Rekavík bak Höfn er vík á Hornströndum. Rekavík gengur inn úr Hornvík. Norðvestan við víkina er Rekavíkurfjall og að norðaustan er Hafnarfjall. Upp úr víkinni er gönguleið yfir Hafnarskarð í Hælavík. Um Urðir undir Rekavíkurfjalli er gönguleið yfir í Hvannadal. Til Hafnar er farið um tæpa götu og yfir Tröllakamb.

Kort sem sýnir Hælavík og Hælavíkurbjarg og Hornvík

Rekavík bak Höfn kemur fyrst fyrir í Vilkinsmáldaga 1397, þar segir að Lárentínusarkirkjan í Holti í Önundarfirði eigi „þridiung i hualreka i Rekavijk hia Höfn.“[1]

Heimildir breyta

  1. Diplomatarium Islandicum = Íslenzkt fornbréfasafn, 4. bindi, bls. 141