Roberto Firmino Barbosa de Oliveira (fæddur 2. október 1991) er brasilískur knattspyrnumaður sem spilar með sádíska liðinu Al Ahli og brasilíska landsliðinu. Staða hans er framherji, framsækinn miðherji eða vængmaður.

Roberto Firmino
Upplýsingar
Fullt nafn Roberto Firmino Barbosa de Oliveira
Fæðingardagur 2. október 1991 (1991-10-02) (32 ára)
Fæðingarstaður    Maceió, Brasilía
Hæð 1,81m
Leikstaða Framherji, vængmaður
Núverandi lið
Núverandi lið Liverpool FC
Númer 9
Yngriflokkaferill
2004-2008
2008-2009
CRB
Figuerense FC
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
2009-2010 Figuerense FC 38 (8)
2011-2015 TSG 1899 Hoffenheim 140 (38)
2015-2023 Liverpool FC 256 (82)
2023- Al Ahli 0 (0)
Landsliðsferill2
2014- Brasilía 55 (17)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins og
síðast uppfært júlí 2023.
2 Landsliðsleikir og mörk uppfærð
október 2022.

Roberto Firmino árið 2017.

Firmino hóf ferilinn með Figueirense í Brasilíu. Tveimur árum síðar var hann með þýska liðinu TSG 1899 Hoffenheim þar sem hann var til ársins 2015 þegar hann gerði samning við Liverpool. Firmino hefur spilað með brasilíska landsliðinu síðan 2014. Hann er kallaður Bobby af stuðningsmönnum Liverpool. Í mars 2023 ákvað Firminho að fara frá Liverpool eftir tímabilið.

Hann hélt til Sádi-Arabíu til Al-Ahli. Firmino skoraði þrennu í fyrsta leik sínum fyrir liðið.

Heimild breyta

   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.