Ragnar Bjarnason

íslenskur söngvari (1934-2020)
(Endurbeint frá Raggi Bjarna)

Ragnar Bjarnason, oftast kallaður Raggi Bjarna, (22. september 1934 - 25. febrúar 2020) var íslenskur söngvari.

Ragnar Bjarnason
Ragnar Bjarnason syngur á Hótel Sögu.
Ragnar Bjarnason syngur á Hótel Sögu.
Upplýsingar
FæddurRagnar Bjarnason
UppruniReykjavík
StörfSöngvari
HljóðfæriRödd
Ragnar Bjarnason - 1963
Ragnar Bjarnason - 1960
Ragnar Bjarnason - 1964
Raggi Bjarna, 2011.

Æviágrip

breyta

Ragnar fæddist í lítilli risíbúð að Lækjargötu 12a, sonur hjónanna Bjarna Böðvarssonar og Láru Magnúsdóttur sem voru bæði mikið tónlistarfólk. Móðir hans var ein fyrsta dægurlagasöngkona landsins og söng með Dómkirkjukórnum í marga áratugi. Faðir hans var hljómsveitarstjóri og hljómsveit hans sem bar nafn hans var landsfræg á sínum tíma.

Ragnar hóf ekki tónlistarferil sinn sem söngvari, heldur sem trommuleikari, en þegar hann var 16 ára söng hann ásamt Sigurði Ólafssyni inn á lakkplötu tvö lög sem komu út áratugum seinna á safndiski í tilefni 75 ára afmælis hans.

Árið 1954 komu svo út fyrstu plöturnar með söng Ragnars Bjarnasonar á plötumerkinu Tónika sem Músikbúðin gaf út alls fjórar plötur.

Á árunum 1955 - 1956 söng Ragnar meðal annars með Hljómsveit Svavars Gests en árið 1956 varð hann söngvari hjá KK sextettinum. Á þeim tíma komu út nokkrar plötur bæði 78 og 45 snúninga á merki H.S.H. 1959 hætti Ragnar með KK sextettinum og gekk til liðs við hljómsveit Björns R. Einarssonar en stoppaði þar stutt og var kominn í Hljómsveit Svavars Gests árið 1960. Starfaði Ragnar þar til 1962 er hann flutti erlendis. Var erlendis til 1964 og við heimkomuna gekk hann aftur til liðs við Svavar en stofnaði sína eigin hljómsveit árið 1965 þegar Svavar hætti með sína hljómsveit. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar spilaði í 19 ár á Hótel Sögu en var lögð niður þegar urðu skipulagsbreytingar á hótelinu. Árið 1972 stofnaði Ragnar ásamt fleirum Sumargleðina og fór hún um landið þvert og endilangt árum saman og var gífurlega vinsæl.

Ragnar gaf ekki efni út frá 1976 til 1999. Hann starfaði sem leigubílstjóri og rak sjoppu. Um og eftir aldamót gaf hann út allnokkrar plötur og vann Ragnar með ýmsum tónlistarmönnum og gaf út samvinnuplötur.

Útgefið efni á hljómplötum

breyta

Fálkinn

breyta

78 snúninga

  • JOR 238 - Ragnar Bjarnason - Næturfuglinn // Ragnar Bjarnason og Sigrún Jónsdóttir -Ljúfa vina - 1957

78 snúninga

  • HSH 32 - Ragnar Bjarnason og KK Sextettinn - Mærin frá Mexico // Óli Rokkari - 1957
  • HSH 35 - Ragnar Bjarnason og KK Sextettinn - Flökku Jói // Anastasía - 1957
  • HSH 37 - Ragnar Bjarnason - Lína segir stopp // Síðasti vagninn í Sogamýri - 1958
  • HSH 38 - Ragnar Bjarnason - Líf og fjör//Tequila (ásamt KK-sextettinum) - 1958

45 snúninga

  • HSH45-38 - Ragnar Bjarnason - Líf og fjör//Tequila (ásamt KK-sextettinum) - 1958
  • HSH45-1003 - Ragnar Bjarnason - Vor við flóann//Hvítir svanir - 1959

