Richard Popkin

(Endurbeint frá Richard H. Popkin)

Richard H. Popkin (27. desember 192312. apríl 2005) var einn áhrifamesti heimspekisagnfræðingur á síðari hluta 20. aldar. Rit hans frá 1960, The History of Scepticism from Erasmus to Descartes upplýsti marga heimspekinga og hugmyndasagnfræðinga um áður óviðurkennd áhrif pyrrhonisma Sextosar Empeirikosar á vestræna heimspeki á 16. og 17. öld.

Richard Popkin fæddist á Manhattan. Foreldrar hans voru Louis og Zelda Popkin, sem ráku saman lítið almannatengslafyrirtæki. Eftir að hann hafði lokið B.A. gráðu hóf hann doktorsám við Columbia University og hlaut Ph.D. gráðu þaðan árið 1950. Hann kenndi við ýmsa bandaríska háskóla, m.a. University of Connecticut, University of Iowa, University of California San Diego, Washington University í St. Louis og University of California Los Angeles. Hann var einnig gistiprófessor við háskólann í Tel Aviv. Hann var stofnandi International Archives of the History of Ideas. Hann var fyrsti ritstjóri Journal of the History of Philosophy.

Auk heimspekilegra rita hans vakti bók hans The Second Oswald, sem kom út árið 1966, eftirtekt, en það var meðal fyrstu bókanna sem dróu í efa kenninguna um að einungis hefði ein skytta átt aðild að morðinu á John F. Kennedy.

Popkin var veitt Nicholas Murray Butler orðan af Columbia University og hann var kosinn félagi í American Academy of Arts and Sciences.

Á efri árum bjó Popkin í Pacific Palisades í Kaliforníu ásamt konu sinni, Julie Greenstone (1924- ). Hann lést af völdum lungnaþembu í Los Angeles í apríl árið 2005. Ekkja Popkins er Julie Popkin, sem hann kvæntist árið 1944. Þau áttu saman þrjú börn. Dóttir hans, Margaret Popkin, lést í maí 2005.

Helstu rit

breyta
  • Popkin, R. The History of Scepticism from Savonarola to Bayle (Oxford: University Press, 2003). ISBN 0-19-510768-3
  • Popkin, R. og Stroll, Avrum. Philosophy Made Simple (Made Simple, 1993). ISBN 0-385-42533-3
  • Popkin, R. The Columbia History of Western Philosophy (New York: Columbia University Press, 1999). ISBN 0-231-10128-7

Heimild

breyta
   Þessi heimspekigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.