Válisti
Válisti er skrá yfir lífverur sem eru taldar vera í útrýmingarhættu eða eiga undir högg að sækja. Válistar taka yfirleitt mið af útgáfu rita og válista frá Alþjóðanáttúruverndarsamtökunum IUCN [1] en einnig eru gefnir út staðbundnir válistar sem styðja að miklu leiti við önnur gögn.
Á Íslandi hafa verið gefnir út válistar fyrir æðplöntur,[2] fugla[3] og spendýr.[4]
Hættuflokkar
breytaÁ válistum eru lífverur flokkaðar í hættuflokka eftir því hvernig stofn þeirra er metinn. Flokarnir eru:
- Útdauða (EX) - dæmi: geirfugl, flökkudúfa, neanderdalsmaður.
- Útdauða í náttúrulegum heimkynnum (EW) - dæmi: davíðslykill á Íslandi.
- Í bráðri útrýmingarhættu (CR) - dæmi: áll, svartaskur.
- Í útrýmingarhættu (EN) - dæmi: sæotur, langreyður, fjallarauðviður.
- Viðkvæmar (VU) - dæmi:ýsa, hávella, búrhvalur, kóreulífviður.
- Við hættumörk (NT) - dæmi: landselur, nálaþinur.
- Í fullu fjöri (LC) - dæmi: einir, hrossagaukur, minkur.
Einnig eru til flokkar fyrir þær tegundir sem passa hvergi inn í hættuflokkunina:
- Gögn vantar (DD)
- Tegund ekki metin (NE)
- Mat á ekki við (NA)
Tilvísanir
breyta- ↑ Náttúrufræðistofnun Íslands (án árs). Válistar. Sótt þann 5. febrúar 2019.
- ↑ Náttúrufræðistofnun Íslands (2018). Válisti æðplantna. Sótt 5. febrúar 2019.
- ↑ Náttúrufræðistofnun Íslands (2018). Válisti fugla. Sótt 5. febrúar 2019.
- ↑ Náttúrufræðistofnun Íslands (2018). Válisti spendýra. Sótt 5. febrúar 2019.