatnaja', 'Rubinovaja', og 'Titan'.[10][11] Álíka blendingar sem komu um 1980 eru 'Apricot Queen', 'Brilliant Yellow', 'Chamois Glow', 'Pink Queen', og 'Salmon Queen'.[11]
Samlífi og sjúkdómar
breytaFléttur vaxa á berki ilmreynis, til dæmis birkidumba sem er algeng á Íslandi[12] og reyniglæða sem er á válista yfir tegundir í útrýmingarhættu þar sem hún er flokkuð sem tegund við hættumörk.[13]
Að minnsta kosti fjórtán tegundir smásveppa eru þekktar á ilmreyni á Íslandi: Aposphaeria subtilis, Coronophora gregaria, reyniáta (Cytospora rubescens) sem veldur sýkingu, Dothichiza sorbi, reyniflaga (Dothiora pyrenophora), hið sérkennilega hornryð (Gymnosporangium cornutum), Myxosporium aucupariae, rifsvarta (Nectria cinnabariana), Pleurotheciopsis bramleyi, barkflesja (Propolis farinosa) sem vex á viði ilmreynis, Rhabdospora inequalis, Tubercularia vulgaris og trjákylfa (Xylaria polymorpha).[14]
Tenglar
breyta- Skógargátt, ilmreynir Geymt 30 október 2020 í Wayback Machine
Heimildir
breyta- ↑ ReyniviðurSkógræktin
- ↑ „Geymd eintak“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 4. mars 2016. Sótt 22. ágúst 2015.
- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. september 2020. Sótt 25. ágúst 2015.
- ↑ Lauftré á Íslandi ritstýrt af Auði I. Ottesen 2006
- ↑ Reyniviður í Öræfum tré ársins 2015 Geymt 27 apríl 2016 í Wayback Machine Skogur.is. Skoðað 16. apríl, 2016.
- ↑ Erlbeck, Haseder, Stinglwagner 1998, p. 166
- ↑ Erlbeck, Haseder, Stinglwagner 1998, p. 167
- ↑ Friedrich, Schuricht 1989, p. 37
- ↑ Friedrich, Schuricht 1989, p. 38
- ↑ Philipp (19 okt 2016). „Rowan hybrids“. Skogsträdgårdsbloggen. Sótt apríl 2023.
- ↑ 11,0 11,1 Friedrich, Schuricht 1989, p. 42
- ↑ Helgi Hallgrímsson. 2010. Sveppabókin. Skrudda, Reykjavík. ISBN 978-9979-655-71-8
- ↑ Hörður Kristinsson (2016). Íslenskar fléttur. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag. ISBN 978-9979-66-347-8
- ↑ Helgi Hallgrímsson & Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir (2004). Íslenskt sveppatal I - smásveppir. Geymt 17 október 2020 í Wayback Machine Fjölrit Náttúrufræðistofnunar. Náttúrufræðistofnun Íslands. ISSN 1027-832X