Katakana er annað tveggja atkvæðatáknrófa í japönsku, en hitt er hiragana.

Í nútíma japönsku eru katakana oftast notuð til að skrifa orð úr erlendum tungumálum (kallað gairaigo). Til dæmis er „sjónvarp“ skrifað テレビ (terebi). Á sama hátt er katakana venjulega notað um nöfn landa, útlenskra staða og nafna. Til dæmis er Ísland skrifað sem アイスランド (Aisurando) og Ameríka skrifað アメリカ (Amerika), orðið Amerika hefur einnig eigin Kanji (ateji) Amerika (亜米利加) eða í stuttu máli Beikoku (米国), sem bókstaflega þýðir „hrísgrjónalandið“).