Polydor Records

þýsk-breskt hljómplötufyrirtæki

Polydor Records Ltd. er þýsk-bresk tónlistarútgáfa sem starfar undir Universal Music Group. Hún er í nánu samstarfi við Interscope Geffen A&M Records sem er einnig dreifiaðili hennar í Bandaríkjunum. Þar á móti er Polydor dreifiaðili Interscope í Bretlandi. Félagið var stofnað í London árið 1954 sem dótturfyrirtæki þýska fyrirtækisins Deutsche Grammophon/Schallplatte Grammophon GmbH.

Polydor Records
MóðurfélagUMC (Universal Music Catalogue)
Stofnað2. apríl 1913; fyrir 111 árum (1913-04-02)
DreifiaðiliInterscope Geffen A&M Records (BNA)
Universal Music Group (alþjóðlega)
StefnurMismunandi
LandÞýskaland
Bretland
HöfuðstöðvarLondon, England
Vefsíðapolydor.co.uk

Þekktir listamenn sem hafa starfað hjá Polydor eru m.a. ABBA, Cream, The Moody Blues, The Who, Ringo Starr, Bee Gees, The Jam, Bing Crosby, The Shadows, James Brown, Ellie Goulding, Juice WRLD, James Last, Eric Clapton, Yngwie Malmsteen, Lana Del Rey, Billie Eilish og Haim.

Tenglar

breyta
   Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.