Official Charts Company
Official Charts Company (OCC eða Official Charts) er breskt tónlistarfyrirtæki sem safnar saman ýmsum hljómplötulistum í Bretlandi, Írlandi og Frakklandi.[1]
Í Bretlandi heldur fyrirtækið utan um vinsældalista yfir smáskífur, hljómplötur, og kvikmyndir,[2] þar sem þeir eru byggðir á gögnum um niðurhöl, kaup og streymi. OCC býr til listana með því að safna og sameina sölur frá smásölum í gegnum markaðsrannsóknir framkvæmdar af Kantar Group, og segist ná yfir 99% af markaðnum fyrir smáskífur og 95% fyrir hljómplötur. Það hefur sett markmið um að safna gögnum frá öllum smásöluaðilum sem selja meira en 100 eintök á viku.[3]
OCC er rekið í sameiningu af British Phonographic Industry (BPI) og Entertainment Retailers Association (ERA) (áður British Association of Record Dealers (BARD)).[4]
Sjá einnig
breytaTilvísanir
breyta- ↑ „Official Charts Company appointed as the new provider of France's official music charts“. Official Charts.
- ↑ „Official Film Chart Top 40 | Official Charts Company“. Official Charts.
- ↑ „OCC Information Pack“ (PDF). Official Charts. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 13. apríl 2008. Sótt 8. maí 2008.
- ↑ „THE OFFICIAL UK CHARTS COMPANY LIMITED persons with significant control – Find and update company information – GOV.UK“. Companies House. Sótt 6. júlí 2022.