Dalur

þáttur landslags þar sem aflíðandi láglendi er inni á milli fjalla
(Endurbeint frá Dalur (landslagsþáttur))

Dalur er sá þáttur landslags þar sem aflíðandi láglendi er inni á milli fjalla eða hæðarbakka. Flestir dalir á Íslandi eru jökulsorfnir og því með U-laga þversniði.[1] Aðrir hafa V-laga þversnið. Brattari dalir kallast gljúfur eða gil og eru þeir oftast sorfnir vegna árfarvegs. Litlir dalir eru oft kallaðir kvos, dalverpi eða dalkvos.

Öxnadalur á Norðurlandi er frekar dæmigerður dalur.

Tilvísanir

breyta
  1. Jóhann Ísak Pétursson og Jón Gauti Jónsson (2003). Jarðargæði - jarðfræði NÁT 113. Iðnú., bls 226
   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.