Staðarkirkja (Aðalvík)
66°19′44.16″N 23°3′14.43″V / 66.3289333°N 23.0540083°V
Staðarkirkja (Aðalvík) | ||
Staður í Aðalvík (24. júlí 2012) | ||
Almennt | ||
Byggingarár: | 1904 | |
---|---|---|
Breytingar: | 1930 | |
Kirkjugarður: | Bak við kirkjuna | |
Arkitektúr | ||
Arkitekt: | Helgi Elíasson smiður | |
Efni: | Timbur | |
Hlið: | Sáluhlið frá 2013 | |
Kirkjurýmið | ||
Sæti: | Sveigðir bekkir | |
Staðarkirkja í Aðalvík í Sléttuhreppi er kirkja sem byggð var árið 1904. Áður stóð þar torfkirkja sem byggð var milli 1850-1860 og talið er að kirkja hafi verið í Aðalvík frá miðöldum. Skrá Páls biskups Jónssonar yfir kirkjur á Íslandi um 1200 er elsta heimild um kirkju á Stað í Aðalvík.[1]
Staðarkirkja í Aðalvík var reist árið 1904, hönnuður var Helgi Elíasson smiður. Hún er reist úr timbri með forkirkju. Breytingar voru gerðar á kirkjunni 1930, en þá var hún klædd bárujárni að utan, kór reistur og prédikunarstóll færður til.
Kirkjan er friðuð frá 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði þjóðminjalaga.
Eignir
breytaMáldagi frá 1286 er elsti máldagi kirkjunnar og átti kirkjan þá helming jarðarinnar. Jörðin er talin eign Vatnsfjarðar-Kristínar 1397.
Séra Snæbjörn Torfason á Kirkjubóli á Langadalsströnd gefur Staðarjörð til Staðarkirkju 16. ágúst 1602 og var þá Staður kirkjujörð síðan.
Samkvæmt máldaga frá 1286 á kirkjan m.a. hálft heimaland að Stað og viðarreka í Kagravík (Kagadarvijk). Gripir kirkjunnar eru m.a. altarisklæði og klukka.[2]
Mariu kirckia j adalvijk a helmijng j heima landi: nema Bondi vilie helldur greida. x: kugilldi: oc eigi kirkia þa þrid- iung j landi: hun a vidreka j kagadarvijk: allt thil suignar kleifar: klucku eina: tiolld vm kirckiu: alltara klædi j : stola ij: Þar skal vera prestur heimilisfastur oc taka iiij merkur: þang- ad liggia tijundir oc lýsi tollar af xiiij bæum.
Samkvæmt Vilkinsmáldaga frá 1397 á kirkjan m.a. hálft heimaland, hluta í hval- og viðarreka í Rekavík. Af gripum á kirkjan m.a. tvenn messuklæði, glóðarker, klukkur og bjarnarfeld.[3]
Samkvæmt Gíslamáldaga frá um 1570 á kirkjan m.a. hálft heimaland, hluta í hval- og viðarreka í Rekavík, hluta í hvalreka í Höfn og selver í Miðkjós í Jökulfjörðum. Af gripum á kirkjan m.a. messuklæði, silfurkaleik og klukkur með bjöllum.[4]
Prestar
breytaSturlunga getur Magnúsar sem prests í Aðalvík. Sonur hans, Snorri, gekk í lið Órækju Snorrasonar. Eftir að hafa orðið ósáttur við Órækju sneri Snorri til föður síns. Órækja fylgdi honum eftir, náði honum og drap. Árið 1678 var prestur í Staðarkirkju, Árni Loftsson kærður fyrir galdra en sakir voru felldar niður. Um miðja 18. öld var Snorri Björnsson prestur á Stað í 16 ár. Eftir Snorra var Vigfús Benediktsson prestur á Stað og var hann nefndur Galdra-Fúsi. Síðasti prestur búsettur á Stað var Séra Finnbogi Kristjánsson 1941-1945.
Prestatal
breytaNafn | Fæddur | Fékk kall |
---|---|---|
Þorsteinn Jónsson | 1596 | |
Árni Kláusson | ||
Árni Loftsson | 1653 | |
Þórður Sveinsson | 1623 | 1657 |
Vernharður Erlendsson | 1658 | |
Einar Ólafsson | 1647 | 1677 |
Jón Einarsson | 1685 | 1727 |
Snorri Björnsson | 1710 | 1741 |
Þórður Ólafsson | 1757 | |
Vigfús Benediktsson | 1731 | 1757 |
Helgi Einarsson | 1751 | 1775 |
Guðmundur Sigurðsson | 1748 | 1779 |
Jón Matthíasson | 1786 | 1812 |
Guðlaugur Sveinbjarnason | 1787 | 1817 |
Ari Jónsson Skordal | 1772 | 1826 |
Stefán Hansson | 1793 | 1832 |
Jón Eyjólfsson | 1814 | 1842 |
Einar Vernharðsson* | 1867 | |
Páll Sívertsen | 1847 | 1876 |
Runólfur Magnús Jónsson | 1864 | 1905 |
Jónmundur Halldórsson* | 1938 | |
Finnbogi Kristjánsson | 1908 | 1941 |
Jónmundur Halldórsson* | 1945 |
Séra Einar Vernharðsson og Séra Jónmundur Halldórsson þjónuðu frá Stað í Grunnavík.
Heimildir
breyta- ↑ Íslenskt fornbréfasafn, 12. bindi: 1200 - Kirknaskrá, bls. 15.
- ↑ Íslenskt fornbréfasafn, 2. bindi: 1286 - MÁLDAGI Maríukirkju á Stað í Aðalvík er Árni biskup Þorláksson setti, bls. 260-261.
- ↑ Íslenskt fornbréfasafn, 4. bindi: Vilkinsmáldagi 1397 - CLX Adalvijk, bls. 137-138.
- ↑ Íslenskt fornbréfasafn, 15. bindi: Gíslamáldagar - Adalvijk, bls. 565-566.
- Staðarkirkja í Aðalvík (1904) Geymt 5 mars 2016 í Wayback Machine
- Minjastofnun: Staðarkirkja í Aðalvík Geymt 4 mars 2016 í Wayback Machine
- Séttuhreppur, fyrrum Aðalvíkursveit, byggð og búendur, bls 307-327.
- Presta tal og prófasta