Kjálki (Skagafirði)
Kjálki er lítið byggðarlag í Skagafirði og tilheyrir Akrahreppi. Kjálki nær frá Norðurá og inn með Héraðsvötnum að Grjótárgili, sem er á landamerkjum jarðanna Keldulands á Kjálka og Stekkjarflata í Austurdal. Nú (2009) eru tveir bæir í byggð á Kjálka, Kelduland og Flatatunga.
HeimildirBreyta
- Hallgrímur Jónasson: Árbók Ferðafélags Íslands. Skagafjörður. Ferðafélag Íslands, 1946.