Fljótavík er djúp vík á Hornströndum. Hún liggur milli Aðalvíkur og Kjaransvíkur. Í víkinni er allstórt vatn er nefnist Fljótavatn og er sex kílómetra langt.

Undir fjallinu Kögri er neyðarskýli Slysavarnafélagsins Landsbjargar.