Reykjahlíð

Reykjahlíð

Reykjalínsætt er íslensk ætt kennd við Reykjahlíð í Mývatnssveit í Suður-Þingeyjarsýslu. Ættina mynda niðjar Jóns Jónssonar Reykjalín, sem var fæddur þar þann 4. mars 1787 og lést þann 7. ágúst 1857.

Jón var sonur hjónanna Jóns Þorvarðarsonar (1763 – 1848) prests og Helgu Jónsdóttur (1761-1846). Jón Reykjalín var aðstoðarprestur í Glæsibæ í Kræklingahlíð í Eyjafirði frá 1810 til 1817 og sóknarprestur þar frá 1817 til 1824. Hann var síðan prestur á Fagranesi á Reykjaströnd í Skagafirði og á Ríp í Hegranesi. Áður en hann hlaut prestsskap var hann bóndi í Tungu á Svalbarðsströnd og ræktaði þar kartöflur, fyrstur manna í Suður-Þingeyjarsýslu.

Sigríður Snorradóttir (1772 – 1847) giftist Jóni 2. maí 1810. Hún var dóttir séra Snorra Björnssonar (1744 – 1807) á Hjaltastöðum í Skagafirði og Steinunnar Sigurðardóttur (1734 – 1808) konu hans. Þegar Sigríður dó kvæntist Jón aftur, Helgu Guðmundsdóttur (f. 1803) en þeim varð ekki barna auðið.

Elsti sonur Jóns og Sigríðar, Jón, var faðir Jóhannesar Jónssonar Reykjalín sem Kussungsstaðaætt er komin af. Hún telst því vera kvísl af Reykjalínsætt.

Afkomendur Jóns og Sigríðar breyta

Jón og Sigríður áttu fjögur börn saman, og Jón átti auk þess einn son (Stefán Ólaf) utan hjónabands, með Sigríði Hallgrímsdóttur (1794 – 1843):

  1. Jón Jónsson Reykjalín (1811 – 1892)
  2. Helga Jónsdóttir (1812 – 1888)
  3. Sigurbjörg Jónsdóttir (1813 – 1882)
  4. Snorri Jónsson (1816)
  5. Stefán Ólafur Reykjalín (1819 – 1859)