Íslenskir Tónar

breyta

45 snúninga

  • EXP-IM 93 - Ragnar Bjarnason - Vorkvöld í Reykjavík / Landafræði og ást // Sigurdór Sigurdórsson - Þórsmerkurljóð / Ragnar Bjarnason - Komdu í kvöld - 1961
  • EXP-IM 96 - Ragnar Bjarnason - Peppermint twist//twistin´at the bop//You must have been a beautiful baby.Helena Eyjólfsdóttir-The twistin´postman//Twist her//Everybodys twistin´down in Mexico - 1962
  • EXP-IM 97 - Ragnar Bjarnason - Ship-o-hoj // Nótt í Moskvu - 1962
  • EXP-IM 100 - Ragnar Bjarnason - Heyr mitt ljúfasta lag // Vertu sæl mey - 1962
  • EXP-IM 103 - Ragnar Bjarnason - Vertu sæl mín kæra // Stafróf ástarinnar - 1963
  • EXP-IM 106 - Ragnar Bjarnason - Limbó rock / Limbó dans // Limbó í nótt / Limbó twist - 1963
  • EXP-IM 108 - Ragnar Bjarnason - Ég man hverja stund // Skipstjóravalsinn - 1963
  • EXP-IM 109 - Ragnar Bjarnason - Syrpa (Pálína, Gunna var í sinni sveit. úr 50c glasi..) // Ef þú grætur - 1964
  • EXP-IM 114 - Ragnar Bjarnason - Vertu sæl mey / Heyr mitt ljúfasta lag // Veru sæl mín kæra / Ship-o-hoj - 1964
  • 45-2008 - Ragnar Bjarnason - Rock og Cha-cha-cha // Ævintýri - 1960
  • 45-2009 - Ragnar Bjarnason - Komdu í kvöld // Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig - 1960
  • 45-2014 - Ragnar Bjarnason - Farðu frá... // Hún var með dimmblá augu - 1960
  • 45-2015 - Ragnar Bjarnason - Hún Gunna og hann Jón // Eins og fólk er flest - 1960
  • 45-2016 - Ragnar Bjarnason - Litla stúlkan mín // Ég er kokkur á kútter frá Sandi - 1960
  • 45-2020 - Ragnar Bjarnason - Ég er alltaf fyrir öllum // Komdu vina - 1961

SG-hljómplötur

breyta

45 snúninga

  • SG 501 - Elly Vilhjálms & Ragnar Bjarnason - Fjögur jólalög (innih.: Hvít jól / Jólasveinninn minn // Jólin allstaðar / Litli trommuleikarinn) (í hvítu umslagi) - 1964
  • SG 502 - Elly Vilhjálms & Ragnar ásamt hljómsveit Svavars Gests - Hvert er farið blómið blátt / Brúðkaupið // Farmaður hugsar heim / Skvetta, falla, hossa og hrista - 1965
  • SG 505 - Elly & Ragnar / Hljómsveit Svavars Gests - Heyr mína bæn / Sveitin milli sanda // Útlaginn / Þegar ég er þyrstur - 1965
  • SG 508 - Ragnar Bjarnason og Elly Vilhjálms - Járnhausinn (úr samnefndum sjónleik) (innih.: Ragnar Bjarnason - Undir stóra steini / Elly Vilhjálms - Án þín / Hvað er að // Ragnar Bjarnason - Við heimtum aukavinnu / Stúlkan mín / Sjómenn íslenskir erum við) - 1965
  • SG 519 - Ragnar Bjarnason - Mamma / Ég sakna þín // Föðurbæn sjómansins / Ísland - 1967
  • SG 526 - Ragnar Bjarnason - Úti í Hamborg / Þarna fer ástin mín // Yndælar stundir með þér / Hafið lokkar og laðar - 1968)
  • SG 565 - Ragnar Bjarnason - Ástarsaga // Bíddu mín - 1972

LP

  • SG 038 - Ragnar Bjarnason - Ragnar Bjarnason - 1971

Tónaútgáfan

breyta

45 snúninga

  • T 107 - Ragnar Bjarnason - Megi dagur hver fegurð þér færa / Svarið er erfitt // Veiðimaðurinn / Væru, kæru, tæru dagar sumars - 1969

Tónika /Músikbúðin

breyta

78 snúninga

  • P 100 - Ragnar Bjarnason - Í faðmi dalsins // Í draumi með þér - 1954
  • P 102 - Ragnar Bjarnason - All of me(1954) // Ingibjörg Þorbergs - Nótt - 1954
  • P 105 - Ragnar Bjarnason - Anna // Anna í Hlíð - 1954
  • P 106 - Ragnar Bjarnason - Stína ó, Stína // Ragnar Bjarnason og Sigrún Jónsdóttir - Heyrðu lagið - 1954
  • P 115 - Ragnar Bjarnason - Ég er farmaður fæddur á landi // Síldarstúlkurnar - 1955 (Kom ekki út)


Seinni tíma plötur

breyta
  • Við bjóðum góða nótt (1999)
  • Vertu ekki að horfa (2003)
  • Raggi Bjarna með hangandi hendi (2005)
  • Vel sjóaður (2006)
  • Gleðileg jól með Ragnari Bjarna (2007)
  • Lögin sem mega ekki gleymast (2008)
  • Dúettar (2012)
  • Falleg hugsun (2013)

Tenglar

breyta
   Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.