Norðurárdalur (Skagafirði)

Norðurárdalur er dalur í austanverðum Skagafirði en mörkin milli Blönduhlíðar og Norðurárdals eru um Bóluá. Um dalinn liggur Þjóðvegur 1 upp á Öxnadalsheiði.[1]

Séð inn eftir Norðurárdal af brúnni yfir Norðurá.

Dalurinn liggur fyrst til austsuðausturs en sveigir fljótlega til norðausturs.[2] Norðurhlíð hans frá Bólugili kallast fyrst Silfrastaðafjall en síðan tekur Kotaheiði við og nær fram að Valagilsá. Þar tekur Silfrastaðaafrétt við.[3] Hann tilheyrði áður Silfrastöðum en er nú eign hreppsins.[1] Sunnan dalsins er Krókárgerðisfjall og síðan Borgargerðisfjall og fremst Virkishnjúkur. Vestan við Virkishnjúk gengur inn djúpur þverdalur og kallast norðurhlíð hans Egilsdalur en suðurhlíðin Tungudalur og er þá komið yfir á Kjálka.

Nokkurt undirlendi er í dalnum, þó minnst um miðbik hans, og þar fellur Norðurá um víðáttumiklar eyrar og hefur flæmst víða um þær í áranna rás. Í hana falla ýmsar þverár, þar á meðal Kotaá, Valagilsá, Króká og Egilsá. Sumar ánna gátu verið miklir farartálmar áður en þær voru brúaðar, einkum þó Valagilsá.[4] Dalurinn er veðursæll og víða ágætlega gróinn og nú er hafin mikil skógrækt í Silfrastaðafjalli. Þar hafa á síðustu árum verið gróðursettar yfir milljón trjáplöntur.[5]

Mikil skriðuföll urðu í Norðurárdal 6. júlí 1954 eftir stórrigningar sem gengið höfðu yfir sólarhringinn á undan og ollu þau miklum skemmdum, einkum á Fremri-Kotum, þar sem skriða staðnæmdist rétt ofan við íbúðarhúsið, en einnig á Ytri-Kotum, sem þá voru farin í eyði.[6]

Lengst af voru 7 bæir í byggð í Norðurárdal en aðeins þrír eru eftir, Fremri-Kot, Egilsá og Silfrastaðir. Egilsá fór í eyði 2009 en var aftur komin í byggð 2010. Þar var lengi rekið sumardvalarheimili fyrir börn og síðar skólaheimili fyrir seinfæra og þroskahefta unglinga.[7]

Bæir í Norðurárdal

breyta

Í byggð:

Eyðibýli:

Fornbýli:

Heimildir

breyta
  1. 1,0 1,1 „Norðurárdalur Skagafjörður - NAT ferðavísir“. 4. maí 2020. Sótt 10. nóvember 2024.
  2. Leo Kristjansson (2023). „Topographic map of the Norðurárdalur and Austurdalur valleys, Skagafjörður“. ResearchGate.
  3. Vegaferðin (1999). „Hringvegur í Norðurárdalu: Kjálkavegur - Heiðarsporður“ (PDF).
  4. „Skagfirðingabók - 1. tölublað (01.01.1977) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 10. nóvember 2024.
  5. Skógræktin. „Skógarbændur á Silfrastöðum“. Skógræktin. Sótt 10. nóvember 2024.
  6. Halldór G. Pétursson; Höskuldur Búi Jónsson (desember 2001). „Forn skriðuföll á Norðurlandi“ (PDF). Ofanflóðasjóð. bls. 50.
  7. „Morgunblaðið - 275. tölublað (30.11.1983) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 10. nóvember 2024.
  8. „Silfrastaðakirkja - NAT ferðavísir“. 19. júlí 2020. Sótt 10. nóvember 2024.
  9. „Norðurárdalur Skagafjörður - NAT ferðavísir“. 4. maí 2020. Sótt 10. nóvember 2024.
  10. Margeir Jónsson (1996). „Egilsá“. {{cite web}}: Lagfæra þarf |url= gildið (hjálp)
  11. Rósmundur G. Ingvarsson (júní 2005). „Örnefnaskrá: Borgargerði“. bls. 2. {{cite web}}: Lagfæra þarf |url= gildið (hjálp)
  12. Nanna Rögnvaldardóttir (1995). „Silfrastaðaafrétt“. bls. 5. {{cite web}}: Lagfæra þarf |url= gildið (hjálp)
  • Hjalti Pálsson (ritstj.): Byggðasaga Skagafjarðar IV. bindi. Akrahreppur. Sögufélag Skagfirðinga, 2007. ISBN 978-9979-861-15-7}