Brislingur (sprattus sprattus) breyta

Brislingur (fræðiheiti: sprattus sprattus) er tegund sem kemur af síldarætt. Það má líkja honum við smásíld. Hann er silfraður á litinn og verður yfirleitt ekki stærri en 16cm. Hann er mikilvæg fæða fyrir ýmsa fiskitegunda og sjófugla. [1]

Brislingur
[[image:
 
Sprattus.photo
|frameless|]]
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki Animalia
Fylking: Seildýr Chordata
Flokkur: Beinfiskur Actinopterygii
Ættbálkur: Síldfiskar Clupeiformes
Ætt: Clupeidae
Ættkvísl: Clupea
Tegund:
Sprattus

Tvínefni
Sprattus sprattus

Hann er talin vera uppsjávarfiskur og finnst helst í seltulítlum sjó. Brislingur finnst við strendur og á landgrunni Norður-Evrópu og Afríku, einnig við Atlandshafsströnd Marokkó og norður í Norðursjó og að strönd suðurhluta Noregs sem og inní Eystrarsalt. [1]

 
Brislingur

Lýsing á Brisling breyta

Kviðröndin er hvassent. Kviðaruggarnir eru staðsettir aðeins fyrir framan við fremri rönd bakuggans. Hann verður kynþroska um 2 ára og er þá 12-13 cm að stærð en fullvaxa getur hann orðið mest 16.5 cm og 5-6 ára. [2]

Heimakynni breyta

Brislingur finnst við Austur–Atlandshafið eða Skandinavíu til Marokkó. Meðal þeirra lfinnst hann við Miðjarðarhafið. Í Norðaustur Atlandshafi er hann við strendur Noregs sem leiðir til Suður Íberíuskagann að miðjarðarhafinu og Svartahafinu. Æxlunarstofnar hafa fundist við Lyon Persaflóa, norðurhluta Adríahafsins kringum Þýskaland (inner german bright), undan Jótlandi og meðfram Ensku ströndinni ásamt svæðum í vestur og norður Skotlandi. Talið er að þessi tegund sé á dreifingu norður eins og aðrir litlir uppsjávarfiskar. [3]

 
Svæði sem Brislingur finnst


Hrygning breyta

Þessi fiskitegund hrygnir í janúar til júní en aðalega í maí í 10-20 metra dýpi. Eggin eru um 6-10 þúsund og eru svifleg. Eggin eru 0.8-1.5 mm og stærst í hálf söltuðum sjó. Eggin eru 7 daga að klekjast og seiðin eru um 4 mm að stærð og líkjast síldarseiðum. Sérstakir stofnar eru í ýmsum fjörðum, dönsku sundunum og í Eystrarsslti. Seiðin reka frá hrygningarsvæðunum með hafstrauminum og helstu hrygningarsvæðin eru í Suður-Austanverðum Norður-sjó og Skagerak. [2]

Stofn breyta

Til eru ýmis afbrigði af Brislingi meðal þeirra eru

Sprattus antipodum: breyta

 
Fueguian brislingur

eða (Nýja-Sjálands blueback splash). Finnst á strandsvæðum og sækist í það að vera á botni eða miðvatni nema á sumrin þegar yfirborðsskógar geta birts, nær til dýpri vatns á sumrin til að loka land fyrir hrygningu á veturnar.[4]

 
Nýja-Sjálands blueback splash

Sprattus fuegensis breyta

eða (Fueguian brislingur eða Falkand brislingur). Finnst á strandsvæðum og er fæða fyrir rækju, sjófluga og seli í Falklandsvatni í Patagóníu.[5]

Sprattus muelleri breyta

eða (Nýja-Sjálands Brislingur). Einnig finnst hann á strandsvæðum og frá ströndum niður í 110m eða meira. Þessi stofn af Brislingi er með langt hrygningartímabil, júlí til janúar. hann hrygnir um Suðureyjuna og ekki talin viðkvæm hrygningarvera. Eggin finnast um mið sumar nálægt Clutha ánni.[6]

sprattus novaehollandiae breyta

eða (Ástralski brislingur). Finna má hann í strandsvæðum í djúpum flóum og við strendur Tasmaníu í stórum torfum sérstaklega í ágúst til nóvember. Hann finnst einnig í ám eins og Derwent á og Launceston.[7]

Sprattus sprattus breyta

eða Brislingur. Þessi tegund er yfirleitt í torfum við strendur eða þar sem er grunnt, einnig í ám sérstaklega seiðin. Brislingur þolir lágt sölt allt að 4 ppt. Hann flytur milli svæða þegar vetrafóðrunin og hrygningar tímabilið er. Hann færir sig upp á yfirborðið til að nærast og sækist í svifdýr og örsmá krabbadýr. Sumir hrygna allt árið, aðalega á vorin og sumrin nálægt strönd eða allt að 100 km út á sjó. Hann hrygnir um 6.000-14.000 eggjum uppsjávar og hrognin finnast á 10-20 m dýpi og 100 km út á sjó.[8]

Vinnsla, veiði og markaðir breyta

Brislingur eru aðalega notaður í framleiðslu á fiskimjöli og sem minkafæða. Minnst til manneldis en þá er hann verkaður á ýmsan máta.[8]

 
Brislingur á brauð
 
Askja sem inniheldur brisling

Til eru ýmsar leiðir til að verka fiskinn. Í Noregi er hann veiddur og ef hann er u.þ.b eins árs og er kallaður ,,sardínubrislingur‘‘. Til þess að hann tæmi sig er sett hann í lás. Það er reykt, soðið og lagt hann í ólífuolíu sem ,,norskar sardínur‘‘. Tveggja til fjögurra ára gamall Brislingur er yfirleitt súrsaður í kryddlegi sem ,,ansjósur‘‘. Svíar, danir og þjóðverjar verka á svipaðan hátt. Í Þýskalandi er hann reyktur og kallaðst það ,,kielersprotten‘‘ svo einnig notaður í bræðslu. [2]

Brislingur er ekki til við Ísland en hann hefur verið veiddur í eitt skipti og það var þegar hafrannsóknarstofnun var að rannsaka flatfisk á grunnslóð við landið. Fiskurinn var 15cm og veiddist á 20 m dýpi undan Eyjafjallasandi. [1]


Heimildaskrá breyta

  1. 1,0 1,1 1,2 „Brislingur veiðist við Ísland í fyrsta sinn“. Auðlindin. 27.09 2017. Sótt 14.02 2020.
  2. 2,0 2,1 2,2 Bent J. Muus og Preben Dahlstrom; Jón Jónsson þýddi (1964). Fiskar og fiskveiðar. Almenna bókafélagið.
  3. Nedreaas, K., Florin, A.-B., Cook, R. & Fernandes, P (2018). „Sprattus Sprattus“. Red List. Sótt 12.02 2020.
  4. Binohlan, Crispina B., Bailly, N (2017). „Sprattus antipodum“. Fishbase. Sótt febrúar 2020.
  5. Binohlan, Crispina B., Bailly, N (2017). „Sprattus fuegensis“. Fishbase. Sótt Febrúar 2020.
  6. Binohlan, Crispina B., Bailly, N (2017). „Sprattus Muelleri“. Fishbase. Sótt Febrúar 2020.
  7. Binohlan, Crispina B., Bailly, N (2017). „Sprattus novaehollandiae“. Fishbase. Sótt Febrúar 2020.
  8. 8,0 8,1 Binohlan, Crispina B., Bailly, N (2017). „Sprattus Sprattus“. Fishbase. Sótt Febrúar 2020.