Fengitími
sá tími árs sem dýr eru reiðubúin til mökunar
(Endurbeint frá Hrygningartími)
Fengitími er sá tími árs sem dýr eru reiðubúin til mökunar. Fengitíminn er ýmist einu sinni á ári eða oftar en allt fer það eftir dýrategundum. Atferli dýra breytist oft mjög um fengitímann, og jafnvel svo að dýrin taka ekki eftir hættum sem að þeim steðja.
Um orðanotkun
breytaOrðið fengitími er haft almennt um riðtímann, en einnig um þann tíma þegar hleypt er til ánna, en það er tímabil sem spannar frá því skömmu fyrir jól fram í janúar. Orðið hrygningartími er aðeins haft um fiska enda orðið komið af orðinu hrogn.
Stundum er talað um að dýr séu í bríma á fengitíma þegar skepnan er viljug til eðlunar. Sumar skepnur eiga sér þó sér orðalag. Kýr verða til dæmis yxna eða beiða.