Hjaltastaðir (Blönduhlíð)

Hjaltastaðir er bær í Blönduhlíð í Skagafirði. Jörðinni tilheyrðu áður hjáleigurnar Hjaltastaðahvammur og Hjaltastaðakot (nú Grænamýri) og á 20. öld var nýbýlið Hjalli reist í landi jarðarinnar. Hjaltastaða er fyrst getið árið 1388 en þá hét jörðin raunar Syðstihvammur. Hjaltastaðanafnið var þó komið fram árið 1449.

Eggert Briem, sýslumaður Skagfirðinga, bjó á Hjaltastöðum frá 1862-1872 og þar ólst upp dóttir hans, húsmæðrakennarinn Elín Briem. Frá 1878 til 1880 starfaði Kvennaskóli Skagfirðinga á Hjaltastöðum en hann hafði verið stofnaður 1877 í Ási í Hegranesi. Skólinn var svo fluttur að Flugumýri.

Heimildir breyta

  • Hjalti Pálsson (ritstj.): Byggðasaga Skagafjarðar IV. bindi. Akrahreppur. Sögufélag Skagfirðinga, 2007. ISBN 978-9979-861-15-7