Saxifraga er stærsta ættkvíslin í ættinni Saxifragaceae, með á milli 300 til 400 tegundir holarctic fjölærra jurta (einstaka sinnum ein eða tvíærar), þekktar sem steinbrjótar.[1]

Saxifraga
Stjörnusteinbrjótur (Saxifraga stellaris)
Stjörnusteinbrjótur (Saxifraga stellaris)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Steinbrjótsbálkur (Saxifragales)
Ætt: Steinbrjótsætt (Saxifragaceae)
Ættkvísl: Steinbrjótur (Saxifraga)
L.
Deildir
Samheiti

Boecherarctica Á.Löve
Cascadia A.M.Johnson
Micranthes Haw.
Zahlbrucknera Rchb.

Ættkvíslirnar Saxifragopsis og Saxifragella eru stundum taldar til Saxifraga.[2] Samkvæmt nýlegum "DNA based phylogenetic" greiningum á Saxifragaceae, eru deildirnar Micranthes og Merkianae skyldari Boykinia og Heuchera clades,[3] og nýlegri flórur setja þær undir ættkvíslina Micranthes.[4][5]

Lýsing

breyta

Flestir steinbrjótar eru smávaxnar plöntur með blöð niður við jörð, oft í hvirfingu. Blöðin eru yfirleitt tennt eða sepótt; þau geta verið safarík, flöt eða nállaga og hærð eða ekki. Blómin eru ýmist stök eða í klasa á berum stönglum. Smá samhverf, tvíkynja blómin eru með fimm krónublöð sem eru vanalega hvít, en rauð til gul þekkjast í sumum tegundum.

Búsvæði

breyta

Steinbrjótar eru dæmigerðar plöntur í Arctic–alpine búsvæðum, og finnast nær aldrei utan tempraða belti norðurhvels; flestar tegundir ættkvíslinnar eru í subarctic loftslagi. Nokkur fjöldi tegundanna vex í jöklaumhverfi, svo sem S. biflora sem finnst í 4000m y.s.m. í Ölpunum, eða Austur Grænlenska tegundin (S. nathorstii). Þó að dæmigerður steinbrjótur sé smá púða planta sem vex hátt til fjalla milli steina, þá eru margar tegundir sem eru ekki á slíkum svæðum og eru jafnvel nokkuð stórar.

Íslenskar tegundir

breyta

Orðsifjar

breyta

Latínuheitið saxifraga þýðir "stein-brjótur", frá latínu saxum ("grjót" eða "steinn") + frangere ("að brjóta"). Þetta er vísun í að þær virðast oft vera að brjóta klettana þar sem þær vaxa gjarnan í sprungum. Einnig voru þær notaðar í grasalækningum við þvagfæravanda (brjóta nýrna og gallsteina) þar sem á þeim tíma var oft notuð blað og rótar-lögun, litur, vaxtarstaður og fl. til að segja til um notkunina.[1][6]

Íslenska heitið er dregið af því latneska og mun það hafa komið fyrir í fyrstu plöntubókum landsins í ýmsum myndum.Steindór Steindórsson frá Hlöðum (1978). Íslensk plöntunöfn. Bólaútgáfa Menningarsjóðs. bls. 139.

Ræktun

breyta
 
Saxifraga urumoffii í Royal Botanic Garden Edinburgh.

Fjöldi tegunda og blendinga steinbrjóta er ræktaður sem skrautplöntur í görðum, sérstaklega sem þekjuplöntur. Yfirleitt eru þær auðræktaðar og ekki ágengar. S. × urbium (Postulínssteinbrjótur), sem er blendingur milli Skuggasteinbrjóts (S. umbrosa) og Spaðasteinbrjóts (S. spathularis), er oft ræktaður í görðum.[1] Annar blendingur er Skógarsteinbrjótur (S. × geum), sem er af Dúnsteinbrjóti (S. hirsuta) Skuggasteinbrjóts. Nokkrar villtar tegundir eru einnig ræktaðar.

Nytjar

breyta

Vorblóm (S. oppositifolia) er vinsæl sem einkennisblóm (floral emblem). Það er svæðisblóm (territorial flower) Nunavut (Kanada) og sýslublóm (county flower) Londonderry í Bretlandi.[heimild vantar] Þekkt sem rødsildre í Noregi, er það sýslublóm Nordlands.[heimild vantar] Það er á innsigli Fitchburg State University, hvers motto "Perseverantia" er tilvísun á ætluðu niðurbrots steinbrjóta á steinum með tímanum. Tsukuba (Ibaraki) í Japan hefur það sem einkennisblóm bæjarins; hoshizaki-yukinoshita (Katakana: ホシザキユキノシタ).[heimild vantar] Blöð japanska afbrigðisins "yukinoshita" (bókstaflega "Undir snjó") eru æt, og er neytt á eynni Kyushu. Það er gert með að steikja ung blöð í tempura deigi.

 
Drönusteinbrjótur (S. rotundifolia), hvers klístruðu blöð virðast fanga smáa hryggleysingja

Charles Darwin – hélt ranglega að Saxifraga væri skyld Sóldaggarætt (Droseraceae) – hann ályktaði að klístruð blöð Dröfnusteinbrjóts (S. rotundifolia), Þrenningarsteinbrjóts(S. tridactylites) og Skuggasteinbrjóts (S. umbrosa) vera forstig í þróun kjötætuplantna, og gerði tilraunir sem studdu hugmyndir hans,[7] en þetta hefur ekki verið rannsakað síðan þá.[heimild vantar]


Áður taldar til steinbrjóta

breyta

Tegundir sem áður voru taldar til steinbrjóta eru aðallega en ekki endilega í steinbrjótaætt (Saxifragaceae). Þær eru:

Myndir

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 1,2 Saxifraga. National Plant Collections. Cambridge University Botanic Garden. Sótt 3. október 2011.
  2. Saxifraga L.“. Germplasm Resources Information Network. United States Department of Agriculture. 9. febrúar 2005. Sótt 20. janúar 2009.
  3. Douglas E. Soltis, Robert K. Kuzoff, Elena Conti, Richard Gornall & Keith Ferguson (1996). „matK and rbcL gene sequence data indicate that Saxifraga (Saxifragaceae) is polyphyletic“. American Journal of Botany. 83 (3): 371–382. doi:10.2307/2446171.
  4. Flora of China
  5. Flora of North America
  6. D. A. Webb & R. J. Gornall (1989). Saxifrages of Europe. Christopher Helm. bls. 19. ISBN 0-7470-3407-9.
  7. Charles Darwin (1875). „Drosophyllum – Roridula – Byblis – glandular hairs of other plants – concluding remarks on the Droseraceae“. Insectivorous Plants (1st. útgáfa). London: J. Murray. bls. 332–367.
  8. 8,0 8,1 Umberto Quattrocchi. CRC World Dictionary of Plant Names: Common Names, Scientific Names, Eponyms. Synonyms, and Etymology. CRC Press, 1999. p.2395-2396. ISBN 9780849326738

Ytri tenglar

breyta
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.