Erythronium (skógarlilja, hundatönn) er ættkvísl jurta í Evrasía og Norður Ameríka í liljuætt.[1][2][3][4][5][6] Skógarliljur eru nefndar Jöklaliljur (en. Glacier lily) í Bandaríkjunum, enda vaxa sumar tegundir ofan skógarmarka.[7]

Skógarlilja
Erythronium dens-canis
Vísindaleg flokkun
Ríki: Plantae
(óraðað): Angiosperms
Flokkur: Einkímblöðungar
Ættbálkur: Liljubálkur (Liliales)
Ætt: Liljuætt (Liliaceae)
Undirætt: Lilioideae
Ættflokkur: Lilieae
Ættkvísl: Erythronium
L.
Einkennistegund
Erythronium dens-canis
L.
Samheiti
  • Mithridatium Adans. 1763, illegitimate superfluous name
  • Dens-canis Tourn. ex Rupp. 1745, not validly published

Tegundir breyta

Erythronium inniheldur um 20–30 tegundir harðgerðra vorblómstrandi fjölæringa með löngum tannarlaga laukum. Grannir stönglar halda uppi lútandi blómunum með aftursveigðum krónublöðum í ýmsum litum (aðallega hvít, gul, bleik og rauðleit). Tegundirnar vaxa í skógum og engjum á Norðurhveli.[8][9]

Áður meðtaldar breyta

Tvær tegundir voru áður nefndar Erythronium en eru nú taldar til annarra ættkvísla;

Nytjar breyta

Laukurinn er ætur sem rótargrænmeti, eldaður eða þurrkaður, og er hægt að mala í mjöl. Laufin er einnig hægt að elda. Í Japan er Erythronium japonicum nefnd katakuri, og laukurinn notaður fyrir sterkjuna, sem er notuð í mat og annað[10].

Skógarliljurnar eru einnig víða ræktaðar til skrauts, með fjölda blendinga. Vinsæl yrki eru Erythronium 'Pagoda', E. 'Sundisc', E. 'Joanna', E. 'Kondo', E. 'Citronella', E. californicum 'White Beauty', og E. 'Rosalind'. Fjölgun er best með fræi að hausti eða skifting lauka, fer eftir tegundum. Plönturnar eru yfirleitt góðar sem þekjuplöntur.

Tilvísanir breyta

  1. Jepson Manual
  2. Flora of North America, Vol. 26 Page 153, Erythronium
  3. Flora of China Vol. 24 Page 126 猪牙花属 zhu ya hua shu Erythronium Linnaeus, Sp. Pl. 1: 305. 1753.
  4. Altervista Flora Italiana, Dente di cane, Dog's Tooth Violet, genere Erythronium
  5. Clennett, J.C.B. (2006). A taxonomic revision of Erythronium L. (Liliaceae): 1-290. Thesis, Open University, Ardingly, U.K..
  6. Clennett, C. (2014). The genus Erythronium: 1-158. Kew Publishing, Kew.
  7. Garðblómabókin 2005 eftir Hólmfríði Sigurðardóttir
  8. RHS A-Z encyclopedia of garden plants. United Kingdom: Dorling Kindersley. 2008. bls. 1136. ISBN 1405332964.
  9. Biota of North America Program 2013 county distribution maps
  10. http://www.specialtyproduce.com/produce/Katakuri_10470.php

Heimildir breyta

   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.