Grænmetisæta er manneskja sem forðast að borða kjöt og fisk og önnur matvæli sem fela í sér slátrun eða dráp dýra. Grænmetisætur neyta einkum fæðu úr jurtaríkinu, svo sem grænmetis, ávaxta, berja, bauna, korna, hneta, fræja, og sjávarplantna. Sumar grænmetisætur neyta dýraafurða eins og mjólkurvara, hunangs og eggja.

Ýmsir ávextir og grænmeti ásamt mjólkurafurðum.

Fjölbreyttar ástæður geta legið að baki því að einhver gerist grænmetisæta. Ástæðurnar geta verið siðferðilegar, umhverfislegar, heilsufarslegar, félagslegar, trúarlegar eða menningarlegar.

Vegna mismunandi ástæðna eru grænmetisætur misstrangar í mataræði sínu.[1] Sumar forðast dýraafurðir með öllu (þar á meðal mjólk, egg, hunang og svo framvegis) og kallast þá grænkerar (vegan),[2] meðan aðrar láta nægja að borða ekki kjöt af spendýrum. Margar grænmetisætur forðast að ganga í fatnaði sem er framleiddur með þeim hætti að hann veldur dauða eða þjáningu dýra, eins og leðri, fjöðrum og loðfeldum.

Tilvísanir breyta

  1. „Fá grænmetisætur öll þau næringarefni sem líkaminn þarfnast?“. Vísindavefurinn.
  2. „Hvers vegna borða sumar grænmetisætur ekki venjulegt brauð og af hverju drekka þær ekki mjólk og borða ost?“. Vísindavefurinn.

Tenglar breyta