Rækjur eru tíarma liðdýr af ættbálk skjaldkrabba. Þær eru botndýr og finnast víða í bæði ferskvatni og á saltvatni.

Rækjur

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Undirfylking: Krabbadýr (Crustacea)
Flokkur: Stórkrabbar (Malacostraca)
Ættbálkur: Skjaldkrabbar (Decapoda)
Undirættbálkur: Pleocyemata
Innættbálkur: Caridea
Dana, 1852

Rækjur eru tvíkynja, þær eru karldýr fyrstu æviárin en breytast svo í kvendýr.

Rækjutegundir við Ísland

breyta

Rækjutegundin stóri kampalampi (Pandalus borealis) er algengasta rækjutegundin við Ísland og sú eina sem er nýtt hér við land. Hún er langmest veidda kaldsjávarrækjutegund í heimi. Rækjutegundin litli kampalampi (Pandalus montaqui) veiðist stundum með stóra kampalampa.

Tenglar

breyta
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.