Siðfræði
Siðfræði |
Almennt |
Siðspeki |
Hagnýtt siðfræði |
siðfræði heilbrigðisvísinda / líftæknisiðfræði |
Meginhugtök |
réttlæti / gildi / gæði |
Meginhugsuðir |
Sókrates / Platon / Aristóteles / Epikúros |
Listar |
Siðfræði fjallar um tilgang, rétt og rangt, gott og illt, skipulagningu réttleika athafna og ákvarðana. Siðfræði telst vera grein heimspeki. Í siðfræði er ekki reynt að lýsa raunverulegri hegðun manna og breytni þeirra eða siðum þeirra og venjum né heldur ríkjandi hugmyndum um rétt og rangt eða gott og illt. Siðfræðin fjallar öllu heldur um hvað menn eiga að gera, það er hvernig þeim ber að breyta. Siðfræðin leitar að grundvelli og meginreglum siðferðisins og reynir að færa rök fyrir þessum reglum. Hún reynir að útskýra eðli og undirstöðu siðferðisins og þeim almennu lögmálum sem gilda um siðferðilega rétta eða góða breytni. Þeir sem fást við siðfræði kallast siðfræðingar.
Tala má um tvær megin greinar siðfræði, aðgerðasiðfræði og dygðasiðfræði, sem samsvara gróflega áherslum á hvað manni beri að gera annars vegar og hvernig maður á að vera hins vegar. Hvort tveggja er boðandi siðfræði en svokölluð lýsandi siðfræði lýsir ríkjandi siðferðishugmyndum innan menningar án þess að vera staðlandi.
Tengt efni
breytaTenglar
breyta- Siðfræðistofnun Háskóla Íslands
- Á siðfræði erindi við vísindamenn?; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1986
- Stanford Encyclopedia of Philosophy: „Ancient Ethical Theory“
- Stanford Encyclopedia of Philosophy: „The Definition of Morality“
- Stanford Encyclopedia of Philosophy: „Moral Realism“
- Stanford Encyclopedia of Philosophy: „Moral Relativism“
- The Internet Encyclopedia of Philosophy: „Ethics“
- „Hvað er siðferði? Og hvað er siðfræði?“. Vísindavefurinn.
- „Hvernig urðu siðareglur til?“. Vísindavefurinn.
- „Hvað getið þið sagt mér um siðfræði Kants og Mills?“. Vísindavefurinn.
- „Hvað er átt við með hugtakinu „siðferðileg heppni"?“. Vísindavefurinn.
- „Hver er siðferðilegur grundvöllur fyrir aftöku sakamanna?“. Vísindavefurinn.
- „Hver eru rök með og á móti beinu líknardrápi?“. Vísindavefurinn.
- „Hvers vegna er fólk á móti fóstureyðingum?“. Vísindavefurinn.