Orkubú Vestfjarða

Orkubú Vestfjarða ohf. er sjálfstæð ríkisstofnun sem sett var á fót 26. ágúst 1977 til að virkja vatnsafl og jarðhita á Vestfjörðum. Fyrirtækið rekur 7 vatnsaflsvirkjanir og dreifikerfi fyrir Vestfirði og sölukerfi, sem nær til landsins alls. Starfsmenn eru um 70 talsins. Aðalskrifstofa er á Ísafirði og svæðisskrifstofur á Hólmavík og Patreksfirði.

Saga breyta

Árið 1976 samþykkti Alþingi lög um Orkubú Vestfjarða er heimiluðu Ríkissjóði Íslands og sveitarfélögum á Vestfjörðum að setja á stofn fyrirtæki í þeim tilgangi að að virkja vatnsafl og jarðhita á Vestfjörðum þar sem hagkvæmt þótti. Orkubúi Vestfjarða var einnig ætlað að eiga og reka vatnsorkuver; jarðvarmavirkjanir; reka fjarvarmakyndistöðvar; dísilrafstöðvar til raforkuframleiðslu; og mannvirki til raforkudreifingar.

Fyrirtækið var stofnað þann 26. ágúst 1977 og var þá sameignarfélag sveitarfélaga á Vestfjörðum og ríkisins. Að Orkubú Vestfjarða stóðu upphaflega Ríkisstjórn Íslands, Árneshreppur, Bolungarvíkurkaupstaður, Broddaneshreppur, Bæjarhreppur, Hólmavíkurhreppur, Ísafjarðarbær, Kaldrananeshreppur, Kirkjubólshreppur, Reykhólahreppur, Súðavíkurhreppur, Tálknafjarðarhreppur og Vesturbyggð.

Fyrirtækið hóf formlega starfsemi þann 1. janúar 1978. Árið 2001 urðu breytingar á rekstrarformi þess þegar sameignarfélaginu var breytt í hlutafélag (Orkubú Vestfjarða hf.). Það þótti samræmast betur viðteknum venjum í efnahagslífinu. Jafnframt var ákveðið að ganga til viðræðna við sveitarfélögin á Vestfjörðum um kaup ríkisins á hlut þeirra í félaginu.[1]

Í framhaldi af lögum um opinber hlutafélög sem sett voru 2006 var nafninu breytt í Orkubú Vestfjarða ohf. Þótti rétt að setja inn í lögin um hlutafélög nokkur ákvæði varðandi þau hlutafélög sem hið opinbera á að öllu leyti.[2]

Orkubú Vestfjarða ohf. er í dag ríkisfyrirtæki í svokölluðum C-hluta ríkisreiknings og er það opinbert hlutafélag (ohf) að fullu í eigu ríkissjóðs.

Tilgangur breyta

Tilgangur Orkubús Vestfjarða ohf. er að virkja vatnsafl og jarðhita á Vestfjörðum, eiga og reka orkuver og raforkustöðvar til raforkuframleiðslu, ásamt nauðsynlegum mannvirkjum til raforkuflutnings og raforkudreifingar. Þá er fyrirtækinu ætlað að eiga og reka jarðvarmavirkjanir og reka fjarvarmakyndistöðvar ásamt nauðsynlegu dreifikerfi.

Fyrirtækið á og rekur 7 vatnsaflsvirkjanir, sem framleiða u.þ.b. 90.000 MWh á ári, sem er um 60% af orkunotkun Vestfjarða. Flutningskerfið telur 1,036 km af rafmagnslínum og jarðstrengjum sem er viðhaldið af starfsmönnum þess.[3]

Virkjanir breyta

Uppsett rafafl og raforkuframleiðsla í virkjunum Orkubús Vestfjarða ohf. var á árinu 2017:[4] [5]

Orkubú Vestfjarða ohf.

Uppsett rafafl og raforkuframleiðsla í vatnsaflsvirkjunum árið 2016

Heiti virkjunar Gangsetning [Ár] Uppsett rafafl [kW] Raforkuframleiðsla [MWh]
Mjólká 1958 10.6 73.494
Þverárvirkjun 1953 2.43 6.695
Fossárvirkjun 2015 1.2 5.07
Tungudalsvirkjun 2006 700 4.969
Reiðhjallavirkjun 1958 514 1.872
Blævardalsárvirkjun 1975 288 1.618
Fossa- og Nónhornsvatn 1937 1.16 1.504
Mýrarárvirkjun 1965 60 374
Orkubú Vestfjarða ohf.

Uppsett rafafl og raforkuframleiðsla í eldsneytisorkuverum árið 2017

Heiti virkjunar Gangsetning [Ár] Uppsett rafafl [kW] Raforkuframleiðsla [MWh]
Flatey 2006 182 127
Patreksfjörður 1964 4.3 86
Bíldudalur 1973 1.2 38
Þingeyri 1980 1.52 25
Hólmavík 1990 1.4 19
Súðavík 1986 1.4 15
Ísafjörður, Mjósund 1976 4.3 10
Flateyri 1975 420 5
Reykhólar 750 4
Reykjanes 666 2
Suðureyri 1975 720 2
Drangsnes 1975 470 1


Orkubú Vestfjarða ohf.- Raforkuframleiðsla 2017
Raforkuframleiðsla - Vatnsafl [MWst] Raforkuframleiðsla - Jarðhiti [MWst] Raforkuframleiðsla - Vindorka [MWst] Raforkuframleiðsla - Eldsneyti [MWst] Samtals [MWst]
Orkubú Vestfjarða 95.596 - 334 94.117


Starfsmenn breyta

Orkubús Vestfjarða ohf. er að fullu í eigu ríkissjóðs og fer fjármálaráðherra fer með eignarhlut ríkisins.[6]

Orkubússtjóri veitir fyrirtækinu forstöðu og er framkvæmdastjóri þess. Starfsmenn eru um 70 talsins á þremur starfssvæðum og þjónusta þeir dreifikerfi fyrir Vestfirði og sölukerfi, sem nær til landsins alls.[7]

Tilvísanir breyta

  1. „766/126 stjórnarfrumvarp: stofnun hlutafélags um Orkubú Vestfjarða“. Alþingi. Sótt 7. mars 2019.
  2. „520/132 stjórnarfrumvarp: hlutafélög“. Alþingi. Sótt 7. mars 2019.
  3. „Orkubú Vestfjarða | Um Orkubúið“. www.ov.is. Sótt 7. mars 2019.
  4. Orkustofnun (2018). „Talnaefni Orkustofnunar OS-2018-T006-01“ (PDF). Orkustofnun. Sótt 6. mars 2019.
  5. Samanburður virkjana á vef Orkubús Vestfjarða
  6. „Lög um breytingar á lögum á orkusviði“. Alþingi. Sótt 7. mars 2019.
  7. „Orkubú Vestfjarða | Um Orkubúið“. www.ov.is. Sótt 7. mars 2019.

Ítarefni breyta